Skúli bjartsýnn á framhaldið Nadine Guðrún Yaghi og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 26. mars 2019 14:59 Skúli Mogensen, forstjóri og stofnandi WOW air, er bjartsýnn á framhald félagsins. Vísir/vilhelm Það var gott hljóð í Skúla Mogensen, forstjóra og stofnanda WOW air, þegar fréttastofan náði tali af honum í höfuðstöðvum WOW air nú á þriðja tímanum í dag. Ekki er annað á honum að heyra en að hann sé bjartsýnn á framhaldið. Hann segir að starfsmenn muni fá útborgað um næstu mánaðamót, það sé óhætt að kaupa sér flugmiða með félaginu og að viðræður séu í fullum gangi við mögulega fjárfesta sem séu bæði innlendir og erlendir. Greint var frá því í dag að kröfuhafar WOW air hafi samþykkt að breyta skuldabréfum sínum í hlutafé og að formlegar viðræður væru hafnar við fjárfesta um mögulega aðkomu þeirra að rekstri WOW air. „Staðan er nokkuð góð eftir fréttir dagsins þar sem við vorum að tilkynna að skuldabréfaeigendur hafa samþykkt að breyta kröfum sínum í hlutabréf í félaginu. Þar með erum við að styrkja félagið allverulega þannig að það er jákvætt skref í rétta átt,“ segir Skúli. Aðspurður hvort hann hefði alltaf verið viss um að þetta myndi ganga segist Skúli vera bjartsýnn að eðlisfari. „En umfram allt hef ég átt í mjög góðum samskiptum við breiðan hóp fjárfesta og þar með talið marga af skuldabréfaeigendum okkar. Þeir sjá tækifæri í stöðunni þannig að ég fagna þessu.“ Skúli segir að félagið eigi nú í viðræðum við fjöldann allan af fjárfestum, bæði innlendum og erlendum, þar með talið íslenska lífeyrissjóði. Hann segir að það sé rétt sem fram hefur komið í fjölmiðlum að um fimm milljarða króna vanti inn í WOW air til að tryggja framtíð þess. Þá segir Skúli heildarendurskipulagningu WOW air ekki ljúka fyrr en félagið fái inn aukafjárfesta. Ekki séu nein skýr tímamörk varðandi það hvenær fjármögnun verði að ljúka, til að mynda hvað varðar Samgöngustofu og flugrekstrarleyfi félagsins. „Það eru engin skýr tímamörk önnur en þau að að sjálfsögðu upplýsum við stjórnsýsluna, Samgöngustofu, ISAVIA, og svo framvegis, höfum unnið mjög náið með öllum aðilum og ráðuneytum í allan vetur og höldum því áfram. Þannig að þau eru mjög vel upplýst og á meðan við erum með plan í gangi og flugöryggi er tryggt þá er það klárlega allra hagur að þetta takist,“ segir Skúli.Viðtalið við Skúla má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.Fréttin hefur verið uppfærð. Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Sjö af stærstu lífeyrissjóðum landsins tóku ekki þátt í skuldabréfaútboðinu Skúli segir að rætt verði við alla líklega fjárfesta, þar á meðal lífeyrissjóði. 26. mars 2019 15:42 Eini kosturinn í stöðunni fyrir kröfuhafa Stóra spurningin sem stendur eftir er hversu hratt þeim tekst að safna fimm milljörðum. 26. mars 2019 15:06 Kröfuhafi í WOW hefur mikla trú á félaginu Forstjóri Airport Associates segist styðja Skúla áfram sem forstjóra. 26. mars 2019 13:45 Mest lesið Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Atvinnulíf Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Viðskipti innlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Viðskipti innlent Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Viðskipti innlent Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Viðskipti innlent Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Viðskipti innlent Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Viðskipti innlent Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Fleiri fréttir Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Sjá meira
Það var gott hljóð í Skúla Mogensen, forstjóra og stofnanda WOW air, þegar fréttastofan náði tali af honum í höfuðstöðvum WOW air nú á þriðja tímanum í dag. Ekki er annað á honum að heyra en að hann sé bjartsýnn á framhaldið. Hann segir að starfsmenn muni fá útborgað um næstu mánaðamót, það sé óhætt að kaupa sér flugmiða með félaginu og að viðræður séu í fullum gangi við mögulega fjárfesta sem séu bæði innlendir og erlendir. Greint var frá því í dag að kröfuhafar WOW air hafi samþykkt að breyta skuldabréfum sínum í hlutafé og að formlegar viðræður væru hafnar við fjárfesta um mögulega aðkomu þeirra að rekstri WOW air. „Staðan er nokkuð góð eftir fréttir dagsins þar sem við vorum að tilkynna að skuldabréfaeigendur hafa samþykkt að breyta kröfum sínum í hlutabréf í félaginu. Þar með erum við að styrkja félagið allverulega þannig að það er jákvætt skref í rétta átt,“ segir Skúli. Aðspurður hvort hann hefði alltaf verið viss um að þetta myndi ganga segist Skúli vera bjartsýnn að eðlisfari. „En umfram allt hef ég átt í mjög góðum samskiptum við breiðan hóp fjárfesta og þar með talið marga af skuldabréfaeigendum okkar. Þeir sjá tækifæri í stöðunni þannig að ég fagna þessu.“ Skúli segir að félagið eigi nú í viðræðum við fjöldann allan af fjárfestum, bæði innlendum og erlendum, þar með talið íslenska lífeyrissjóði. Hann segir að það sé rétt sem fram hefur komið í fjölmiðlum að um fimm milljarða króna vanti inn í WOW air til að tryggja framtíð þess. Þá segir Skúli heildarendurskipulagningu WOW air ekki ljúka fyrr en félagið fái inn aukafjárfesta. Ekki séu nein skýr tímamörk varðandi það hvenær fjármögnun verði að ljúka, til að mynda hvað varðar Samgöngustofu og flugrekstrarleyfi félagsins. „Það eru engin skýr tímamörk önnur en þau að að sjálfsögðu upplýsum við stjórnsýsluna, Samgöngustofu, ISAVIA, og svo framvegis, höfum unnið mjög náið með öllum aðilum og ráðuneytum í allan vetur og höldum því áfram. Þannig að þau eru mjög vel upplýst og á meðan við erum með plan í gangi og flugöryggi er tryggt þá er það klárlega allra hagur að þetta takist,“ segir Skúli.Viðtalið við Skúla má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.Fréttin hefur verið uppfærð.
Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Sjö af stærstu lífeyrissjóðum landsins tóku ekki þátt í skuldabréfaútboðinu Skúli segir að rætt verði við alla líklega fjárfesta, þar á meðal lífeyrissjóði. 26. mars 2019 15:42 Eini kosturinn í stöðunni fyrir kröfuhafa Stóra spurningin sem stendur eftir er hversu hratt þeim tekst að safna fimm milljörðum. 26. mars 2019 15:06 Kröfuhafi í WOW hefur mikla trú á félaginu Forstjóri Airport Associates segist styðja Skúla áfram sem forstjóra. 26. mars 2019 13:45 Mest lesið Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Atvinnulíf Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Viðskipti innlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Viðskipti innlent Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Viðskipti innlent Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Viðskipti innlent Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Viðskipti innlent Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Viðskipti innlent Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Fleiri fréttir Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Sjá meira
Sjö af stærstu lífeyrissjóðum landsins tóku ekki þátt í skuldabréfaútboðinu Skúli segir að rætt verði við alla líklega fjárfesta, þar á meðal lífeyrissjóði. 26. mars 2019 15:42
Eini kosturinn í stöðunni fyrir kröfuhafa Stóra spurningin sem stendur eftir er hversu hratt þeim tekst að safna fimm milljörðum. 26. mars 2019 15:06
Kröfuhafi í WOW hefur mikla trú á félaginu Forstjóri Airport Associates segist styðja Skúla áfram sem forstjóra. 26. mars 2019 13:45