Eins ítölsk endurkoma og þær gerast í sigri á lærisveinum Helga Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. mars 2019 13:00 Fabio Quagliarella mætti aftur eftir níu ár og skoraði tvö. vísir/getty Helgi Kolviðsson, fyrrverandi aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta, og lærisveinar hans í landsliði Lichtenstein máttu þola skell gegn Ítalíu í undankeppni EM 2020 í gærkvöldi, 6-0. Ítalska liðið komst í 2-0 á fyrsta hálftímanum en þá var komið að þætti Fabio Quagliarella sem skoraði næstu tvö mörk úr vítaspyrnum á 34. og 45. mínútu. Quagliarella varð með fyrra markinu elsti leikmaðurinn til að skora fyrir ítalska landsliðið í sögunni en hann var 36 ára og 54 daga gamall í gær. Hann bætti met Christian Panucci um tæpt ár og kom sér þannig í metabækurnar. Það var bara í síðasta leik Ítalíu á móti Finnlandi sem að Moise Kean, leikmaður Juventus, varð næst yngsti leikmaðurinn til að skora fyrir ítalska landsliðið frá upphafi og sá yngsti í 60 ár.36 & 54 - Fabio #Quagliarella (36 years and 54 days) is the oldest goalscorer in the history of Italian National team. Limitless. #ItalyLiechtenstein#Italiepic.twitter.com/IbJgOlqMpK — OptaPaolo (@OptaPaolo) March 26, 2019 Mörkin voru í raun stórmerkileg því Quagliarella hafði fyrir þessa landsleiki tvo gegn Finnlandi og Lichtenstein ekki spilað landsleik í níu ár en hann kom síðast við sögu í lok nóvember 2010 í vináttuleik á móti Rúmeníu og lagði upp mark Ítalíu í 1-1 jafntefli. Á síðustu níu árum hefur hann tvisvar sinnum verið kallaður inn í landsliðshópinn en ekkert fengið að spila. Endurkoman var því í raun eins ítölsk og þær gerast en ítalskir framherjar eru þekktir fyrir því að toppa mun seinna en aðrir. Til marks um það má benda á að Quagliarella, sem er svo það sé endurtekið, 36 ára gamall, markahæstur í ítölsku A-deildinni með 21 í 27 leikjum en hann spilar fyrir Sampdoria sem er um miðja deild. Quagliarella skoraði 19 mörk í 35 leikjum á síðustu leiktíð og tólf mörk í 37 leikjum tímabilið á undan því þannig að hann verður bara betri með aldrinum eins og gott ítalskt rauðvín. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira
Helgi Kolviðsson, fyrrverandi aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta, og lærisveinar hans í landsliði Lichtenstein máttu þola skell gegn Ítalíu í undankeppni EM 2020 í gærkvöldi, 6-0. Ítalska liðið komst í 2-0 á fyrsta hálftímanum en þá var komið að þætti Fabio Quagliarella sem skoraði næstu tvö mörk úr vítaspyrnum á 34. og 45. mínútu. Quagliarella varð með fyrra markinu elsti leikmaðurinn til að skora fyrir ítalska landsliðið í sögunni en hann var 36 ára og 54 daga gamall í gær. Hann bætti met Christian Panucci um tæpt ár og kom sér þannig í metabækurnar. Það var bara í síðasta leik Ítalíu á móti Finnlandi sem að Moise Kean, leikmaður Juventus, varð næst yngsti leikmaðurinn til að skora fyrir ítalska landsliðið frá upphafi og sá yngsti í 60 ár.36 & 54 - Fabio #Quagliarella (36 years and 54 days) is the oldest goalscorer in the history of Italian National team. Limitless. #ItalyLiechtenstein#Italiepic.twitter.com/IbJgOlqMpK — OptaPaolo (@OptaPaolo) March 26, 2019 Mörkin voru í raun stórmerkileg því Quagliarella hafði fyrir þessa landsleiki tvo gegn Finnlandi og Lichtenstein ekki spilað landsleik í níu ár en hann kom síðast við sögu í lok nóvember 2010 í vináttuleik á móti Rúmeníu og lagði upp mark Ítalíu í 1-1 jafntefli. Á síðustu níu árum hefur hann tvisvar sinnum verið kallaður inn í landsliðshópinn en ekkert fengið að spila. Endurkoman var því í raun eins ítölsk og þær gerast en ítalskir framherjar eru þekktir fyrir því að toppa mun seinna en aðrir. Til marks um það má benda á að Quagliarella, sem er svo það sé endurtekið, 36 ára gamall, markahæstur í ítölsku A-deildinni með 21 í 27 leikjum en hann spilar fyrir Sampdoria sem er um miðja deild. Quagliarella skoraði 19 mörk í 35 leikjum á síðustu leiktíð og tólf mörk í 37 leikjum tímabilið á undan því þannig að hann verður bara betri með aldrinum eins og gott ítalskt rauðvín.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira