Annar heimamaðurinn fékk rassskell en hinn bauð upp á sýningu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. mars 2019 15:15 Þetta var mjög erfitt kvöld fyrir Raymond van Barneveld sem fékk skell þrátt fyrir frábæran stuðning frá löndum sínum. Getty/Dean Mouhtaropoulos Raymond Van Barneveld tókst ekki að bjarga sæti sínu í úrvalsdeildinni í pílu en áttunda kvöldið fór fram í Rotterdam í gærkvöldi og það níunda er strax í kvöld. Úrvalsdeildin í pílu var í sviðsljósinu á Stöð 2 Sport í gær og verður aftur á besta tíma á stöðinni í kvöld. Útsendingin kvöldsins hefst klukkan 19.00 á Stöð 2 Sport 2. Hollendingurinn Van Barneveld var í níunda og neðsta sæti fyrir gærkvöldið og tókst ekki að breyta því. Þvert á móti fékk heimamaðurinn 7-1 skell á móti Daryl Gurney og þetta var því mjög erfitt kvöld fyrir þessa hollensku goðsögn í píluheiminum. Tíu þúsund manns voru í salnum og flestir klæddir í appelsínugult. Í stað þess að fá sigur hjá landa sínum sem allra dreymdi um varð niðurstaðan aðeins vandræðalegt tap. „Það var erfitt að spila í þessum kringumstæðum. Barney er augljóslega goðsögn í þessari íþrótt og hann var að spila fyrir framan ótrúlega áhorfendur. Ég hafði verk að vinna og skilaði því. Þetta var ekki mitt besta en í svona leikjum skiptir það bara máli að vinna,“ sagði Daryl Gurney eftir að hafa rasskellt heimamanninn og goðsögnina Van Barneveld.ROUND-UP! Raymond van Barneveld was eliminated from the Premier League following a crushing 7-1 defeat to Daryl Gurney on a difficult night for the Dutch legend in Rotterdam. Report, quotes and images https://t.co/MYQEIBSVsnpic.twitter.com/aR05TMZRhL — PDC Darts (@OfficialPDC) March 27, 2019Van Barneveld á ekki lengur möguleika á því að bjarga sæti sínu en skorið verður niður um einn keppenda eftir níu umferðir. Raymond van Barneveld er bara með 4 stig og það eru þrjú stig í næsta mann fyrir ofan. Það er stutt á milli því níunda umferðin fer fram strax í kvöld. Van Barneveld keppir líka en getur ekki bætt stöðu sína í töflunni, aðeins reynt að bjarga heiðrinum. Sem betur fer fyrir hollensku áhorfendurna þá áttu þeir annan mann og það gekk mun betur hjá heimsmeistaranum Michael van Gerwen sem náði aftur toppsætinu eftir 7-1 sigur á Skotanum litríka Peter Wright. Van Gerwen tapaði fyrir þeim Wright og Van Barneveld á tvennukvöldunum í Rotterdam í fyrra en nú var allt annað að sjá til hans. „Það var mjög mikilvægt fyrir mig að bjóða upp á smá sýningu fyrir aðdáendurna ekki síst vegna þess hvernig þetta fór hjá mér í fyrra. Ég var mjög ánægður með að vinna þetta 7-1,“ sagði Michael van Gerwen. „Það er frábært að ná að vinna mann eins og Peter Wright 7-1. Mér líður vel og það er meira eftir á tankinum hjá mér. Það er frábær tilfinning að komast aftur upp í toppsætið,“ sagði Van Gerwen. Van Gerwen mætir umræddum landa sínum Raymond van Barneveld í uppgjöri Hollendinganna í kvöld. Það má búast við miklu stuði þegar þeir glíma fyrir framan troðfulla höll af appelsínugulum löndum sínum.Úrslitin í gærkvöldi: Michael Smith 7-5 Gerwyn Price James Wade 6-6 Dimitri Van den Bergh Rob Cross 5-7 Mensur Suljovic Michael van Gerwen 7-1 Peter Wright Raymond van Barneveld 1-7 Daryl GurneyTABLE! Michael van Gerwen back at the top of the table, and Barney's fate is sealed in Rotterdam - he is out of the Premier League. pic.twitter.com/YirNyqyzpp — PDC Darts (@OfficialPDC) March 27, 2019Staðan í deildinni: Michael van Gerwen 11 stig Rob Cross 11 stig Mensur Suljović 10 stig James Wade 9 stig Daryl Gurney 9 stig Peter Wright 8 stig Gerwyn Price 7 stig Michael Smith 7 stig Raymond van Barneveld 4 stigLeikir kvöldsins Daryl Gurney - Mensur Suljovic Peter Wright - Gerwyn Price Rob Cross - Jeffrey de Zwaan Raymond van Barneveld - Michael van Gerwen James Wade - Michael Smith Aðrar íþróttir Mest lesið Ricky Hatton dáinn Sport Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf Fleiri fréttir Í beinni: Burnley - Liverpool | Isak þarf að bíða lengur Ricky Hatton dáinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Sjá meira
