30 ára Grettis-gáta loksins leyst í Frakklandi Samúel Karl Ólason skrifar 29. mars 2019 10:56 Aðgerðarinnar hafa týnt fjölda síma upp af ströndum á svæðinu og í fyrra var síminn gerður að tákni plast-mengunar í Finistere-héraði Frakklands. Vísir/Getty Íbúar strandbæjar í norðurhluta Frakklands hafa í rúm 30 ár reynt að átta sig á því af hverju plasthlutar Garfield-síma reka reglulega þar á land. Aðgerðarinnar hafa týnt fjölda síma upp af ströndum á svæðinu og í fyrra var síminn gerður að tákni plast-mengunar í Finistere-héraði Frakklands. Garfield, sem ber íslenska nafnið Grettir, er vinsæll og appelsínugulur teiknimyndaköttur. Mikill fjöldi svona síma var framleiddur á árum áður. Heimamenn og aðrir hafa lengið talið víst að símarnir komi úr gámi sem hafi mögulega fallið af flutningaskipi. Það hefur nú verið staðfest og er búið að finna gáminn.Samkvæmt BBC mundi bóndi á svæðinu eftir því þegar hann sá hluta úr símanum fyrst í fjörunni eftir mikið óveður á níunda áratugnum. Hann grunaði meira að segja hvar gámurinn væri, þrátt fyrir að enginn gámur hafi fundist eftir margra ára leit.Samkvæmt Francetvinfo er gámurinn í helli sem ekki er hægt að fara inn í nema á fjöru. Þar fundu aðgerðarsinnarnir í Ar Vilantsou, í fylgd franskra blaðamanna, plasthluti úr símunum frægu víðs vegar um hellinn. Gámurinn sjálfur virðist þó vera grafinn undir miklu grjóti og er ómögulegt að segja hve mikið af símahlutum er enn í honum.Í samtali við AFP fréttaveituna sagði Claire Simonin, yfirmaður Ar Viltansou, að umhverfissamtökin hafi verið stofnuð fyrir átján árum og á þeim tíma hafi hlutar Garfield-síma fundist í næstum því hvert einasta sinn sem meðlimir samtakanna hreinsa fjörur Finistere.Hún sagði það hafa verið erfitt og hættulegt að fara inn í hellinn sem bóndinn benti á en strax við innganginn hafi þau fundið 23 síma í heilu lagi. Hún sagði plastið hafa verið út um allt. Þó Grettis-gátan sé nú talin leyst er mörgum spurningum ósvarað. Fabien Boileau, framkvæmdastjóri þjóðgarðsins í Finistere, segir enn ekki vitað hvað hafi gerst fyrir rúmum 30 árum síðan. Hvort gámurinn hafi fallið af skipi eða hvort gámarnir séu mögulega fleiri. Meðlimir Ar Viltansou munu halda áfram að þrífa strendur Finistere og búast við því að týna upp marga síma til viðbótar. Vous vous souvenez des téléphones #Garfield ? Après le premier article de @CaBelingard pour #AlertePollution, les langues se sont déliées et un agriculteur a permis de retrouver le conteneur échoué https://t.co/ru7MDssTCY (avec le bon @ cette fois-ci ) pic.twitter.com/q2wtgyXQKX— Thomas Baïetto (@ThomasBaietto) March 26, 2019 Frakkland Umhverfismál Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Sjá meira
Íbúar strandbæjar í norðurhluta Frakklands hafa í rúm 30 ár reynt að átta sig á því af hverju plasthlutar Garfield-síma reka reglulega þar á land. Aðgerðarinnar hafa týnt fjölda síma upp af ströndum á svæðinu og í fyrra var síminn gerður að tákni plast-mengunar í Finistere-héraði Frakklands. Garfield, sem ber íslenska nafnið Grettir, er vinsæll og appelsínugulur teiknimyndaköttur. Mikill fjöldi svona síma var framleiddur á árum áður. Heimamenn og aðrir hafa lengið talið víst að símarnir komi úr gámi sem hafi mögulega fallið af flutningaskipi. Það hefur nú verið staðfest og er búið að finna gáminn.Samkvæmt BBC mundi bóndi á svæðinu eftir því þegar hann sá hluta úr símanum fyrst í fjörunni eftir mikið óveður á níunda áratugnum. Hann grunaði meira að segja hvar gámurinn væri, þrátt fyrir að enginn gámur hafi fundist eftir margra ára leit.Samkvæmt Francetvinfo er gámurinn í helli sem ekki er hægt að fara inn í nema á fjöru. Þar fundu aðgerðarsinnarnir í Ar Vilantsou, í fylgd franskra blaðamanna, plasthluti úr símunum frægu víðs vegar um hellinn. Gámurinn sjálfur virðist þó vera grafinn undir miklu grjóti og er ómögulegt að segja hve mikið af símahlutum er enn í honum.Í samtali við AFP fréttaveituna sagði Claire Simonin, yfirmaður Ar Viltansou, að umhverfissamtökin hafi verið stofnuð fyrir átján árum og á þeim tíma hafi hlutar Garfield-síma fundist í næstum því hvert einasta sinn sem meðlimir samtakanna hreinsa fjörur Finistere.Hún sagði það hafa verið erfitt og hættulegt að fara inn í hellinn sem bóndinn benti á en strax við innganginn hafi þau fundið 23 síma í heilu lagi. Hún sagði plastið hafa verið út um allt. Þó Grettis-gátan sé nú talin leyst er mörgum spurningum ósvarað. Fabien Boileau, framkvæmdastjóri þjóðgarðsins í Finistere, segir enn ekki vitað hvað hafi gerst fyrir rúmum 30 árum síðan. Hvort gámurinn hafi fallið af skipi eða hvort gámarnir séu mögulega fleiri. Meðlimir Ar Viltansou munu halda áfram að þrífa strendur Finistere og búast við því að týna upp marga síma til viðbótar. Vous vous souvenez des téléphones #Garfield ? Après le premier article de @CaBelingard pour #AlertePollution, les langues se sont déliées et un agriculteur a permis de retrouver le conteneur échoué https://t.co/ru7MDssTCY (avec le bon @ cette fois-ci ) pic.twitter.com/q2wtgyXQKX— Thomas Baïetto (@ThomasBaietto) March 26, 2019
Frakkland Umhverfismál Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Sjá meira