Árbæingar vinna að stofnun rafíþróttadeildar innan Fylkis Kristinn Páll Teitsson skrifar 29. mars 2019 10:30 Keppt var í rafíþróttum á Reykjavíkurleikunum fyrr á þessu ári. Fréttablaðið/Ernir Íþróttafélagið Fylkir vinnur þessa dagana að því að setja upp rafíþróttadeild innan félagsins. Með því yrði Fylkir fyrsta íslenska íþróttafélagið sem kemur upp sérstakri rafíþróttadeild innan félagsins. Fyrir er Fylkir með knattspyrnudeild, handboltadeild, blakdeild, fimleikadeild og karatedeild og er markmiðið að rafíþróttadeildin verði komin á laggirnar næsta haust. Björn Gíslason, formaður aðalstjórnar Fylkis, segir að hugmyndin eigi ekki langan aðdraganda en að stjórn Fylkis sé spennt fyrir þessu verkefni. „Þetta er allt saman í undirbúningi en við vonumst til þess að starfsemin verði komin á fullt í síðasta lagi í haust. Við erum í sambandi við Rafíþróttasamtök Íslands við að koma fótum undir deildina þegar kemur að þjálfun og að setja upp aðstöðu. Það er verið að taka saman kostnaðaráætlun þar sem við þurfum að setja upp aðstöðu til að iðka rafíþróttir,“ segir Björn og heldur áfram: „Markmið okkar er að koma upp aðstöðu í Fylkisselinu þar sem við erum með fimleika og karate.“ Fordæmi eru fyrir því að íþróttalið erlendis séu með rafíþróttalið á sínum snærum. FC Kaupmannahöfn keypti á síðasta ári eitt af stærstu rafíþróttaliðum Danmerkur. „Stjórnin heillaðist af þessu, sérstaklega þegar við sjáum þróunina í þessum geira í Danmörku. Það er hröð þróun í þessum bransa, ég sótti ráðstefnu í Danmörku á dögunum þar sem ég heillaðist af þessum hugmyndum.“ Ekki er vitað til þess að fleiri lið séu að stofna rafíþróttadeild. „Ég hef heyrt af áhuga en veit ekki af öðrum félögum sem eru að stofna deild. Innan ÍTR er hins vegar áhugi á að koma að þessu. Það eru margir sem einangrast við tölvuleikjaspilun en þetta er leið til að sameina þessa hópa. Með því fá krakkar tækifæri til að spila með jafnöldrum sínum sem deila þessu áhugamáli. Okkar hugmynd er að það verði hreyfing innifalin, hver sem það verður, og að þetta verði unnið í samstarfi við frístundamiðstöðvarnar. Það verður ekki bara setið við tölvuna allan daginn.“ Ólafur Hrafn Steinarsson, formaður Rafíþróttasamtaka Íslands, tekur því fagnandi að íslensk félög séu farin að skoða þennan möguleika. „Við finnum fyrir mun meiri áhuga eftir Reykjavíkurleikana á öllum stigum samfélagsins. Ég hef rætt við fulltrúa annarra íþróttafélaga á Íslandi en Fylkir er komið hvað lengst í þessu. Okkar markmið er að skapa jákvætt umhverfi fyrir þá sem kjósa að spila tölvuleiki eins og í öðrum íþróttum. Með þessu sköpum við vettvang fyrir þá sem vilja koma saman og rækta þetta áhugamál.“ Leikjavísir Rafíþróttir Reykjavík Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport Fleiri fréttir Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri HM gæti farið úr Ally Pally Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Ekki haft tíma til að spá í EM Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Sjá meira
Íþróttafélagið Fylkir vinnur þessa dagana að því að setja upp rafíþróttadeild innan félagsins. Með því yrði Fylkir fyrsta íslenska íþróttafélagið sem kemur upp sérstakri rafíþróttadeild innan félagsins. Fyrir er Fylkir með knattspyrnudeild, handboltadeild, blakdeild, fimleikadeild og karatedeild og er markmiðið að rafíþróttadeildin verði komin á laggirnar næsta haust. Björn Gíslason, formaður aðalstjórnar Fylkis, segir að hugmyndin eigi ekki langan aðdraganda en að stjórn Fylkis sé spennt fyrir þessu verkefni. „Þetta er allt saman í undirbúningi en við vonumst til þess að starfsemin verði komin á fullt í síðasta lagi í haust. Við erum í sambandi við Rafíþróttasamtök Íslands við að koma fótum undir deildina þegar kemur að þjálfun og að setja upp aðstöðu. Það er verið að taka saman kostnaðaráætlun þar sem við þurfum að setja upp aðstöðu til að iðka rafíþróttir,“ segir Björn og heldur áfram: „Markmið okkar er að koma upp aðstöðu í Fylkisselinu þar sem við erum með fimleika og karate.“ Fordæmi eru fyrir því að íþróttalið erlendis séu með rafíþróttalið á sínum snærum. FC Kaupmannahöfn keypti á síðasta ári eitt af stærstu rafíþróttaliðum Danmerkur. „Stjórnin heillaðist af þessu, sérstaklega þegar við sjáum þróunina í þessum geira í Danmörku. Það er hröð þróun í þessum bransa, ég sótti ráðstefnu í Danmörku á dögunum þar sem ég heillaðist af þessum hugmyndum.“ Ekki er vitað til þess að fleiri lið séu að stofna rafíþróttadeild. „Ég hef heyrt af áhuga en veit ekki af öðrum félögum sem eru að stofna deild. Innan ÍTR er hins vegar áhugi á að koma að þessu. Það eru margir sem einangrast við tölvuleikjaspilun en þetta er leið til að sameina þessa hópa. Með því fá krakkar tækifæri til að spila með jafnöldrum sínum sem deila þessu áhugamáli. Okkar hugmynd er að það verði hreyfing innifalin, hver sem það verður, og að þetta verði unnið í samstarfi við frístundamiðstöðvarnar. Það verður ekki bara setið við tölvuna allan daginn.“ Ólafur Hrafn Steinarsson, formaður Rafíþróttasamtaka Íslands, tekur því fagnandi að íslensk félög séu farin að skoða þennan möguleika. „Við finnum fyrir mun meiri áhuga eftir Reykjavíkurleikana á öllum stigum samfélagsins. Ég hef rætt við fulltrúa annarra íþróttafélaga á Íslandi en Fylkir er komið hvað lengst í þessu. Okkar markmið er að skapa jákvætt umhverfi fyrir þá sem kjósa að spila tölvuleiki eins og í öðrum íþróttum. Með þessu sköpum við vettvang fyrir þá sem vilja koma saman og rækta þetta áhugamál.“
Leikjavísir Rafíþróttir Reykjavík Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport Fleiri fréttir Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri HM gæti farið úr Ally Pally Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Ekki haft tíma til að spá í EM Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Sjá meira