Lífið eftir WOW Þórir Garðarsson skrifar 28. mars 2019 15:30 Áhrifin af erfiðleikum WOW höfðu að ýmsu leyti komið fram áður en starfsemi þess var hætt í morgun. Fjölda manns hafði áður verið sagt upp, bæði hjá félaginu og fyrirtækjum sem veita þjónustu á Keflavíkurflugvelli. Fyrir íslenska ferðaþjónustu er brotthvarf WOW slæmt högg. Það munar um minna - WOW kom með hálfa milljón erlendra ferðamanna til Íslands í fyrra. En áhugi fólks á að koma hingað minnkar ekkert þó WOW hafi hætt. Það skiptir því miklu máli að önnur flugfélög auki framboð. Sérstaklega frá Norður-Ameríku, en þar hefur WOW verið umsvifamikið. Því skyldi ekki gleyma að auk Icelandair sinna þrjú stór bandarísk flugfélög flugi hingað til lands. Þau hafa mikinn sveigjanleika, eins og Delta hefur sýnt með áþreifanlegum hætti. WOW byggði upp mikil tengsl við Kanada og ekki ólíklegt að flugfélög þar hafi áhuga á að fylla í skarðið.Lengri dvöl mildar höggið Ég benti á það í nýlegri grein hér á Vísi að áhrifaríkasta leiðin til að mæta högginu af fækkun ferðamanna væri að fá þá til að vera lengur hér á landi. Ein aukanótt jafngildir því að þeim hafi fjölgað um 15%. Það er ekki endilega allt fengið með fjöldanum einum saman. Ferðamenn sem koma hingað vegna lágra fargjalda, gista í Airbnb íbúðum og versla í matinn í stórmörkuðum skilja lítið eftir sig. En hvernig fást ferðamenn til að lengja dvölina? Fyrst og fremst þarf kostnaður þeirra hér á landi að lækka. Ísland er mjög dýrt ferðamannaland og þess vegna stytta ferðamenn dvölina. Sterk króna, hár launakostnaður og miklar álögur ríkisins ráða þar mestu. Með þeirri fækkun ferðamanna sem er yfirvofandi næstu mánuði getur verið að krónan veikist af sjálfu sér. Mikilvægt er að leyfa genginu að þróast án inngripa. Stjórnvöld ráða ferðinni Stjórnvöld þurfa síðan að hafa þannig aðkomu að kjarasamningum að launakostnaður fari ekki úr böndunum. Stjórnvöld geta einnig fellt niður gistináttagjald og gjaldtöku á ferðamannastöðum. Allt telur. Fyrir ríkissjóð er valið auðvelt, að leggja fjármuni í að halda ferðaþjónustunni gangandi eða borga jafn háar eða hærri upphæðir í atvinnuleysisbætur. Í gær sýndi ríkisvaldið með ánægjulegum hætti að skilningurinn á mikilvægi ferðaþjónustunnar hefur farið hratt vaxandi. Ráðherrar ferðamála og umhverfismála kynntu þá hvernig rúmlega 3,5 milljörðum króna verður varið á næstu þremur árum í uppbyggingu innviða og annarra verkefna á 130 fjölsóttum stöðum í náttúru Íslands og á öðrum ferðamannastöðum. Stutt er síðan kynnt var aukalegt framlag til vegagerðar um 5 milljarða króna. Höggið núna er sérstaklega slæmt fyrir þá sem missa vinnuna. En ef rétt er haldið á spöðunum þá kemur í ljós að það er líf eftir WOW.Höfundur er stjórnarformaður Gray Line. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórir Garðarsson Mest lesið Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Sjá meira
Áhrifin af erfiðleikum WOW höfðu að ýmsu leyti komið fram áður en starfsemi þess var hætt í morgun. Fjölda manns hafði áður verið sagt upp, bæði hjá félaginu og fyrirtækjum sem veita þjónustu á Keflavíkurflugvelli. Fyrir íslenska ferðaþjónustu er brotthvarf WOW slæmt högg. Það munar um minna - WOW kom með hálfa milljón erlendra ferðamanna til Íslands í fyrra. En áhugi fólks á að koma hingað minnkar ekkert þó WOW hafi hætt. Það skiptir því miklu máli að önnur flugfélög auki framboð. Sérstaklega frá Norður-Ameríku, en þar hefur WOW verið umsvifamikið. Því skyldi ekki gleyma að auk Icelandair sinna þrjú stór bandarísk flugfélög flugi hingað til lands. Þau hafa mikinn sveigjanleika, eins og Delta hefur sýnt með áþreifanlegum hætti. WOW byggði upp mikil tengsl við Kanada og ekki ólíklegt að flugfélög þar hafi áhuga á að fylla í skarðið.Lengri dvöl mildar höggið Ég benti á það í nýlegri grein hér á Vísi að áhrifaríkasta leiðin til að mæta högginu af fækkun ferðamanna væri að fá þá til að vera lengur hér á landi. Ein aukanótt jafngildir því að þeim hafi fjölgað um 15%. Það er ekki endilega allt fengið með fjöldanum einum saman. Ferðamenn sem koma hingað vegna lágra fargjalda, gista í Airbnb íbúðum og versla í matinn í stórmörkuðum skilja lítið eftir sig. En hvernig fást ferðamenn til að lengja dvölina? Fyrst og fremst þarf kostnaður þeirra hér á landi að lækka. Ísland er mjög dýrt ferðamannaland og þess vegna stytta ferðamenn dvölina. Sterk króna, hár launakostnaður og miklar álögur ríkisins ráða þar mestu. Með þeirri fækkun ferðamanna sem er yfirvofandi næstu mánuði getur verið að krónan veikist af sjálfu sér. Mikilvægt er að leyfa genginu að þróast án inngripa. Stjórnvöld ráða ferðinni Stjórnvöld þurfa síðan að hafa þannig aðkomu að kjarasamningum að launakostnaður fari ekki úr böndunum. Stjórnvöld geta einnig fellt niður gistináttagjald og gjaldtöku á ferðamannastöðum. Allt telur. Fyrir ríkissjóð er valið auðvelt, að leggja fjármuni í að halda ferðaþjónustunni gangandi eða borga jafn háar eða hærri upphæðir í atvinnuleysisbætur. Í gær sýndi ríkisvaldið með ánægjulegum hætti að skilningurinn á mikilvægi ferðaþjónustunnar hefur farið hratt vaxandi. Ráðherrar ferðamála og umhverfismála kynntu þá hvernig rúmlega 3,5 milljörðum króna verður varið á næstu þremur árum í uppbyggingu innviða og annarra verkefna á 130 fjölsóttum stöðum í náttúru Íslands og á öðrum ferðamannastöðum. Stutt er síðan kynnt var aukalegt framlag til vegagerðar um 5 milljarða króna. Höggið núna er sérstaklega slæmt fyrir þá sem missa vinnuna. En ef rétt er haldið á spöðunum þá kemur í ljós að það er líf eftir WOW.Höfundur er stjórnarformaður Gray Line.
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun