Rautt á öllum tölum og krónan veikist Stefán Ó. Jónsson skrifar 25. mars 2019 10:22 Kauphöllin á Laugavegi. fréttablaðið/anton brink Kauphöllin hefur verið eldrauð það sem af er morgni. Nánast öll félög hafa lækkað, flest á bilinu 1 til 3 prósent, en hrap Icelandair er þó ívið meira. Í fyrstu viðskiptum dagsins nam lækkunin næstum 7 prósentum en er rúm 4,4 prósent sem stendur. Þá hafa hlutabréf í Arion banka, viðskiptabanka WOW air, lækkað um tæp 2,5 prósent. Að sama skapi hefur krónan veikst gegn öllum helstu viðskiptamyntum í morgun. Veikingin er þó innan við eitt prósent í flestum tilfellum, að frátaldri veikingu gagnvart sænsku og norsku krónunnar þar sem hún er um 1,3 prósent. Ætla má að margvíslegar ástæður séu fyrir þessari þróun mála. Til að mynda kom neikvætt hljóð í markaði fyrir helgi af ótta við að hægja muni á vexti bandarísks efnahagslífs. Asíumarkaðir lækkuðu til að mynda skarpt við opnun og gert er ráð fyrir að svipað gæti verið upp á teningnum þegar markaðir opna vestanhafs. Tíðindi helgarinnar af WOW air verða að sama skapi að teljast örlagavaldar. Framtíð félagsins er í lausu lofti eftir að Icelandair ákvað að slíta viðræðum sínum um aðkomu að rekstri félagsins. Fjárhagsstaðan væri einfaldlega of slæm. Skúli Mogensen, stofnandi WOW, reynir nú hvað hann getur til að halda lífi í flugfélaginu. Fá, áreiðanleg svör eru þó á takteinum og því ríkir enn töluverð óvissa um stöðu mála, með tilheyrandi skjálfta í íslensku efnahagslífi. Icelandair Íslenska krónan WOW Air Tengdar fréttir Treystu sér ekki til að halda áfram viðræðum vegna fjárhagsstöðu WOW Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair. 24. mars 2019 17:35 Gæti leitt til 2,7 prósenta samdráttar Hverfi WOW air af flugmarkaði gæti landsframleiðsla dregist saman um allt að 2,7 prósent, samkvæmt skýrslu sem unnin var að beiðni flugfélagsins. 23. mars 2019 09:45 Skúli þarf fimm milljarða til að halda flugi Forsvarsmenn WOW leggja til fækkun í vélaflota og að skuldum verði breytt í hlutafé svo hægt sé að halda rekstri áfram. Starfsmenn flugfélagsins viðra hugmyndir um að leggja brot launa í hlutafé. 25. mars 2019 06:00 Mest lesið Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Atvinnulíf Fleiri fréttir Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Sjá meira
Kauphöllin hefur verið eldrauð það sem af er morgni. Nánast öll félög hafa lækkað, flest á bilinu 1 til 3 prósent, en hrap Icelandair er þó ívið meira. Í fyrstu viðskiptum dagsins nam lækkunin næstum 7 prósentum en er rúm 4,4 prósent sem stendur. Þá hafa hlutabréf í Arion banka, viðskiptabanka WOW air, lækkað um tæp 2,5 prósent. Að sama skapi hefur krónan veikst gegn öllum helstu viðskiptamyntum í morgun. Veikingin er þó innan við eitt prósent í flestum tilfellum, að frátaldri veikingu gagnvart sænsku og norsku krónunnar þar sem hún er um 1,3 prósent. Ætla má að margvíslegar ástæður séu fyrir þessari þróun mála. Til að mynda kom neikvætt hljóð í markaði fyrir helgi af ótta við að hægja muni á vexti bandarísks efnahagslífs. Asíumarkaðir lækkuðu til að mynda skarpt við opnun og gert er ráð fyrir að svipað gæti verið upp á teningnum þegar markaðir opna vestanhafs. Tíðindi helgarinnar af WOW air verða að sama skapi að teljast örlagavaldar. Framtíð félagsins er í lausu lofti eftir að Icelandair ákvað að slíta viðræðum sínum um aðkomu að rekstri félagsins. Fjárhagsstaðan væri einfaldlega of slæm. Skúli Mogensen, stofnandi WOW, reynir nú hvað hann getur til að halda lífi í flugfélaginu. Fá, áreiðanleg svör eru þó á takteinum og því ríkir enn töluverð óvissa um stöðu mála, með tilheyrandi skjálfta í íslensku efnahagslífi.
Icelandair Íslenska krónan WOW Air Tengdar fréttir Treystu sér ekki til að halda áfram viðræðum vegna fjárhagsstöðu WOW Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair. 24. mars 2019 17:35 Gæti leitt til 2,7 prósenta samdráttar Hverfi WOW air af flugmarkaði gæti landsframleiðsla dregist saman um allt að 2,7 prósent, samkvæmt skýrslu sem unnin var að beiðni flugfélagsins. 23. mars 2019 09:45 Skúli þarf fimm milljarða til að halda flugi Forsvarsmenn WOW leggja til fækkun í vélaflota og að skuldum verði breytt í hlutafé svo hægt sé að halda rekstri áfram. Starfsmenn flugfélagsins viðra hugmyndir um að leggja brot launa í hlutafé. 25. mars 2019 06:00 Mest lesið Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Atvinnulíf Fleiri fréttir Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Sjá meira
Treystu sér ekki til að halda áfram viðræðum vegna fjárhagsstöðu WOW Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair. 24. mars 2019 17:35
Gæti leitt til 2,7 prósenta samdráttar Hverfi WOW air af flugmarkaði gæti landsframleiðsla dregist saman um allt að 2,7 prósent, samkvæmt skýrslu sem unnin var að beiðni flugfélagsins. 23. mars 2019 09:45
Skúli þarf fimm milljarða til að halda flugi Forsvarsmenn WOW leggja til fækkun í vélaflota og að skuldum verði breytt í hlutafé svo hægt sé að halda rekstri áfram. Starfsmenn flugfélagsins viðra hugmyndir um að leggja brot launa í hlutafé. 25. mars 2019 06:00