Gylfi: Frakkar 3-4 númerum of stórir Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. mars 2019 22:20 „Þetta var erfiður leikur eins og við vissum. Við vorum örugglega að spila á móti besta liði heims. Þeir búa yfir miklum gæðum og þeir spila vel saman. Sóknin þeirra er frábær,“ sagði Gylfi Þór Sigurðsson í samtali við Vísi eftir 4-0 tap fyrir Frakklandi á Stade de France í kvöld. Frakkar komust yfir á 12. mínútu og staðan var 1-0 þar til 22 mínútur voru til leiksloka. Þá skoraði Olivier Giroud annað mark heimamanna og þeir bættu svo tveimur mörkum við undir lokin. „Það var mjög svekkjandi að fá á sig mark eftir fast leikatriði. Við erum mjög ósáttir við það en þeir fengu það mörg færi að þeir hefðu getað skorað á annan hátt,“ sagði Gylfi. „Staðan var 1-0 og við ætluðum að reyna að halda henni þannig. Í stöðunni 2-0 þurftum við að taka áhættu og þeir eru duglegir að refsa.“ Frakkar einokuðu boltann í leiknum og þegar Íslendingar unnu hann töpuðu þeir honum fljótt aftur. „Mjög illa,“ sagði Gylfi, aðspurður um hvernig íslenska liðinu hefði gengið að halda boltanum í leiknum. „Við vorum mjög aftarlega og þegar við unnum boltann voru fáir frammi. Við vorum ekki með neina kantmenn í dag og það var því erfitt fyrir mig og Albert [Guðmundsson] að halda boltanum. Spilið var langt frá því að vera nógu gott.“ Gylfi lék í fremstu víglínu í leiknum í dag. En hefði hann viljað leika á miðjunni? „Já og nei. Ég er sáttur í báðum stöðum. Ég hefði kannski verið meira í boltanum ef ég hefði verið aftar. En við vorum það lítið með boltann að ég held að það hafi ekki skipt máli,“ sagði Gylfi. Hann segir að franska liðið hafi einfaldlega verið miklu sterkara í leiknum í dag. „Þeir voru svona 3-4 númerum of stórir. Þeir eru örugglega besta lið heims í dag ásamt Belgum. Þetta var kannski ekki leikurinn sem við bjuggumst við að fá þrjú stig en heimaleikurinn gegn þeim skiptir meira máli. Við erum mjög svekktir með úrslitin og frammistöðuna,“ sagði Gylfi að lokum. EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Einkunnir Íslands: Strákarnir sáu aldrei til sólar Ísland átti sér aldrei viðreisnar von gegn heimsmeisturunum. 25. mars 2019 21:35 Aron Einar: Illa tapað hjá okkur Aron Einar Gunnarsson var svekktur eftir leik Íslands og Frakklands á Stade de France í undankeppni EM 2020 í kvöld og sagði íslenska liðið hafa tapað illa. 25. mars 2019 21:58 Hamren: Þeir skoruðu of mikið Landsliðsþjálfari Íslands, Erik Hamrén, hrósaði Frökkum fyrir góða frammistöðu í 4-0 sigri á Íslandi í undankeppni EM 2020 í kvöld. Hann sagði hausinn hafa farið hjá íslenska liðinu eftir annað mark Frakka. 25. mars 2019 22:12 Leik lokið: Frakkland - Ísland 4-0│Heimsmeistararnir of sterkir fyrir íslensku strákana Heimsmeistarar Frakka sýndu allar sínu bestu hliðar í dag og fóru illa með Íslendinga á Stade de France. 25. mars 2019 22:45 Albert: Maður ber kannski ómeðvitað of mikla virðingu fyrir þeim Albert var með sprækari mönnum í kvöld. 25. mars 2019 22:07 Twitter yfir Frakkaleiknum: Gítarleikarinn Birkir Már, Isak úr Skam og nunnur Íslenska þjóðin tjáði sig á Twitter. 25. mars 2019 21:53 Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Handbolti Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Fótbolti Fleiri fréttir Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Sjá meira