Raymond Van Barneveld tókst ekki að bjarga sæti sínu í úrvalsdeildinni í pílu en áttunda kvöldið fór fram í Rotterdam í gærkvöldi og það níunda er strax í kvöld. Úrvalsdeildin í pílu var í sviðsljósinu á Stöð 2 Sport í gær og verður aftur á besta tíma á stöðinni í kvöld. Útsendingin kvöldsins hefst klukkan 19.00 á Stöð 2 Sport 2. Hollendingurinn Van Barneveld var í níunda og neðsta sæti fyrir gærkvöldið og tókst ekki að breyta því. Þvert á móti fékk heimamaðurinn 7-1 skell á móti Daryl Gurney og þetta var því mjög erfitt kvöld fyrir þessa hollensku goðsögn í píluheiminum. Tíu þúsund manns voru í salnum og flestir klæddir í appelsínugult. Í stað þess að fá sigur hjá landa sínum sem allra dreymdi um varð niðurstaðan aðeins vandræðalegt tap. „Það var erfitt að spila í þessum kringumstæðum. Barney er augljóslega goðsögn í þessari íþrótt og hann var að spila fyrir framan ótrúlega áhorfendur. Ég hafði verk að vinna og skilaði því. Þetta var ekki mitt besta en í svona leikjum skiptir það bara máli að vinna,“ sagði Daryl Gurney eftir að hafa rasskellt heimamanninn og goðsögnina Van Barneveld.ROUND-UP! Raymond van Barneveld was eliminated from the Premier League following a crushing 7-1 defeat to Daryl Gurney on a difficult night for the Dutch legend in Rotterdam. Report, quotes and images https://t.co/MYQEIBSVsnpic.twitter.com/aR05TMZRhL — PDC Darts (@OfficialPDC) March 27, 2019Van Barneveld á ekki lengur möguleika á því að bjarga sæti sínu en skorið verður niður um einn keppenda eftir níu umferðir. Raymond van Barneveld er bara með 4 stig og það eru þrjú stig í næsta mann fyrir ofan. Það er stutt á milli því níunda umferðin fer fram strax í kvöld. Van Barneveld keppir líka en getur ekki bætt stöðu sína í töflunni, aðeins reynt að bjarga heiðrinum. Sem betur fer fyrir hollensku áhorfendurna þá áttu þeir annan mann og það gekk mun betur hjá heimsmeistaranum Michael van Gerwen sem náði aftur toppsætinu eftir 7-1 sigur á Skotanum litríka Peter Wright. Van Gerwen tapaði fyrir þeim Wright og Van Barneveld á tvennukvöldunum í Rotterdam í fyrra en nú var allt annað að sjá til hans. „Það var mjög mikilvægt fyrir mig að bjóða upp á smá sýningu fyrir aðdáendurna ekki síst vegna þess hvernig þetta fór hjá mér í fyrra. Ég var mjög ánægður með að vinna þetta 7-1,“ sagði Michael van Gerwen. „Það er frábært að ná að vinna mann eins og Peter Wright 7-1. Mér líður vel og það er meira eftir á tankinum hjá mér. Það er frábær tilfinning að komast aftur upp í toppsætið,“ sagði Van Gerwen. Van Gerwen mætir umræddum landa sínum Raymond van Barneveld í uppgjöri Hollendinganna í kvöld. Það má búast við miklu stuði þegar þeir glíma fyrir framan troðfulla höll af appelsínugulum löndum sínum.Úrslitin í gærkvöldi: Michael Smith 7-5 Gerwyn Price James Wade 6-6 Dimitri Van den Bergh Rob Cross 5-7 Mensur Suljovic Michael van Gerwen 7-1 Peter Wright Raymond van Barneveld 1-7 Daryl GurneyTABLE! Michael van Gerwen back at the top of the table, and Barney's fate is sealed in Rotterdam - he is out of the Premier League. pic.twitter.com/YirNyqyzpp — PDC Darts (@OfficialPDC) March 27, 2019Staðan í deildinni: Michael van Gerwen 11 stig Rob Cross 11 stig Mensur Suljović 10 stig James Wade 9 stig Daryl Gurney 9 stig Peter Wright 8 stig Gerwyn Price 7 stig Michael Smith 7 stig Raymond van Barneveld 4 stigLeikir kvöldsins Daryl Gurney - Mensur Suljovic Peter Wright - Gerwyn Price Rob Cross - Jeffrey de Zwaan Raymond van Barneveld - Michael van Gerwen James Wade - Michael Smith
Aðrar íþróttir Mest lesið Ricky Hatton dáinn Sport Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf Fleiri fréttir Í beinni: Burnley - Liverpool | Isak þarf að bíða lengur Ricky Hatton dáinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Sjá meira