Meðlimir Sigur Rósar ákærðir fyrir skattsvik Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. mars 2019 14:26 Um ár er síðan greint var frá því að meðlimir Sigur Rósar væru grunaðir um skattsvik. Vísir/GETTY Fjórir meðlimir hljómsveitarinnar Sigur Rósar hafa verið ákærðir fyrir skattsvik, þeir Jón Þór Birgisson, Kjartan Sveinsson, Georg Holm og Orri Páll Dýrason. Þetta staðfestir Björn Þorvaldsson, saksóknari hjá embætti héraðssaksóknara, í samtali við Vísi en fyrst var greint frá málinu á vef RÚV. Rúmt ár er síðan fjölmiðlar greindu fyrst frá því að meðlimir Sigur Rósar væru grunaðir um skattsvik. Þá höfðu eignir þriggja þeirra, það er þeirra Jóns Þórs, Georgs og Orra Páls, verið kyrrsettar af sýslumanninnum á höfuðborgarsvæðinu. Í frétt RÚV segir að tónlistarmennirnir séu ákærðir fyrir að telja ekki fram tekjur eða arðgreiðslur. Þeir Jón Þór, Georg og Orri Páll eru ákærðir fyrir meiriháttar skattalagabrot fyrir að hafa staðið skil á efnislega röngum skattframtölum gjaldárin 2011 til og með 2014. Kjartan, sem hætti í Sigur Rós árið 2013, er ákærður fyrir að hafa staðið skil á efnislega röngum skattframtölum árin 2012 og 2014. Þegar fyrst var greint frá rannsókn skattrannsóknarstjóra vegna gruns um skattsvik meðlima Sigur Rósar ræddi fréttastofa við Georg Holm, bassaleikara sveitarinnar. Hann sagði málið eintómt klúður og verið væri að vinna í því laga það sem fór úrskeiðis í uppgjöri hans og þeirra Orra Páls og Jóns Þórs við skattayfirvöld. Sagði hann þremenningana hafa treyst því að endurskoðendur sem unnu fyrir þá hafi verið að vinna vinnuna sína. „Þetta er allt bara eintómt klúður. Við treystum náttúrulega fólki sem við erum að vinna með og þetta fór kannski ekki eins og það átti að vera, vinnubrögð voru kannski ekki alveg rétt og við erum búnir að vera að vinna í því að laga það undanfarið,“ sagði Georg. Í yfirlýsingu sem Sigur Rós sendi frá sér síðar sama dag og greint var frá málinu sagði að hljómsveitin hefði ekkert að fela og að hún hefði veitt skattrannsóknarstjóra allar þær upplýsingar til að greiða úr þeim málum sem þar væru til rannsóknar. Þá væri ekki ágreiningur um það af hálfu hljómsveitarinnar að framtalsgerð og skattskil hljómsveitarinnar hafi að hluta til ekki verið í réttu horfi á tímabilinu 2010 til 2014. Hefði hljómsveitin fullan skilning á rannsókn skattrannsóknarstjóra en þætti miður að ákveðið hefði verið að krefjast kyrrsetningar á eignum þeirra. „Sérstaklega vegna þess að frá upphafi hafa meðlimir hljómsveitarinnar verið samstarfsfúsir við rannsókn málsins, veitt embættinu allar þær upplýsingar sem óskað hefur verið eftir og að engin þörf hafi verið á kyrrsetningu eigna meðlima Sigur Rósar. Þetta er í samræmi við skoðun lögfræðinga Sigur Rósar hjá LOGOS lögmannsþjónustu,“ sagði í yfirlýsingu hljómsveitarinnar. Fréttin hefur verið uppfærð. Dómsmál Sigur Rós Tónlist Skattamál Sigur Rósar Tengdar fréttir Meðlimir Sigur Rósar stefna tollstjóra Þeir Georg Holm, Jón Þór Birgisson og Orri Páll Dýrason, meðlimir hljómsveitarinnar Sigur Rós, hafa stefnt tollstjóra. 16. maí 2018 10:54 Héraðssaksóknari hefur lokið rannsókn á skattamálum Sigur Rósar Ákvörðun um hvort ákært verður í málinu liggur ekki fyrir. 27. febrúar 2019 15:09 Landsréttur staðfestir kyrrsetningu á eignum Sigur Rósar Hafa eignir þeirra sætt kyrrsetningu frá því í desember í fyrra. 27. ágúst 2018 16:54 Mest lesið Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Sjá meira
Fjórir meðlimir hljómsveitarinnar Sigur Rósar hafa verið ákærðir fyrir skattsvik, þeir Jón Þór Birgisson, Kjartan Sveinsson, Georg Holm og Orri Páll Dýrason. Þetta staðfestir Björn Þorvaldsson, saksóknari hjá embætti héraðssaksóknara, í samtali við Vísi en fyrst var greint frá málinu á vef RÚV. Rúmt ár er síðan fjölmiðlar greindu fyrst frá því að meðlimir Sigur Rósar væru grunaðir um skattsvik. Þá höfðu eignir þriggja þeirra, það er þeirra Jóns Þórs, Georgs og Orra Páls, verið kyrrsettar af sýslumanninnum á höfuðborgarsvæðinu. Í frétt RÚV segir að tónlistarmennirnir séu ákærðir fyrir að telja ekki fram tekjur eða arðgreiðslur. Þeir Jón Þór, Georg og Orri Páll eru ákærðir fyrir meiriháttar skattalagabrot fyrir að hafa staðið skil á efnislega röngum skattframtölum gjaldárin 2011 til og með 2014. Kjartan, sem hætti í Sigur Rós árið 2013, er ákærður fyrir að hafa staðið skil á efnislega röngum skattframtölum árin 2012 og 2014. Þegar fyrst var greint frá rannsókn skattrannsóknarstjóra vegna gruns um skattsvik meðlima Sigur Rósar ræddi fréttastofa við Georg Holm, bassaleikara sveitarinnar. Hann sagði málið eintómt klúður og verið væri að vinna í því laga það sem fór úrskeiðis í uppgjöri hans og þeirra Orra Páls og Jóns Þórs við skattayfirvöld. Sagði hann þremenningana hafa treyst því að endurskoðendur sem unnu fyrir þá hafi verið að vinna vinnuna sína. „Þetta er allt bara eintómt klúður. Við treystum náttúrulega fólki sem við erum að vinna með og þetta fór kannski ekki eins og það átti að vera, vinnubrögð voru kannski ekki alveg rétt og við erum búnir að vera að vinna í því að laga það undanfarið,“ sagði Georg. Í yfirlýsingu sem Sigur Rós sendi frá sér síðar sama dag og greint var frá málinu sagði að hljómsveitin hefði ekkert að fela og að hún hefði veitt skattrannsóknarstjóra allar þær upplýsingar til að greiða úr þeim málum sem þar væru til rannsóknar. Þá væri ekki ágreiningur um það af hálfu hljómsveitarinnar að framtalsgerð og skattskil hljómsveitarinnar hafi að hluta til ekki verið í réttu horfi á tímabilinu 2010 til 2014. Hefði hljómsveitin fullan skilning á rannsókn skattrannsóknarstjóra en þætti miður að ákveðið hefði verið að krefjast kyrrsetningar á eignum þeirra. „Sérstaklega vegna þess að frá upphafi hafa meðlimir hljómsveitarinnar verið samstarfsfúsir við rannsókn málsins, veitt embættinu allar þær upplýsingar sem óskað hefur verið eftir og að engin þörf hafi verið á kyrrsetningu eigna meðlima Sigur Rósar. Þetta er í samræmi við skoðun lögfræðinga Sigur Rósar hjá LOGOS lögmannsþjónustu,“ sagði í yfirlýsingu hljómsveitarinnar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Dómsmál Sigur Rós Tónlist Skattamál Sigur Rósar Tengdar fréttir Meðlimir Sigur Rósar stefna tollstjóra Þeir Georg Holm, Jón Þór Birgisson og Orri Páll Dýrason, meðlimir hljómsveitarinnar Sigur Rós, hafa stefnt tollstjóra. 16. maí 2018 10:54 Héraðssaksóknari hefur lokið rannsókn á skattamálum Sigur Rósar Ákvörðun um hvort ákært verður í málinu liggur ekki fyrir. 27. febrúar 2019 15:09 Landsréttur staðfestir kyrrsetningu á eignum Sigur Rósar Hafa eignir þeirra sætt kyrrsetningu frá því í desember í fyrra. 27. ágúst 2018 16:54 Mest lesið Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Sjá meira
Meðlimir Sigur Rósar stefna tollstjóra Þeir Georg Holm, Jón Þór Birgisson og Orri Páll Dýrason, meðlimir hljómsveitarinnar Sigur Rós, hafa stefnt tollstjóra. 16. maí 2018 10:54
Héraðssaksóknari hefur lokið rannsókn á skattamálum Sigur Rósar Ákvörðun um hvort ákært verður í málinu liggur ekki fyrir. 27. febrúar 2019 15:09
Landsréttur staðfestir kyrrsetningu á eignum Sigur Rósar Hafa eignir þeirra sætt kyrrsetningu frá því í desember í fyrra. 27. ágúst 2018 16:54