„Þetta var erfiður leikur eins og við vissum. Við vorum örugglega að spila á móti besta liði heims. Þeir búa yfir miklum gæðum og þeir spila vel saman. Sóknin þeirra er frábær,“ sagði Gylfi Þór Sigurðsson í samtali við Vísi eftir 4-0 tap fyrir Frakklandi á Stade de France í kvöld. Frakkar komust yfir á 12. mínútu og staðan var 1-0 þar til 22 mínútur voru til leiksloka. Þá skoraði Olivier Giroud annað mark heimamanna og þeir bættu svo tveimur mörkum við undir lokin. „Það var mjög svekkjandi að fá á sig mark eftir fast leikatriði. Við erum mjög ósáttir við það en þeir fengu það mörg færi að þeir hefðu getað skorað á annan hátt,“ sagði Gylfi. „Staðan var 1-0 og við ætluðum að reyna að halda henni þannig. Í stöðunni 2-0 þurftum við að taka áhættu og þeir eru duglegir að refsa.“ Frakkar einokuðu boltann í leiknum og þegar Íslendingar unnu hann töpuðu þeir honum fljótt aftur. „Mjög illa,“ sagði Gylfi, aðspurður um hvernig íslenska liðinu hefði gengið að halda boltanum í leiknum. „Við vorum mjög aftarlega og þegar við unnum boltann voru fáir frammi. Við vorum ekki með neina kantmenn í dag og það var því erfitt fyrir mig og Albert [Guðmundsson] að halda boltanum. Spilið var langt frá því að vera nógu gott.“ Gylfi lék í fremstu víglínu í leiknum í dag. En hefði hann viljað leika á miðjunni? „Já og nei. Ég er sáttur í báðum stöðum. Ég hefði kannski verið meira í boltanum ef ég hefði verið aftar. En við vorum það lítið með boltann að ég held að það hafi ekki skipt máli,“ sagði Gylfi. Hann segir að franska liðið hafi einfaldlega verið miklu sterkara í leiknum í dag. „Þeir voru svona 3-4 númerum of stórir. Þeir eru örugglega besta lið heims í dag ásamt Belgum. Þetta var kannski ekki leikurinn sem við bjuggumst við að fá þrjú stig en heimaleikurinn gegn þeim skiptir meira máli. Við erum mjög svekktir með úrslitin og frammistöðuna,“ sagði Gylfi að lokum.
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Einkunnir Íslands: Strákarnir sáu aldrei til sólar Ísland átti sér aldrei viðreisnar von gegn heimsmeisturunum. 25. mars 2019 21:35 Aron Einar: Illa tapað hjá okkur Aron Einar Gunnarsson var svekktur eftir leik Íslands og Frakklands á Stade de France í undankeppni EM 2020 í kvöld og sagði íslenska liðið hafa tapað illa. 25. mars 2019 21:58 Hamren: Þeir skoruðu of mikið Landsliðsþjálfari Íslands, Erik Hamrén, hrósaði Frökkum fyrir góða frammistöðu í 4-0 sigri á Íslandi í undankeppni EM 2020 í kvöld. Hann sagði hausinn hafa farið hjá íslenska liðinu eftir annað mark Frakka. 25. mars 2019 22:12 Leik lokið: Frakkland - Ísland 4-0│Heimsmeistararnir of sterkir fyrir íslensku strákana Heimsmeistarar Frakka sýndu allar sínu bestu hliðar í dag og fóru illa með Íslendinga á Stade de France. 25. mars 2019 22:45 Albert: Maður ber kannski ómeðvitað of mikla virðingu fyrir þeim Albert var með sprækari mönnum í kvöld. 25. mars 2019 22:07 Twitter yfir Frakkaleiknum: Gítarleikarinn Birkir Már, Isak úr Skam og nunnur Íslenska þjóðin tjáði sig á Twitter. 25. mars 2019 21:53 Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Handbolti Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Fótbolti Fleiri fréttir Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Sjá meira
Einkunnir Íslands: Strákarnir sáu aldrei til sólar Ísland átti sér aldrei viðreisnar von gegn heimsmeisturunum. 25. mars 2019 21:35
Aron Einar: Illa tapað hjá okkur Aron Einar Gunnarsson var svekktur eftir leik Íslands og Frakklands á Stade de France í undankeppni EM 2020 í kvöld og sagði íslenska liðið hafa tapað illa. 25. mars 2019 21:58
Hamren: Þeir skoruðu of mikið Landsliðsþjálfari Íslands, Erik Hamrén, hrósaði Frökkum fyrir góða frammistöðu í 4-0 sigri á Íslandi í undankeppni EM 2020 í kvöld. Hann sagði hausinn hafa farið hjá íslenska liðinu eftir annað mark Frakka. 25. mars 2019 22:12
Leik lokið: Frakkland - Ísland 4-0│Heimsmeistararnir of sterkir fyrir íslensku strákana Heimsmeistarar Frakka sýndu allar sínu bestu hliðar í dag og fóru illa með Íslendinga á Stade de France. 25. mars 2019 22:45
Albert: Maður ber kannski ómeðvitað of mikla virðingu fyrir þeim Albert var með sprækari mönnum í kvöld. 25. mars 2019 22:07
Twitter yfir Frakkaleiknum: Gítarleikarinn Birkir Már, Isak úr Skam og nunnur Íslenska þjóðin tjáði sig á Twitter. 25. mars 2019 21:53