Nú þarf að blása til sóknar Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar 29. mars 2019 16:19 Það er óhætt að segja að íslenskt samfélag hafi farið á hliðina fimmtudagsmorguninn 28. mars, þegar ljóst varð að flugfélagið WOW air væri komið í þrot. Samstundis voru viðbragðsáætlanir stjórnvalda virkjaðar, en megininnihald þeirra er að koma þeim farþegum flugfélagsins til bjargar, sem áttu bókað flug með félaginu annað hvort heim til sín frá Íslandi eða til landsins. Sömuleiðis er fylgst grannt með umfjöllun erlendra fjölmiðla um málið, þar sem ljóst er að neikvæð umfjöllun í tengslum við gjaldþrot WOW air og afleiðingar þess fyrir neytendur, þessa fyrstu daga, geta verið skaðleg fyrir áfangastaðinn til lengri tíma. Það er mikilvægt fyrir orðspor landsins að bregðast hratt og vel við og tryggja sanngjarna lausn fyrir þá ferðamenn, viðskiptavini WOW air, sem lent hafa í vandræðum. Við gerum ráð fyrir að hægt verði að leysa hratt og vel úr málum þessara ferðamanna á næstu dögum.Áhrifin ótvíræð Eftir standa áhrif falls WOW air á íslenskt samfélag og á fyrirtæki í ferðaþjónustu, en atvinnugreinin hefur verið burðarstoð atvinnulífs hér á landi síðustu ár. WOW air flutti undanfarin ár hundruð þúsunda ferðamanna til Íslands. Ljóst er að margir erlendir endursöluaðilar og ferðamenn sitja nú einhvers staðar í Evrópu og Ameríku með flugmiða til Íslands, sem ekki verður hægt að nota. Þetta eru gestir, sem eru búnir að taka ákvörðun um að heimsækja Ísland – ferðamenn sem koma hingað á eigin vegum og stórir hópar ferðamanna í skipulögðum ferðum, sem slæmt er að missa af. Áhrifin eru því ótvíræð.Versnandi rekstrarskilyrði Rekstrarskilyrði ferðaþjónustufyrirtækja hafa snarversnað undanfarin ár, ekki síst vegna hækkandi launakostnaðar og sterks gengis íslensku krónunnar sem hefur dregið verulega úr samkeppnishæfni Íslands sem áfangastaðar fyrir ferðamenn. Þetta eru þættir sem nú þegar hafa þrýst verðlagi í erlendri mynt upp úr öllu valdi. Ferðaþjónustufyrirtæki af öllum stærðum og gerðum standa þessi misserin í ströngu, allflest standa þau í hagræðingaraðgerðum, uppsögnum á starfsfólki og samþjöppun af ýmsu tagi. Gjaldþrot WOW air með tilheyrandi óvissu um framboð flugsæta til Íslands, eykur vandann og er grafalvarlegt mál fyrir fyrirtæki í ferðaþjónustu hér á landi og fyrir þjóðarbúið í heild. Þessu til viðbótar er ferðaþjónustan með erfiða kjaradeilu í fanginu, þar sem handvalin fyrirtæki eru eina skotmark verkalýðshreyfingarinnar. Við þetta tækifæri vil ég beina því til verkalýðshreyfingarinnar að áframhaldandi verkföll í ferðaþjónustu eru á þessum tímapunkti algjörlega fráleit og má í raun líkja við spark í liggjandi mann.Tapaðar gjaldeyristekjur Þrátt fyrir að önnur flugfélög nái að auka framboð af flugsætum til áfangastaðarins, til að bæta úr fækkun flugsæta vegna brotthvarfs WOW air, þá er ekki ósennilegt að erlendum ferðamönnum hér á landi muni fækka um rúmlega 300 þúsund milli ára. Þetta mun valda því að tekjur fyrirtækja í ferðaþjónustu, í verslun og annarri þjónustu og óbeinum sköttum gætu lækkað sem nemur um 80 milljörðum króna. Hér á landi starfa um 20-25 þúsund manns í ferðaþjónustu, en vöxtur í greininni hefur sannarlega runnið til launþega í landinu. Full ástæða er til að minna á að atvinnuleysi á árunum eftir hrun hvarf með vexti atvinnugreinarinnar og lífskjör hafa sjaldan verið betri. Nú er ekki rétti tíminn til óraunhæfra launahækkana sem munu eingöngu leiða til fleiri uppsagna en eru nú þegar í kortunum.