Íslenska, skólamálið okkar Kristján Jóhann Jónsson skrifar 29. mars 2019 07:00 Mikilvæg ráðstefna um íslenskukennslu í skólum landsins verður haldin í Hörpu 1. apríl. Þú ert vonandi búin(n) að skrá þig. Mennta- og menningarmálaráðuneytið stendur fyrir ráðstefnunni ásamt Háskóla Íslands, Háskólanum á Akureyri, Kennarasambandi Íslands og Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Vonandi hittast þar allir þeir sem hlynntir eru íslenskri tungu og menningu og vilja hag hennar sem mestan. Íslenskan er skólamálið okkar, skrifaði Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, nýlega í grein og minnti þar á mikilvægt atriði. Fyrir okkur sem á Íslandi búum og störfum er íslenska sú kennslutunga sem skilar til okkar þekkingu utan úr heimi, túlkar og kennir önnur tungumál, geymir hugsun okkar um tæknilegan og persónulegan vanda, orðar skilning okkar og gerir okkur kleift að ræða fortíð okkar og framtíð. Íslenskan er að vísu ekki sérstök að þessu leyti, nema fyrir okkur sem hér búum. Fyrir okkur er hún hins vegar jafn mikilvæg og danska fyrir Dani, norska fyrir Norðmenn, færeyska fyrir Færeyinga og hollenska fyrir Hollendinga, svo ég láti nú duga að taka dæmi frá næstu nágrönnum. Tungumál þessara þjóða eru eins og okkar þjóðtunga farvegur fyrir þroska og þekkingaröflun barna og unglinga, aðgangur að menningu og sögu fjölskyldna og ástvina og geyma tilvísanir, menningu og skilning á umhverfinu. Það getur ekkert komið í staðinn fyrir þau svo vel sé. Við þurfum að endurnýja hugsun okkar og umræðu um íslenska tungu og menningu. Við eigum kraftmikið, fallegt og dýrmætt tungumál sem við þurfum að fylgja inn í nýjan tíma og sjá til þess að fylgi okkur inn í framtíðina. Í því felst mikilvæg sérstaða okkar í heiminum. Það eru góð tíðindi að stjórnvöld skuli nú bretta upp ermar, boða til framsækinnar ráðstefnu og hafa í bígerð framhaldsumræður til að fylgja framkvæmdum eftir. Ráðstefnan Áfram íslenska – staða og framtíð íslenskukennslu í skólum landsins er spennandi tækifæri til þess að uppfæra viðhorfið til íslenskrar tungu. Hún er enn við hestaheilsu, skemmtileg, skapandi og einstök á sinn hátt. Hins vegar eru blikur á lofti og okkur er skylt að hlúa að því sem dýrmætt er í okkar samfélagi. Láttu nútímann ekki sem vind um eyrun þjóta! Hittu okkur í Hörpu til að ræða stöðu íslensku í skólum landsins.Höfundur er dósent í íslensku við Menntavísindasvið Háskóla Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Íslenska á tækniöld Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Sjá meira
Mikilvæg ráðstefna um íslenskukennslu í skólum landsins verður haldin í Hörpu 1. apríl. Þú ert vonandi búin(n) að skrá þig. Mennta- og menningarmálaráðuneytið stendur fyrir ráðstefnunni ásamt Háskóla Íslands, Háskólanum á Akureyri, Kennarasambandi Íslands og Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Vonandi hittast þar allir þeir sem hlynntir eru íslenskri tungu og menningu og vilja hag hennar sem mestan. Íslenskan er skólamálið okkar, skrifaði Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, nýlega í grein og minnti þar á mikilvægt atriði. Fyrir okkur sem á Íslandi búum og störfum er íslenska sú kennslutunga sem skilar til okkar þekkingu utan úr heimi, túlkar og kennir önnur tungumál, geymir hugsun okkar um tæknilegan og persónulegan vanda, orðar skilning okkar og gerir okkur kleift að ræða fortíð okkar og framtíð. Íslenskan er að vísu ekki sérstök að þessu leyti, nema fyrir okkur sem hér búum. Fyrir okkur er hún hins vegar jafn mikilvæg og danska fyrir Dani, norska fyrir Norðmenn, færeyska fyrir Færeyinga og hollenska fyrir Hollendinga, svo ég láti nú duga að taka dæmi frá næstu nágrönnum. Tungumál þessara þjóða eru eins og okkar þjóðtunga farvegur fyrir þroska og þekkingaröflun barna og unglinga, aðgangur að menningu og sögu fjölskyldna og ástvina og geyma tilvísanir, menningu og skilning á umhverfinu. Það getur ekkert komið í staðinn fyrir þau svo vel sé. Við þurfum að endurnýja hugsun okkar og umræðu um íslenska tungu og menningu. Við eigum kraftmikið, fallegt og dýrmætt tungumál sem við þurfum að fylgja inn í nýjan tíma og sjá til þess að fylgi okkur inn í framtíðina. Í því felst mikilvæg sérstaða okkar í heiminum. Það eru góð tíðindi að stjórnvöld skuli nú bretta upp ermar, boða til framsækinnar ráðstefnu og hafa í bígerð framhaldsumræður til að fylgja framkvæmdum eftir. Ráðstefnan Áfram íslenska – staða og framtíð íslenskukennslu í skólum landsins er spennandi tækifæri til þess að uppfæra viðhorfið til íslenskrar tungu. Hún er enn við hestaheilsu, skemmtileg, skapandi og einstök á sinn hátt. Hins vegar eru blikur á lofti og okkur er skylt að hlúa að því sem dýrmætt er í okkar samfélagi. Láttu nútímann ekki sem vind um eyrun þjóta! Hittu okkur í Hörpu til að ræða stöðu íslensku í skólum landsins.Höfundur er dósent í íslensku við Menntavísindasvið Háskóla Íslands
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun