Ingi Þór: Hjarta sigurvegarans slær enn Smári Jökull Jónsson skrifar 28. mars 2019 21:18 Ingi Þór er kominn með sitt lið í undanúrslit Dominos-deildarinnar. Vísir/Eyþór Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari KR, var afskaplega ánægður með sína menn eftir sigurinn á Keflavík í kvöld. KR tryggði sér sæti í undanúrslitum Dominos-deildarinnar með sigrinum, lokatölur 85-64. „Virkilega flottar færslur og góð vörn í seinni hálfleik, við náðum að þvinga þá í mikið af erfiðum skotum þó að þeir hafi reyndar náð sóknarfráköstum full oft að því að mér fannst. Mér fannst við vel stilltir og komum gríðarlega grimmir í seinni hálfleikinn,“ sagði Ingi Þór í viðtali við Vísi eftir leik. „Við náðum að búa til þessa forystu og það er erfitt fyrir þá að elta hér á heimavelli, verandi 2-0 undir í einvíginu. Við náðum sálfræðilegu taki þar," bætti Ingi við en KR kom muninum yfir 10 stig fljótlega í þriðja leikhluta eftir jafnan fyrri hálfleik. KR-liðið lenti í 5.sæti í deildarkeppninni og kemur síðan hingað til Keflavíkur og vinnur tvo útisigra. Þeir virðast vera að toppa á hárréttum tíma. „Við erum með mikla reynslu og marga leikmenn sem geta spilað. Ég tek hatt minn ofan fyrir þeim sem eru ekki að svitna mest hér á gólfinu. Menn eru í þessu saman og mjög einbeittir að gera allt sem þarf til að vinna. Við treystum hvor öðrum og þannig er gott lið,“ sagði Ingi Þór. KR fær nú smá hvíld fyrir undanúrslitin, væntanlega kærkomið fyrir þá enda ekki beint með yngsta hópinn í deildinni. „Hvíldin er mikilvæg og við eigum eftir að fá menn til að hjálpa okkur að ná góðri endurheimt. Við þurfum að vera skynsamir áfram. Við erum hungraðir og það sést,“ og ítrekaði að hungrið væri svo sannarlega til staðar þrátt fyrir að KR hafi unnið Íslandsmeistaratitilinn fimm ár í röð. „Það skiptir engu máli. Þú tekur ekki hjarta sigurvegarans út. Það er á sínum stað og það slær enn,“ sagði Ingi Þór að lokum. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - KR 64-85 | KR sópaði Keflvíkingum í sumarfrí KR er komið í undanúrslit Dominos-deildarinnar í körfuknattleik eftir sigur á Keflavík í þriðja leik liðanna í 8-liða úrslitum. KR sópar Keflavík úr keppni og meistarar síðustu fimm ára virðast vera að toppa á réttum tíma. 28. mars 2019 21:45 Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti Fleiri fréttir Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn Sjá meira
Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari KR, var afskaplega ánægður með sína menn eftir sigurinn á Keflavík í kvöld. KR tryggði sér sæti í undanúrslitum Dominos-deildarinnar með sigrinum, lokatölur 85-64. „Virkilega flottar færslur og góð vörn í seinni hálfleik, við náðum að þvinga þá í mikið af erfiðum skotum þó að þeir hafi reyndar náð sóknarfráköstum full oft að því að mér fannst. Mér fannst við vel stilltir og komum gríðarlega grimmir í seinni hálfleikinn,“ sagði Ingi Þór í viðtali við Vísi eftir leik. „Við náðum að búa til þessa forystu og það er erfitt fyrir þá að elta hér á heimavelli, verandi 2-0 undir í einvíginu. Við náðum sálfræðilegu taki þar," bætti Ingi við en KR kom muninum yfir 10 stig fljótlega í þriðja leikhluta eftir jafnan fyrri hálfleik. KR-liðið lenti í 5.sæti í deildarkeppninni og kemur síðan hingað til Keflavíkur og vinnur tvo útisigra. Þeir virðast vera að toppa á hárréttum tíma. „Við erum með mikla reynslu og marga leikmenn sem geta spilað. Ég tek hatt minn ofan fyrir þeim sem eru ekki að svitna mest hér á gólfinu. Menn eru í þessu saman og mjög einbeittir að gera allt sem þarf til að vinna. Við treystum hvor öðrum og þannig er gott lið,“ sagði Ingi Þór. KR fær nú smá hvíld fyrir undanúrslitin, væntanlega kærkomið fyrir þá enda ekki beint með yngsta hópinn í deildinni. „Hvíldin er mikilvæg og við eigum eftir að fá menn til að hjálpa okkur að ná góðri endurheimt. Við þurfum að vera skynsamir áfram. Við erum hungraðir og það sést,“ og ítrekaði að hungrið væri svo sannarlega til staðar þrátt fyrir að KR hafi unnið Íslandsmeistaratitilinn fimm ár í röð. „Það skiptir engu máli. Þú tekur ekki hjarta sigurvegarans út. Það er á sínum stað og það slær enn,“ sagði Ingi Þór að lokum.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - KR 64-85 | KR sópaði Keflvíkingum í sumarfrí KR er komið í undanúrslit Dominos-deildarinnar í körfuknattleik eftir sigur á Keflavík í þriðja leik liðanna í 8-liða úrslitum. KR sópar Keflavík úr keppni og meistarar síðustu fimm ára virðast vera að toppa á réttum tíma. 28. mars 2019 21:45 Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti Fleiri fréttir Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn Sjá meira
Leik lokið: Keflavík - KR 64-85 | KR sópaði Keflvíkingum í sumarfrí KR er komið í undanúrslit Dominos-deildarinnar í körfuknattleik eftir sigur á Keflavík í þriðja leik liðanna í 8-liða úrslitum. KR sópar Keflavík úr keppni og meistarar síðustu fimm ára virðast vera að toppa á réttum tíma. 28. mars 2019 21:45