Bein áhrif á 2700 farþega Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. mars 2019 10:46 Sigurður Ingi Jóhannsson að loknum ráðherrafundi í morgun. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, áætlar að fall WOW air hafi bein áhrif á um 2700 farþega. Búið er að virkja viðbragðsáætlun stjórnvalda vegna stöðunnar sem upp er komin. Í samtali við fréttastofu að loknum ráðherrafundi í Stjórnarráðinu sagði Sigurður að viðbragðsáætlun stjórnvalda felist ekki síst í því að fá önnur flugfélög til að aðstoða við flutning á strandaglópum. Þeir séu 4000 í heildina en þar af séu 1300 svokallaðir „transit-farþegar,“ því hafi örlög WOW bein áhrif á 2700 manns sem fyrr segir.Tilkynning á vef Icelandair um björgunarfargjöldin sem Sigurður vísar til.Icelandair hafi til að mynda boðið farþegum svokölluð björgunarfargjöld, auk þess sem hluti þeirra sem fastir voru á Keflavíkurflugvelli í morgun hafi fengið að fljúga með vélum félagsins. Easyjet hafi gert slíkt hið sama og segist Sigurðar búast við að fleiri flugfélög fylgi í kjölfarið. Þá sé áætlunin einnig fólgin í því að „bæta upplifun“ þeirra sem farþega sem eru fastir, sú vinna sé unnin á vegum ferðamálaráðuneytisins. Hann fór ekki nánar út í þá sálma í samtali við fréttastofu í morgun. Sigurður sagði hug ríkisstjórnarinnar ekki síst vera hjá starfsmönnum WOW air sem missa vinnuna - „og hafa unnið nótt sem nýtan dag við að bjarga félaginu,“ það hafi hins vegar verið vonbrigði að það hafi ekki tekist. Efnahagsstaðan á Íslandi sé hins vegar sterk, þó svo að það sé áskorun fólgin í þeirri stöðu sem upp sé komin „þá munum við takast á við hana,“ segir Sigurður Ingi. Alþingi Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Samgöngur WOW Air Tengdar fréttir Viðbragðsáætlun stjórnvalda hefur verið virkjuð Þetta staðfesti Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, í samtali við fréttastofu áður en ráðherrafundur hófst í Stjórnarráðshúsinu í morgun. 28. mars 2019 10:08 WOW hafi sýnt mikla ábyrgð með því að skila sjálft inn flugrekstrarleyfinu Samgöngustofa fór aldrei nærri því að grípa til aðgerða. 28. mars 2019 09:42 Aukafréttatími Stöðvar 2 í hádeginu Aukafréttatími vegna gjaldþrots WOW air verður á Stöð 2 í hádeginu. 28. mars 2019 10:11 Ráðherrar funda vegna WOW air Fundað er í stjórnarráðinu vegna tíðinda dagsins. 28. mars 2019 09:45 Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Fleiri fréttir Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, áætlar að fall WOW air hafi bein áhrif á um 2700 farþega. Búið er að virkja viðbragðsáætlun stjórnvalda vegna stöðunnar sem upp er komin. Í samtali við fréttastofu að loknum ráðherrafundi í Stjórnarráðinu sagði Sigurður að viðbragðsáætlun stjórnvalda felist ekki síst í því að fá önnur flugfélög til að aðstoða við flutning á strandaglópum. Þeir séu 4000 í heildina en þar af séu 1300 svokallaðir „transit-farþegar,“ því hafi örlög WOW bein áhrif á 2700 manns sem fyrr segir.Tilkynning á vef Icelandair um björgunarfargjöldin sem Sigurður vísar til.Icelandair hafi til að mynda boðið farþegum svokölluð björgunarfargjöld, auk þess sem hluti þeirra sem fastir voru á Keflavíkurflugvelli í morgun hafi fengið að fljúga með vélum félagsins. Easyjet hafi gert slíkt hið sama og segist Sigurðar búast við að fleiri flugfélög fylgi í kjölfarið. Þá sé áætlunin einnig fólgin í því að „bæta upplifun“ þeirra sem farþega sem eru fastir, sú vinna sé unnin á vegum ferðamálaráðuneytisins. Hann fór ekki nánar út í þá sálma í samtali við fréttastofu í morgun. Sigurður sagði hug ríkisstjórnarinnar ekki síst vera hjá starfsmönnum WOW air sem missa vinnuna - „og hafa unnið nótt sem nýtan dag við að bjarga félaginu,“ það hafi hins vegar verið vonbrigði að það hafi ekki tekist. Efnahagsstaðan á Íslandi sé hins vegar sterk, þó svo að það sé áskorun fólgin í þeirri stöðu sem upp sé komin „þá munum við takast á við hana,“ segir Sigurður Ingi.
Alþingi Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Samgöngur WOW Air Tengdar fréttir Viðbragðsáætlun stjórnvalda hefur verið virkjuð Þetta staðfesti Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, í samtali við fréttastofu áður en ráðherrafundur hófst í Stjórnarráðshúsinu í morgun. 28. mars 2019 10:08 WOW hafi sýnt mikla ábyrgð með því að skila sjálft inn flugrekstrarleyfinu Samgöngustofa fór aldrei nærri því að grípa til aðgerða. 28. mars 2019 09:42 Aukafréttatími Stöðvar 2 í hádeginu Aukafréttatími vegna gjaldþrots WOW air verður á Stöð 2 í hádeginu. 28. mars 2019 10:11 Ráðherrar funda vegna WOW air Fundað er í stjórnarráðinu vegna tíðinda dagsins. 28. mars 2019 09:45 Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Fleiri fréttir Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Sjá meira
Viðbragðsáætlun stjórnvalda hefur verið virkjuð Þetta staðfesti Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, í samtali við fréttastofu áður en ráðherrafundur hófst í Stjórnarráðshúsinu í morgun. 28. mars 2019 10:08
WOW hafi sýnt mikla ábyrgð með því að skila sjálft inn flugrekstrarleyfinu Samgöngustofa fór aldrei nærri því að grípa til aðgerða. 28. mars 2019 09:42
Aukafréttatími Stöðvar 2 í hádeginu Aukafréttatími vegna gjaldþrots WOW air verður á Stöð 2 í hádeginu. 28. mars 2019 10:11