Aron Einar: Illa tapað hjá okkur Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 25. mars 2019 21:58 Aron Einar Gunnarsson var svekktur eftir leik Íslands og Frakklands á Stade de France í undankeppni EM 2020 í kvöld og sagði íslenska liðið hafa tapað illa. „Við bárum of mikla virðingu fyrir þeim, fannst mér,“ sagði landsliðsfyrirliðinn við Eirík Stefán Ásgeirsson í leikslok í kvöld. „Við komumst varla nálægt þeim en vorum að loka ágætlega á þá í fyrri hálfleik. Svo kemur þessi fyrirgjöf, við erum nú ekki vanir að fá á okkur mörk úr því.“ „Þetta var illa tapað hjá okkur og svekkjandi 4-0 tap fannst mér.“ Íslenska liðið spilaði vörnina ágætlega í fyrri hálfleik en leikur liðsins hrundi í seinni hálfleik, sérstaklega eftir annað mark Frakka. „Seinni hálfleikurinn var bara eins og fyrri hálfleikurinn á EM [í 8-liða úrslitunum á EM 2016 þegar Ísland tapaði 5-2]. Þeir komust á bak við okkur trekk í trekk og við vorum of opnir.“ „Við fórum úr okkar skipulagi í seinni hálfleik, kannski eðlilega þar sem við vorum að tapa, en við hefðum átt að halda skipulaginu aðeins betur fannst mér.“ Átti íslenska liðið mikið inni í þessum leik? „Já, við eigum mikið inni.“ „Ég hata að tapa, strákarnir líka, og þar af leiðandi er maður svekktur þrátt fyrir að þetta séu heimsmeistararnir á heimavelli og allt það.“ „Uppleggið var fínt. Auðvitað voru þeir meira með boltann og allt það, svekkjandi að fá á okkur mark úr seinni bylgju eftir hornspyrnu þar sem kross kemur fyrir og hann kemst á milli okkar.“ Næstu þrír leikir Íslands eru allir á heimavelli eftir tvo útileiki. Íslenska liðið þarf níu stig úr þeim leikjum til þess að gera alvöru atlögu að sæti á EM. „Það eru gríðarlega mikilvægir leikir í sumar, við viljum gera Laugardalsvöll aftur að vígi og þar líður okkur vel. En við þurfum að ná upp stemningu aftur. Þetta var svekkjandi en bara upp með kassann eins og gamla góða tuggan segir.“ EM 2020 í fótbolta Mest lesið Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Segir sitt fyrrum lið í krísu Enski boltinn Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Dagskráin í dag: VARsjáin, Lokasóknin, íslenskur körfubolti og margt fleira Sport Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Fleiri fréttir Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Sjá meira
Aron Einar Gunnarsson var svekktur eftir leik Íslands og Frakklands á Stade de France í undankeppni EM 2020 í kvöld og sagði íslenska liðið hafa tapað illa. „Við bárum of mikla virðingu fyrir þeim, fannst mér,“ sagði landsliðsfyrirliðinn við Eirík Stefán Ásgeirsson í leikslok í kvöld. „Við komumst varla nálægt þeim en vorum að loka ágætlega á þá í fyrri hálfleik. Svo kemur þessi fyrirgjöf, við erum nú ekki vanir að fá á okkur mörk úr því.“ „Þetta var illa tapað hjá okkur og svekkjandi 4-0 tap fannst mér.“ Íslenska liðið spilaði vörnina ágætlega í fyrri hálfleik en leikur liðsins hrundi í seinni hálfleik, sérstaklega eftir annað mark Frakka. „Seinni hálfleikurinn var bara eins og fyrri hálfleikurinn á EM [í 8-liða úrslitunum á EM 2016 þegar Ísland tapaði 5-2]. Þeir komust á bak við okkur trekk í trekk og við vorum of opnir.“ „Við fórum úr okkar skipulagi í seinni hálfleik, kannski eðlilega þar sem við vorum að tapa, en við hefðum átt að halda skipulaginu aðeins betur fannst mér.“ Átti íslenska liðið mikið inni í þessum leik? „Já, við eigum mikið inni.“ „Ég hata að tapa, strákarnir líka, og þar af leiðandi er maður svekktur þrátt fyrir að þetta séu heimsmeistararnir á heimavelli og allt það.“ „Uppleggið var fínt. Auðvitað voru þeir meira með boltann og allt það, svekkjandi að fá á okkur mark úr seinni bylgju eftir hornspyrnu þar sem kross kemur fyrir og hann kemst á milli okkar.“ Næstu þrír leikir Íslands eru allir á heimavelli eftir tvo útileiki. Íslenska liðið þarf níu stig úr þeim leikjum til þess að gera alvöru atlögu að sæti á EM. „Það eru gríðarlega mikilvægir leikir í sumar, við viljum gera Laugardalsvöll aftur að vígi og þar líður okkur vel. En við þurfum að ná upp stemningu aftur. Þetta var svekkjandi en bara upp með kassann eins og gamla góða tuggan segir.“
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Segir sitt fyrrum lið í krísu Enski boltinn Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Dagskráin í dag: VARsjáin, Lokasóknin, íslenskur körfubolti og margt fleira Sport Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Fleiri fréttir Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Sjá meira