Einkunnir Íslands: Strákarnir sáu aldrei til sólar 25. mars 2019 21:35 Albert átti góða spretti. vísir/getty Íslenska karlalandsliðið í fótbolta átti ekki mikla möguleika gegn heimsmeisturum Frakka þegar liðin mættust á Stade de France í undankeppni EM 2020 í kvöld.Frakkar unnu 4-0 sigur og eru með fullt hús stiga í riðlinum. Íslendingar eru aftur á móti með þrjú stig. Samuel Umtiti, Olivier Giroud, Kylian Mbappé og Antoine Griezmann skoruðu mörk heimsmeistaranna í kvöld. Albert Guðmundsson sýndi góða takta þrátt fyrir að vera í erfiðu hlutverki í framlínu Íslands en annars var fátt um fína drætti hjá íslenska liðinu. Einkunnagjöf Vísis má sjá hér fyrir neðan.Byrjunarlið:Hannes Þór Halldórsson, markvörður 5Gat lítið gert í marki Umtiti og varði frábærlega frá Giroud sem komst í gott skallafæri stuttu síðar. Fór í úthlaup í öðru marki Frakka þar sem hann missti af boltanum og eftirleikurinn var auðveldur fyrir Giroud.Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður 5 Átti ágæta spretti en lenti í erfiðleikum, eins og margir. Missti af Mbappé þegar hann gaf fyrirgjöfina á Umtiti í marki Frakklands í fyrri hálfleik. Missti svo aftur af sama manni þegar Mbappé skoraði þriðja mark Frakka.Sverrir Ingi Ingason, miðvörður 4 Svaf á verðinum þegar Umtiti kom Frökkum yfir í leiknum. Átti í vandræðum með spræka sóknarmenn Frakka. Bjargaði einu sinni vel í seinni hálfleik.Kári Árnason, miðvörður 5 Reyndi hvað hann gat að binda saman íslensku vörnina en það tókst ekki sem skyldi. Frakkar voru afar klókir í að finna leið í gegnum vörn Íslands. Gaf mikið eftir undir lokin.Ragnar Sigurðsson, miðvörður 5 Var kröftugur, sérstaklega framan af leik. Oftast réttur maður á réttum stað, en það dró af honum eins og öðrum þegar leið á leikinn. Hefur ekki átt nógu góða leiki eftir að hann sneri aftur í landsliðið.Hörður Björgvin Magnússon, vinstri bakvörður 4 Hafði í nógu að snúast með kraftmikla framherja Frakkanna, rétt eins og öll íslenska varnarlínan. Númeri of lítill fyrir þennan leik.Rúnar Már Sigurjónsson, miðjumaður 4 Var hægra megin á miðjunni og þar var lítið flæði á boltanum, sérstaklega framan af leik. Kom lítið frá honum og var alltaf í eltingarleik.Aron Einar Gunnarsson, miðjumaður 6 Afar vinnusamur að venju og það er sérstaklega í svona leikjum sem mikilvægi Arons Einars fyrir íslenska landsliðið kemur í ljós. Hann er fyrirliði en sýnir það líka í verki inni á vellinum.Birkir Bjarnason, miðjumaður 6 Átti fyrsta skot Íslands í leiknum en það kom snemma í síðari hálfleik. Var þess fyrir utan aðallega í varnarhlutverki eins og svo margir aðrir og mæddi mikið á honum í því.Gylfi Þór Sigurðsson, framherji 5 Komst því miður ekki í takt við leikinn í fyrri hálfleik, en var ógnandi að venju í föstum leikatriðum. Komst lítið í spilið en gríðarlega vinnusamur að venju. Skaut beint á Hugo Lloris í besta færi Íslands.Albert Guðmundsson, framherji 6 Fékk stórt tækifæri og nýtti það ágætlega. Hápunkturinn var þegar hann tók sprett og hristi Paul Pogba af sér. Náði því miður lítið að ógna marki Frakka en var iðinn og kröftugur.Varamenn:Arnór Ingvi Traustason - (Kom inn á fyrir Rúnar Má á 57. mínútu) 5 Komst lítið í spilið í erfiðum síðari hálfeik fyrir íslenska liðið.Alfreð Finnbogason - (Kom inn á fyrir Albert á 62. mínútu) 5 Ísland náði lítið að ógna í leiknum, einnig eftir að Alfreð kom inn á.Ari Freyr Skúlason - (Kom inn á fyrir Birki Má á 84. mínútu) Spilaði of lítið til að fá einkunn. EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Aron Einar: Illa tapað hjá okkur Aron Einar Gunnarsson var svekktur eftir leik Íslands og Frakklands á Stade de France í undankeppni EM 2020 í kvöld og sagði íslenska liðið hafa tapað illa. 25. mars 2019 21:58 Leik lokið: Frakkland - Ísland 4-0│Heimsmeistararnir of sterkir fyrir íslensku strákana Heimsmeistarar Frakka sýndu allar sínu bestu hliðar í dag og fóru illa með Íslendinga á Stade de France. 25. mars 2019 22:45 Twitter yfir Frakkaleiknum: Gítarleikarinn Birkir Már, Isak úr Skam og nunnur Íslenska þjóðin tjáði sig á Twitter. 25. mars 2019 21:53 Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Körfubolti Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Baðst afsökunar á því að hafa beðið um að mótherjinn setti á sig svitalyktareyði Sport Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Varar Arsenal menn við: „Real Madrid er Real Madrid“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Andriy Shevchenko á leið til Íslands Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta átti ekki mikla möguleika gegn heimsmeisturum Frakka þegar liðin mættust á Stade de France í undankeppni EM 2020 í kvöld.Frakkar unnu 4-0 sigur og eru með fullt hús stiga í riðlinum. Íslendingar eru aftur á móti með þrjú stig. Samuel Umtiti, Olivier Giroud, Kylian Mbappé og Antoine Griezmann skoruðu mörk heimsmeistaranna í kvöld. Albert Guðmundsson sýndi góða takta þrátt fyrir að vera í erfiðu hlutverki í framlínu Íslands en annars var fátt um fína drætti hjá íslenska liðinu. Einkunnagjöf Vísis má sjá hér fyrir neðan.Byrjunarlið:Hannes Þór Halldórsson, markvörður 5Gat lítið gert í marki Umtiti og varði frábærlega frá Giroud sem komst í gott skallafæri stuttu síðar. Fór í úthlaup í öðru marki Frakka þar sem hann missti af boltanum og eftirleikurinn var auðveldur fyrir Giroud.Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður 5 Átti ágæta spretti en lenti í erfiðleikum, eins og margir. Missti af Mbappé þegar hann gaf fyrirgjöfina á Umtiti í marki Frakklands í fyrri hálfleik. Missti svo aftur af sama manni þegar Mbappé skoraði þriðja mark Frakka.Sverrir Ingi Ingason, miðvörður 4 Svaf á verðinum þegar Umtiti kom Frökkum yfir í leiknum. Átti í vandræðum með spræka sóknarmenn Frakka. Bjargaði einu sinni vel í seinni hálfleik.Kári Árnason, miðvörður 5 Reyndi hvað hann gat að binda saman íslensku vörnina en það tókst ekki sem skyldi. Frakkar voru afar klókir í að finna leið í gegnum vörn Íslands. Gaf mikið eftir undir lokin.Ragnar Sigurðsson, miðvörður 5 Var kröftugur, sérstaklega framan af leik. Oftast réttur maður á réttum stað, en það dró af honum eins og öðrum þegar leið á leikinn. Hefur ekki átt nógu góða leiki eftir að hann sneri aftur í landsliðið.Hörður Björgvin Magnússon, vinstri bakvörður 4 Hafði í nógu að snúast með kraftmikla framherja Frakkanna, rétt eins og öll íslenska varnarlínan. Númeri of lítill fyrir þennan leik.Rúnar Már Sigurjónsson, miðjumaður 4 Var hægra megin á miðjunni og þar var lítið flæði á boltanum, sérstaklega framan af leik. Kom lítið frá honum og var alltaf í eltingarleik.Aron Einar Gunnarsson, miðjumaður 6 Afar vinnusamur að venju og það er sérstaklega í svona leikjum sem mikilvægi Arons Einars fyrir íslenska landsliðið kemur í ljós. Hann er fyrirliði en sýnir það líka í verki inni á vellinum.Birkir Bjarnason, miðjumaður 6 Átti fyrsta skot Íslands í leiknum en það kom snemma í síðari hálfleik. Var þess fyrir utan aðallega í varnarhlutverki eins og svo margir aðrir og mæddi mikið á honum í því.Gylfi Þór Sigurðsson, framherji 5 Komst því miður ekki í takt við leikinn í fyrri hálfleik, en var ógnandi að venju í föstum leikatriðum. Komst lítið í spilið en gríðarlega vinnusamur að venju. Skaut beint á Hugo Lloris í besta færi Íslands.Albert Guðmundsson, framherji 6 Fékk stórt tækifæri og nýtti það ágætlega. Hápunkturinn var þegar hann tók sprett og hristi Paul Pogba af sér. Náði því miður lítið að ógna marki Frakka en var iðinn og kröftugur.Varamenn:Arnór Ingvi Traustason - (Kom inn á fyrir Rúnar Má á 57. mínútu) 5 Komst lítið í spilið í erfiðum síðari hálfeik fyrir íslenska liðið.Alfreð Finnbogason - (Kom inn á fyrir Albert á 62. mínútu) 5 Ísland náði lítið að ógna í leiknum, einnig eftir að Alfreð kom inn á.Ari Freyr Skúlason - (Kom inn á fyrir Birki Má á 84. mínútu) Spilaði of lítið til að fá einkunn.
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Aron Einar: Illa tapað hjá okkur Aron Einar Gunnarsson var svekktur eftir leik Íslands og Frakklands á Stade de France í undankeppni EM 2020 í kvöld og sagði íslenska liðið hafa tapað illa. 25. mars 2019 21:58 Leik lokið: Frakkland - Ísland 4-0│Heimsmeistararnir of sterkir fyrir íslensku strákana Heimsmeistarar Frakka sýndu allar sínu bestu hliðar í dag og fóru illa með Íslendinga á Stade de France. 25. mars 2019 22:45 Twitter yfir Frakkaleiknum: Gítarleikarinn Birkir Már, Isak úr Skam og nunnur Íslenska þjóðin tjáði sig á Twitter. 25. mars 2019 21:53 Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Körfubolti Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Baðst afsökunar á því að hafa beðið um að mótherjinn setti á sig svitalyktareyði Sport Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Varar Arsenal menn við: „Real Madrid er Real Madrid“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Andriy Shevchenko á leið til Íslands Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Sjá meira
Aron Einar: Illa tapað hjá okkur Aron Einar Gunnarsson var svekktur eftir leik Íslands og Frakklands á Stade de France í undankeppni EM 2020 í kvöld og sagði íslenska liðið hafa tapað illa. 25. mars 2019 21:58
Leik lokið: Frakkland - Ísland 4-0│Heimsmeistararnir of sterkir fyrir íslensku strákana Heimsmeistarar Frakka sýndu allar sínu bestu hliðar í dag og fóru illa með Íslendinga á Stade de France. 25. mars 2019 22:45
Twitter yfir Frakkaleiknum: Gítarleikarinn Birkir Már, Isak úr Skam og nunnur Íslenska þjóðin tjáði sig á Twitter. 25. mars 2019 21:53