Aron Einar: Illa tapað hjá okkur Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 25. mars 2019 21:58 Aron Einar Gunnarsson var svekktur eftir leik Íslands og Frakklands á Stade de France í undankeppni EM 2020 í kvöld og sagði íslenska liðið hafa tapað illa. „Við bárum of mikla virðingu fyrir þeim, fannst mér,“ sagði landsliðsfyrirliðinn við Eirík Stefán Ásgeirsson í leikslok í kvöld. „Við komumst varla nálægt þeim en vorum að loka ágætlega á þá í fyrri hálfleik. Svo kemur þessi fyrirgjöf, við erum nú ekki vanir að fá á okkur mörk úr því.“ „Þetta var illa tapað hjá okkur og svekkjandi 4-0 tap fannst mér.“ Íslenska liðið spilaði vörnina ágætlega í fyrri hálfleik en leikur liðsins hrundi í seinni hálfleik, sérstaklega eftir annað mark Frakka. „Seinni hálfleikurinn var bara eins og fyrri hálfleikurinn á EM [í 8-liða úrslitunum á EM 2016 þegar Ísland tapaði 5-2]. Þeir komust á bak við okkur trekk í trekk og við vorum of opnir.“ „Við fórum úr okkar skipulagi í seinni hálfleik, kannski eðlilega þar sem við vorum að tapa, en við hefðum átt að halda skipulaginu aðeins betur fannst mér.“ Átti íslenska liðið mikið inni í þessum leik? „Já, við eigum mikið inni.“ „Ég hata að tapa, strákarnir líka, og þar af leiðandi er maður svekktur þrátt fyrir að þetta séu heimsmeistararnir á heimavelli og allt það.“ „Uppleggið var fínt. Auðvitað voru þeir meira með boltann og allt það, svekkjandi að fá á okkur mark úr seinni bylgju eftir hornspyrnu þar sem kross kemur fyrir og hann kemst á milli okkar.“ Næstu þrír leikir Íslands eru allir á heimavelli eftir tvo útileiki. Íslenska liðið þarf níu stig úr þeim leikjum til þess að gera alvöru atlögu að sæti á EM. „Það eru gríðarlega mikilvægir leikir í sumar, við viljum gera Laugardalsvöll aftur að vígi og þar líður okkur vel. En við þurfum að ná upp stemningu aftur. Þetta var svekkjandi en bara upp með kassann eins og gamla góða tuggan segir.“ EM 2020 í fótbolta Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Fleiri fréttir Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Sjá meira
Aron Einar Gunnarsson var svekktur eftir leik Íslands og Frakklands á Stade de France í undankeppni EM 2020 í kvöld og sagði íslenska liðið hafa tapað illa. „Við bárum of mikla virðingu fyrir þeim, fannst mér,“ sagði landsliðsfyrirliðinn við Eirík Stefán Ásgeirsson í leikslok í kvöld. „Við komumst varla nálægt þeim en vorum að loka ágætlega á þá í fyrri hálfleik. Svo kemur þessi fyrirgjöf, við erum nú ekki vanir að fá á okkur mörk úr því.“ „Þetta var illa tapað hjá okkur og svekkjandi 4-0 tap fannst mér.“ Íslenska liðið spilaði vörnina ágætlega í fyrri hálfleik en leikur liðsins hrundi í seinni hálfleik, sérstaklega eftir annað mark Frakka. „Seinni hálfleikurinn var bara eins og fyrri hálfleikurinn á EM [í 8-liða úrslitunum á EM 2016 þegar Ísland tapaði 5-2]. Þeir komust á bak við okkur trekk í trekk og við vorum of opnir.“ „Við fórum úr okkar skipulagi í seinni hálfleik, kannski eðlilega þar sem við vorum að tapa, en við hefðum átt að halda skipulaginu aðeins betur fannst mér.“ Átti íslenska liðið mikið inni í þessum leik? „Já, við eigum mikið inni.“ „Ég hata að tapa, strákarnir líka, og þar af leiðandi er maður svekktur þrátt fyrir að þetta séu heimsmeistararnir á heimavelli og allt það.“ „Uppleggið var fínt. Auðvitað voru þeir meira með boltann og allt það, svekkjandi að fá á okkur mark úr seinni bylgju eftir hornspyrnu þar sem kross kemur fyrir og hann kemst á milli okkar.“ Næstu þrír leikir Íslands eru allir á heimavelli eftir tvo útileiki. Íslenska liðið þarf níu stig úr þeim leikjum til þess að gera alvöru atlögu að sæti á EM. „Það eru gríðarlega mikilvægir leikir í sumar, við viljum gera Laugardalsvöll aftur að vígi og þar líður okkur vel. En við þurfum að ná upp stemningu aftur. Þetta var svekkjandi en bara upp með kassann eins og gamla góða tuggan segir.“
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Fleiri fréttir Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Sjá meira