Sverrir Ingi Ingason kemur inn í liðið á kostnað Jóhanns Bergs Guðmundssonar sem er farinn aftur til Englands meiddur. Fer Sverrir í hjarta varnarinnar með Kára og Ragnari.
Hörður Björgvin Magnússon kemur einnig inn í liðið en hann mun taka stöðu vinstri bakvarðar. Ari Frer Skúlason fær sér sæti á bekknum sem og þeir Alfreð Finnbogason og Arnór Sigurðsson.
Albert Guðmundsson kemur inn í liðið sem og Rúnar Már Sigurjónsson en reikna má með að Ísland spili kerfið 5-3-2 með þá Gylfa og Albert saman í fremstu víglínu.
Fylgst verður með leiknum í beinni textalýsingu á Vísi auk þess sem leiknum verður gerð ítarleg skil síðar í kvöld.
Byrjunarliðið okkar gegn Frakklandi.#fyririslandpic.twitter.com/sWnG4DEvhv
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) March 25, 2019
Byrjunarlið Íslands (5-3-2):
Hannes Þór Halldórsson
Birkir Már Sævarsson
Ragnar Sigurðsson
Kári Árnason
Sverrir Ingi Ingason
Hörður Björgvin Magnússon
Rúnar Már Sigurjónsson
Aron Einar Gunnarsson
Birkir Bjarnason
Albert Guðmundsson
Gylfi Þór Sigurðsson