SAF vilja að VR og Efling taki tillit til viðkvæmrar stöðu Sighvatur Arnmundsson skrifar 27. mars 2019 06:00 Formenn Eflingar og VR, Sólveig Anna Jónsdóttir og Ragnar Þór Ingólfsson, ræða málin í gær. Fréttablaðið/Anton „Okkur hefði ekkert fundist óeðlilegt að viðsemjendur okkar tækju tillit til þessarar gríðarlega viðkvæmu stöðu. Ef WOW fellur, þá er það auðvitað svakalegt högg fyrir greinina sem nú þegar er í vandræðum,“ segir Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF). Bjarnheiður segir að það væri ábyrgðarlaust að semja um einhverjar launahækkanir á þessum tímapunkti. „Ég heyri miklar áhyggjur félagsmanna í öllum geirum greinarinnar úti um allt land. Þótt verkföllin séu bundin við fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu hefur þetta áhrif á alla.“ SAF hafa reiknað út að kostnaður við hvern dag í verkfalli sé um 250 milljónir króna. „Þá erum við bara að tala um þessi fyrirtæki sem verða fyrir aðgerðunum með beinum hætti en ekki öll hliðaráhrifin,“ segir Bjarnheiður. Þau hótel sem verkföllin ná til hafa lokað fyrir bókanir á þeim dögum sem aðgerðirnar taka til. Hins vegar er hægt að bóka herbergi á ýmsum minni hótelum og í heimagistingu. Þá hafa rútufyrirtæki fellt niður ýmsar ferðir sem venjulega eru í boði. Kristófer Oliversson, framkvæmdastjóri Centerhotels, segir að komi til tveggja sólarhringa verkfalls muni það auðvitað flækja hlutina. „En við höfum enga kosti. Gestirnir eru hér á landinu og við setjum þá ekki á götuna. Ég vona að það sé ekki markmið neinna.“Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, í kröfustöðu með sínu fólki fyrir utan Hús atvinnulífsins á dögunum.vísir/vilhelmHann segir að nú sé verið að fara yfir það hvort skerða þurfi þjónustuna enn frekar frá síðasta verkfalli. „Við reynum að draga úr inn- og útritun á þessum dögum. Það er mesta vinnan í kringum það og við reynum að forðast það bara. Það var þokkalega bókað þessa daga en við verðum með færri gesti en vanalega,“ segir Kristófer. Bjarnheiður hefur ekki áhyggjur af hertri verkfallsvörslu sem boðuð hefur verið. „Okkar félagsmenn telja sig vera að fara eftir gildandi lögum og reglum þannig að ég held að menn óttist ekkert verkfallsvörsluna sem slíka.“ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir þá óvissu sem sé uppi ekki eiga að þurfa að hafa þessi miklu áhrif á kjarasamninga. „Við losnum aldrei við að gera kjarasamninga fyrir okkar fólk. Ég hefði haldið miklu frekar að til að bregðast við mögulegum óvissuþáttum og óstöðugleika væri frekar hagur SA að ganga frá gerð kjarasamninga þannig að atvinnulífið sé ekki í einhverju limbói út af því.“ Hann segist farinn að hallast að því að kerfisbundið sé reynt að tefja fyrir gerð samninga. „Við vitum það að atvinnulífið græðir hvern dag sem laun eru ekki hækkuð á meðan launafólk tapar,“ segir Ragnar Þór. Eins og SA hafi unnið hingað til hafi hann ekki trú á því að samningsvilji þeirra aukist þótt verkfallsaðgerðum yrði frestað. „Við munum ekki taka afstöðu til endurskoðunar á aðgerðum fyrr en við höfum í það minnsta eitthvað til að taka afstöðu til. Þeir vita alveg hvar þeir geta lent þessu en við fáum ekki einu sinni umræður um launaliðinn. Það er staða sem verður ekki sett á herðar neinna nema þeirra sjálfra sem kvarta hvað mest yfir stöðunni.“ Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Verkalýðsforingjar höfnuðu beiðni Samtaka atvinnulífsins um að fresta verkföllum Óþolinmæði er farið að gæta hjá verkalýðsfélögum þar sem Samtök atvinnulífsins hafa ekki lagt fram launaliðinn í kjaraviðræðunum eftir margra mánaða samningafundi 26. mars 2019 18:30 Kjaraviðræðum fram haldið í skugga óvissu um WOW air Óvissa um stöðu WOW er farin að hafa áhrif á kjaraviðræður. Fundi hjá ríkissáttasemjara var frestað í gær vegna stöðunnar en þær halda áfram í dag. Að óbreyttu verða næstu verkfallsaðgerðir Eflingar og VR næstkomandi fimmtudag og föstudag. Formaður VLFA segir launafólk ekki bera ábyrgð á stöðunni. 26. mars 2019 06:00 Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Erlent Fleiri fréttir Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Ástandið að lagast í Hvítá Kviknaði í eldhúsinnréttingu Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur við Sprengisand „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sjá meira
„Okkur hefði ekkert fundist óeðlilegt að viðsemjendur okkar tækju tillit til þessarar gríðarlega viðkvæmu stöðu. Ef WOW fellur, þá er það auðvitað svakalegt högg fyrir greinina sem nú þegar er í vandræðum,“ segir Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF). Bjarnheiður segir að það væri ábyrgðarlaust að semja um einhverjar launahækkanir á þessum tímapunkti. „Ég heyri miklar áhyggjur félagsmanna í öllum geirum greinarinnar úti um allt land. Þótt verkföllin séu bundin við fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu hefur þetta áhrif á alla.“ SAF hafa reiknað út að kostnaður við hvern dag í verkfalli sé um 250 milljónir króna. „Þá erum við bara að tala um þessi fyrirtæki sem verða fyrir aðgerðunum með beinum hætti en ekki öll hliðaráhrifin,“ segir Bjarnheiður. Þau hótel sem verkföllin ná til hafa lokað fyrir bókanir á þeim dögum sem aðgerðirnar taka til. Hins vegar er hægt að bóka herbergi á ýmsum minni hótelum og í heimagistingu. Þá hafa rútufyrirtæki fellt niður ýmsar ferðir sem venjulega eru í boði. Kristófer Oliversson, framkvæmdastjóri Centerhotels, segir að komi til tveggja sólarhringa verkfalls muni það auðvitað flækja hlutina. „En við höfum enga kosti. Gestirnir eru hér á landinu og við setjum þá ekki á götuna. Ég vona að það sé ekki markmið neinna.“Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, í kröfustöðu með sínu fólki fyrir utan Hús atvinnulífsins á dögunum.vísir/vilhelmHann segir að nú sé verið að fara yfir það hvort skerða þurfi þjónustuna enn frekar frá síðasta verkfalli. „Við reynum að draga úr inn- og útritun á þessum dögum. Það er mesta vinnan í kringum það og við reynum að forðast það bara. Það var þokkalega bókað þessa daga en við verðum með færri gesti en vanalega,“ segir Kristófer. Bjarnheiður hefur ekki áhyggjur af hertri verkfallsvörslu sem boðuð hefur verið. „Okkar félagsmenn telja sig vera að fara eftir gildandi lögum og reglum þannig að ég held að menn óttist ekkert verkfallsvörsluna sem slíka.“ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir þá óvissu sem sé uppi ekki eiga að þurfa að hafa þessi miklu áhrif á kjarasamninga. „Við losnum aldrei við að gera kjarasamninga fyrir okkar fólk. Ég hefði haldið miklu frekar að til að bregðast við mögulegum óvissuþáttum og óstöðugleika væri frekar hagur SA að ganga frá gerð kjarasamninga þannig að atvinnulífið sé ekki í einhverju limbói út af því.“ Hann segist farinn að hallast að því að kerfisbundið sé reynt að tefja fyrir gerð samninga. „Við vitum það að atvinnulífið græðir hvern dag sem laun eru ekki hækkuð á meðan launafólk tapar,“ segir Ragnar Þór. Eins og SA hafi unnið hingað til hafi hann ekki trú á því að samningsvilji þeirra aukist þótt verkfallsaðgerðum yrði frestað. „Við munum ekki taka afstöðu til endurskoðunar á aðgerðum fyrr en við höfum í það minnsta eitthvað til að taka afstöðu til. Þeir vita alveg hvar þeir geta lent þessu en við fáum ekki einu sinni umræður um launaliðinn. Það er staða sem verður ekki sett á herðar neinna nema þeirra sjálfra sem kvarta hvað mest yfir stöðunni.“
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Verkalýðsforingjar höfnuðu beiðni Samtaka atvinnulífsins um að fresta verkföllum Óþolinmæði er farið að gæta hjá verkalýðsfélögum þar sem Samtök atvinnulífsins hafa ekki lagt fram launaliðinn í kjaraviðræðunum eftir margra mánaða samningafundi 26. mars 2019 18:30 Kjaraviðræðum fram haldið í skugga óvissu um WOW air Óvissa um stöðu WOW er farin að hafa áhrif á kjaraviðræður. Fundi hjá ríkissáttasemjara var frestað í gær vegna stöðunnar en þær halda áfram í dag. Að óbreyttu verða næstu verkfallsaðgerðir Eflingar og VR næstkomandi fimmtudag og föstudag. Formaður VLFA segir launafólk ekki bera ábyrgð á stöðunni. 26. mars 2019 06:00 Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Erlent Fleiri fréttir Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Ástandið að lagast í Hvítá Kviknaði í eldhúsinnréttingu Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur við Sprengisand „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sjá meira
Verkalýðsforingjar höfnuðu beiðni Samtaka atvinnulífsins um að fresta verkföllum Óþolinmæði er farið að gæta hjá verkalýðsfélögum þar sem Samtök atvinnulífsins hafa ekki lagt fram launaliðinn í kjaraviðræðunum eftir margra mánaða samningafundi 26. mars 2019 18:30
Kjaraviðræðum fram haldið í skugga óvissu um WOW air Óvissa um stöðu WOW er farin að hafa áhrif á kjaraviðræður. Fundi hjá ríkissáttasemjara var frestað í gær vegna stöðunnar en þær halda áfram í dag. Að óbreyttu verða næstu verkfallsaðgerðir Eflingar og VR næstkomandi fimmtudag og föstudag. Formaður VLFA segir launafólk ekki bera ábyrgð á stöðunni. 26. mars 2019 06:00