Eini kosturinn í stöðunni fyrir kröfuhafa Birgir Olgeirsson skrifar 26. mars 2019 15:06 Stóra spurningin sem stendur eftir er hversu hratt þeim tekst að safna fimm milljörðum., segir greinandi hjá Capacent. Vísir/Vilhelm „Þetta var eiginlega eina sem var í boði fyrir kröfuhafa. Ef það átti að bjarga einhverju þá var það að breyta þessu í hlutafé,“ segir Snorri Jakobsson, forstöðumaður greiningardeildar Capacent, um ákvörðun kröfuhafa WOW að breyta skuldum í hlutafé í félaginu. Kröfuhafarnir hafa samþykkt að breyta skuldum í hlutafé upp á 49 prósent. Einhugur er á meðal þeirra að bjóða 51 prósenta hlut í félaginu fyrir 40 milljónir dollara, sem samsvarar um fimm milljörðum íslenskra króna.Sjá einnig: Kröfuhafi í WOW hefur mikla trú á félaginu Snorri segir að stóra spurningin sem standi eftir sé hversu hratt félaginu mun ganga að safna þessum fimm milljörðum sem vantar upp á.Snorri Jakobsson, forstöðumaður hjá Capacent.„Það þarf að gerast mjög hratt,“ segir Snorri sem býst við því að það gæti verið nú um mánaðamótin, án þess að hafa nokkuð fyrir sér í því. „Það er búið að taka tvær vélar af þeim og þeir geta ekki flogið lengur til Gatwick. En maður vonar að þetta fari allt saman vel. Þetta er skref í áttina en það á alveg eftir að loka þessu. Stóra spursmálið er hvort þeim takist það, það yrði frábær árangur hjá þeim ef þeim tekst að ná í þessa fimm milljarða. Maður vonar að þeim takist það fyrir almannahag,“ segir Snorri. Spurður hvar hægt sé að sækja fimm milljarða í dag í rekstur WOW þá býst hann við því að reynt verði að sækja þá erlendis. Hann segir það hafi ekki verið traustvekjandi að sjá hvað fjármunir úr skuldabréfaútboðinu entust stutt, staðan virtist mun verri en félagið gaf upp og langur tími samningaviðræðna við Indigo var ekki til þess fallinn að auka tiltrú. „Manni finnst það ekki sérlega traustvekjandi,“ segir Snorri. „Ég reikna með að það yrði leitað erlendis eftir fjármagni. Ég veit ekki hversu mikla lyst lífeyrissjóðirnir hafa á svona mikilli áhættufjárfestingu. Menn verða að vera alveg viðbúnir að tapa öllum fimm milljörðunum sem þeir leggja í þetta.“ Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni Viðskipti innlent Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Viðskipti innlent Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Farþegum fjölgaði um 24 í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Sjá meira
„Þetta var eiginlega eina sem var í boði fyrir kröfuhafa. Ef það átti að bjarga einhverju þá var það að breyta þessu í hlutafé,“ segir Snorri Jakobsson, forstöðumaður greiningardeildar Capacent, um ákvörðun kröfuhafa WOW að breyta skuldum í hlutafé í félaginu. Kröfuhafarnir hafa samþykkt að breyta skuldum í hlutafé upp á 49 prósent. Einhugur er á meðal þeirra að bjóða 51 prósenta hlut í félaginu fyrir 40 milljónir dollara, sem samsvarar um fimm milljörðum íslenskra króna.Sjá einnig: Kröfuhafi í WOW hefur mikla trú á félaginu Snorri segir að stóra spurningin sem standi eftir sé hversu hratt félaginu mun ganga að safna þessum fimm milljörðum sem vantar upp á.Snorri Jakobsson, forstöðumaður hjá Capacent.„Það þarf að gerast mjög hratt,“ segir Snorri sem býst við því að það gæti verið nú um mánaðamótin, án þess að hafa nokkuð fyrir sér í því. „Það er búið að taka tvær vélar af þeim og þeir geta ekki flogið lengur til Gatwick. En maður vonar að þetta fari allt saman vel. Þetta er skref í áttina en það á alveg eftir að loka þessu. Stóra spursmálið er hvort þeim takist það, það yrði frábær árangur hjá þeim ef þeim tekst að ná í þessa fimm milljarða. Maður vonar að þeim takist það fyrir almannahag,“ segir Snorri. Spurður hvar hægt sé að sækja fimm milljarða í dag í rekstur WOW þá býst hann við því að reynt verði að sækja þá erlendis. Hann segir það hafi ekki verið traustvekjandi að sjá hvað fjármunir úr skuldabréfaútboðinu entust stutt, staðan virtist mun verri en félagið gaf upp og langur tími samningaviðræðna við Indigo var ekki til þess fallinn að auka tiltrú. „Manni finnst það ekki sérlega traustvekjandi,“ segir Snorri. „Ég reikna með að það yrði leitað erlendis eftir fjármagni. Ég veit ekki hversu mikla lyst lífeyrissjóðirnir hafa á svona mikilli áhættufjárfestingu. Menn verða að vera alveg viðbúnir að tapa öllum fimm milljörðunum sem þeir leggja í þetta.“
Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni Viðskipti innlent Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Viðskipti innlent Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Farþegum fjölgaði um 24 í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Sjá meira
AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent
AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent