Árlegt eftirlit með fjárhag flugfélaga getur orðið viðvarandi Sighvatur Jónsson skrifar 26. mars 2019 12:30 Björgólfur Jóhannsson, fyrrverandi forstjóri Icelandair Group, gagnrýnir Samgöngustofu vegna eftirlits með WOW air. Vísir/Vilhelm Samskiptastjóri Samgöngustofu segir að eftirlit með flugfélögum geti tekið breytingum eftir aðstæðum. Árlegt eftirlit með fjárhag flugfélaga til að tryggja flugöryggi geti orðið viðvarandi ef þörf krefur. Björgólfur Jóhannsson, fyrrverandi forstjóri Icelandair Group, gagnrýndi í Bítinu á Bylgjunni í morgun að Samgöngustofa hafi ekki sinnt eftirlitsskyldu sinni gagnvart WOW air. Vísaði Björgólfur þar til upplýsinga sem hafa birst í fjölmiðlum um 22 milljarða króna taprekstur WOW air á síðasta ári. Björgólfur nefndi sem dæmi að bresk flugmálayfirvöld hafi svipt breska flugfélagið Monarch Airlines flugrekstrarleyfi fyrir tæpum tveimur árum eftir að skoðun leiddi í ljós að félagið hafði ekki fjármagn til að standa undir skuldbindingum sínum. Þórhildur Elín Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu, segist ekki geta veitt upplýsingar um málefni einstakra flugfélaga. Höfuðmarkmið fjárhagslegs eftirlits stofnunarinnar með flugfélögum sé flugöryggi. „Það hefur aldrei borið nokkurn skugga á flugöryggi og það er það sem við horfum á,“ segir Þórhildur Elín vegna frétta af óvissu um stöðu WOW air. „Fjárhagslega eftirlitið getur tekið breytingum á breytingatímum og orðið umfangsmeira heldur en þegar rekstur er með venjubundnari hætti.“ Aðspurð hvort eftirlit með fjárhag flugfélags geti orðið daglegt í ákveðnum tilfellum segir hún að það geti tekið breytingum eftir aðstæðum. „Samkvæmt reglugerðinni er árlegt eftirlit að minnsta kosti en það getur orðið mun tíðara. Það getur orðið viðvarandi ef aðstæður eru með þeim hætti.“ Þórhildur Elín segir að eftirlit með fjárhag flugfélaga til að tryggja flugöryggi geti verið mjög ítarlegt. „Það fer eftir þeim aðstæðum sem uppi eru hverju sinni, hvort það eru breytingar á rekstri, endurskipulagningar á rekstri eða annað slíkt.“ Bítið Fréttir af flugi Samgöngur WOW Air Mest lesið Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Atvinnulíf Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Viðskipti innlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Viðskipti innlent Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Viðskipti innlent Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Viðskipti innlent Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Viðskipti innlent Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Viðskipti innlent Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Fleiri fréttir Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Sjá meira
Samskiptastjóri Samgöngustofu segir að eftirlit með flugfélögum geti tekið breytingum eftir aðstæðum. Árlegt eftirlit með fjárhag flugfélaga til að tryggja flugöryggi geti orðið viðvarandi ef þörf krefur. Björgólfur Jóhannsson, fyrrverandi forstjóri Icelandair Group, gagnrýndi í Bítinu á Bylgjunni í morgun að Samgöngustofa hafi ekki sinnt eftirlitsskyldu sinni gagnvart WOW air. Vísaði Björgólfur þar til upplýsinga sem hafa birst í fjölmiðlum um 22 milljarða króna taprekstur WOW air á síðasta ári. Björgólfur nefndi sem dæmi að bresk flugmálayfirvöld hafi svipt breska flugfélagið Monarch Airlines flugrekstrarleyfi fyrir tæpum tveimur árum eftir að skoðun leiddi í ljós að félagið hafði ekki fjármagn til að standa undir skuldbindingum sínum. Þórhildur Elín Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu, segist ekki geta veitt upplýsingar um málefni einstakra flugfélaga. Höfuðmarkmið fjárhagslegs eftirlits stofnunarinnar með flugfélögum sé flugöryggi. „Það hefur aldrei borið nokkurn skugga á flugöryggi og það er það sem við horfum á,“ segir Þórhildur Elín vegna frétta af óvissu um stöðu WOW air. „Fjárhagslega eftirlitið getur tekið breytingum á breytingatímum og orðið umfangsmeira heldur en þegar rekstur er með venjubundnari hætti.“ Aðspurð hvort eftirlit með fjárhag flugfélags geti orðið daglegt í ákveðnum tilfellum segir hún að það geti tekið breytingum eftir aðstæðum. „Samkvæmt reglugerðinni er árlegt eftirlit að minnsta kosti en það getur orðið mun tíðara. Það getur orðið viðvarandi ef aðstæður eru með þeim hætti.“ Þórhildur Elín segir að eftirlit með fjárhag flugfélaga til að tryggja flugöryggi geti verið mjög ítarlegt. „Það fer eftir þeim aðstæðum sem uppi eru hverju sinni, hvort það eru breytingar á rekstri, endurskipulagningar á rekstri eða annað slíkt.“
Bítið Fréttir af flugi Samgöngur WOW Air Mest lesið Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Atvinnulíf Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Viðskipti innlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Viðskipti innlent Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Viðskipti innlent Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Viðskipti innlent Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Viðskipti innlent Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Viðskipti innlent Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Fleiri fréttir Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Sjá meira