Áhyggjur ferðaþjónustunnar Framundan er háannatími í ferðaþjónustu og áhyggjur þeirra sem starfa í ferðaþjónustu eru töluverðar. Á þeim tíma afla flest ef ekki öll ferðaþjónustufyrirtæki um allt land þeirra tekna sem eru grundvöllur rekstrar allt árið um kring. Verði sá framboðsskortur sem nú er að raungerast varanlegur og viðvarandi á næstu mánuðum, þá mun það verða mikið högg og fyrir sum fyrirtæki jafnvel banvænt högg.Viðbragðsáætlun fyrir ferðaþjónustu Það er því lífsnauðsynlegt fyrir atvinnugreinina að virkjuð verði sérstök viðbragðsáætlun til þess að lágmarka þann skaða sem er í uppsiglingu. Hún þarf að hafa það að megininnihaldi að leita allra leiða til að fá þau flugfélög sem þegar eru að fljúga til og frá Íslandi til að auka við flugframboð frá þeim flugvöllum erlendis, þar sem ljóst má vera að eftirspurnin er fyrir hendi. Takist það þyrfti að fara í sértækt markaðsátak á þeim svæðum sem við höfum skilgreint sem lykilmarkaði í þeim tilgangi að örva eftirspurn, bæði nú fyrir sumarið og ekki síður fyrir veturinn 2019-2020. Nú þarf að blása til sóknar. Ferðaþjónustan og stjórnvöld hafa áður sýnt hvað í þeim býr þegar áföll hafa dunið yfir og nú er einmitt tíminn til að snúa bökum saman og lágmarka skaðann. Það er þegar upp er staðið, öllum í hag.Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarnheiður Hallsdóttir Ferðamennska á Íslandi WOW Air Mest lesið Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun Skoðun Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það er óhætt að segja að íslenskt samfélag hafi farið á hliðina fimmtudagsmorguninn 28. mars, þegar ljóst varð að flugfélagið WOW air væri komið í þrot. Samstundis voru viðbragðsáætlanir stjórnvalda virkjaðar, en megininnihald þeirra er að koma þeim farþegum flugfélagsins til bjargar, sem áttu bókað flug með félaginu annað hvort heim til sín frá Íslandi eða til landsins. Sömuleiðis er fylgst grannt með umfjöllun erlendra fjölmiðla um málið, þar sem ljóst er að neikvæð umfjöllun í tengslum við gjaldþrot WOW air og afleiðingar þess fyrir neytendur, þessa fyrstu daga, geta verið skaðleg fyrir áfangastaðinn til lengri tíma. Það er mikilvægt fyrir orðspor landsins að bregðast hratt og vel við og tryggja sanngjarna lausn fyrir þá ferðamenn, viðskiptavini WOW air, sem lent hafa í vandræðum. Við gerum ráð fyrir að hægt verði að leysa hratt og vel úr málum þessara ferðamanna á næstu dögum.Áhrifin ótvíræð Eftir standa áhrif falls WOW air á íslenskt samfélag og á fyrirtæki í ferðaþjónustu, en atvinnugreinin hefur verið burðarstoð atvinnulífs hér á landi síðustu ár. WOW air flutti undanfarin ár hundruð þúsunda ferðamanna til Íslands. Ljóst er að margir erlendir endursöluaðilar og ferðamenn sitja nú einhvers staðar í Evrópu og Ameríku með flugmiða til Íslands, sem ekki verður hægt að nota. Þetta eru gestir, sem eru búnir að taka ákvörðun um að heimsækja Ísland – ferðamenn sem koma hingað á eigin vegum og stórir hópar ferðamanna í skipulögðum ferðum, sem slæmt er að missa af. Áhrifin eru því ótvíræð.Versnandi rekstrarskilyrði Rekstrarskilyrði ferðaþjónustufyrirtækja hafa snarversnað undanfarin ár, ekki síst vegna hækkandi launakostnaðar og sterks gengis íslensku krónunnar sem hefur dregið verulega úr samkeppnishæfni Íslands sem áfangastaðar fyrir ferðamenn. Þetta eru þættir sem nú þegar hafa þrýst verðlagi í erlendri mynt upp úr öllu valdi. Ferðaþjónustufyrirtæki af öllum stærðum og gerðum standa þessi misserin í ströngu, allflest standa þau í hagræðingaraðgerðum, uppsögnum á starfsfólki og samþjöppun af ýmsu tagi. Gjaldþrot WOW air með tilheyrandi óvissu um framboð flugsæta til Íslands, eykur vandann og er grafalvarlegt mál fyrir fyrirtæki í ferðaþjónustu hér á landi og fyrir þjóðarbúið í heild. Þessu til viðbótar er ferðaþjónustan með erfiða kjaradeilu í fanginu, þar sem handvalin fyrirtæki eru eina skotmark verkalýðshreyfingarinnar. Við þetta tækifæri vil ég beina því til verkalýðshreyfingarinnar að áframhaldandi verkföll í ferðaþjónustu eru á þessum tímapunkti algjörlega fráleit og má í raun líkja við spark í liggjandi mann.Tapaðar gjaldeyristekjur Þrátt fyrir að önnur flugfélög nái að auka framboð af flugsætum til áfangastaðarins, til að bæta úr fækkun flugsæta vegna brotthvarfs WOW air, þá er ekki ósennilegt að erlendum ferðamönnum hér á landi muni fækka um rúmlega 300 þúsund milli ára. Þetta mun valda því að tekjur fyrirtækja í ferðaþjónustu, í verslun og annarri þjónustu og óbeinum sköttum gætu lækkað sem nemur um 80 milljörðum króna. Hér á landi starfa um 20-25 þúsund manns í ferðaþjónustu, en vöxtur í greininni hefur sannarlega runnið til launþega í landinu. Full ástæða er til að minna á að atvinnuleysi á árunum eftir hrun hvarf með vexti atvinnugreinarinnar og lífskjör hafa sjaldan verið betri. Nú er ekki rétti tíminn til óraunhæfra launahækkana sem munu eingöngu leiða til fleiri uppsagna en eru nú þegar í kortunum.Áhyggjur ferðaþjónustunnar Framundan er háannatími í ferðaþjónustu og áhyggjur þeirra sem starfa í ferðaþjónustu eru töluverðar. Á þeim tíma afla flest ef ekki öll ferðaþjónustufyrirtæki um allt land þeirra tekna sem eru grundvöllur rekstrar allt árið um kring. Verði sá framboðsskortur sem nú er að raungerast varanlegur og viðvarandi á næstu mánuðum, þá mun það verða mikið högg og fyrir sum fyrirtæki jafnvel banvænt högg.Viðbragðsáætlun fyrir ferðaþjónustu Það er því lífsnauðsynlegt fyrir atvinnugreinina að virkjuð verði sérstök viðbragðsáætlun til þess að lágmarka þann skaða sem er í uppsiglingu. Hún þarf að hafa það að megininnihaldi að leita allra leiða til að fá þau flugfélög sem þegar eru að fljúga til og frá Íslandi til að auka við flugframboð frá þeim flugvöllum erlendis, þar sem ljóst má vera að eftirspurnin er fyrir hendi. Takist það þyrfti að fara í sértækt markaðsátak á þeim svæðum sem við höfum skilgreint sem lykilmarkaði í þeim tilgangi að örva eftirspurn, bæði nú fyrir sumarið og ekki síður fyrir veturinn 2019-2020. Nú þarf að blása til sóknar. Ferðaþjónustan og stjórnvöld hafa áður sýnt hvað í þeim býr þegar áföll hafa dunið yfir og nú er einmitt tíminn til að snúa bökum saman og lágmarka skaðann. Það er þegar upp er staðið, öllum í hag.Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar.
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar