"Allar forsendur brostnar áður en prentblekið er þornað“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 25. mars 2019 09:53 Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, segir efnahagsforsendur fjármálaáætlunar ríkisstjórnarinnar til fimm ára óraunhæfar. Takist ekki að bjarga WOW air blasi við að endurskoða þurfi stefnuna. Vísir/vilhelm Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, segir efnahagsforsendur fjármálaáætlunar ríkisstjórnarinnar til fimm ára óraunhæfar. Takist ekki að bjarga WOW air blasi við að endurskoða þurfi stefnuna. „Það er ekki aðeins um að ræða yfirstandandi lífróður WOW, þó vissulega setji staða félagsins ein og sér stórt strik í reikninginn“. Þetta segir Þorsteinn í stöðuuppfærslu sem hann ritar á Facebook. „Allar forsendur brostnar áður en prentblekið er þornað.“ Þorsteinn telur upp marga óvissuþætti máli sínu til stuðnings „Ekkert varð af loðnuvertíð, sem ráð er gert fyrir í efnahagsforsendum stjórnarinnar, ferðamönnum fer fækkandi, fasteignamarkaður sýnir skýr merki kólnunar þessa dagana, verulega hefur dregið úr vexti einkaneyslu og raunar eru flestir hagvísar niður á við þessa dagana. Stjórnendur fyrirtækja hafa ekki verið jafn svartsýnir um langt árabil.“ Þorsteinn segir að þrátt fyrir þessa óvissu sem er uppi hafi ríkisstjórnin ákveðið að stinga höfðinu í sandinn og láta sem ekkert væri. „Það fellur þá væntanlega í hlut þingsins að koma áætlun ríkisstjórnarinnar niður á jörðina og aðlaga að þeim efnahagslega veruleika sem við blasir. Fullkomið aðhaldsleysi ríkisstjórnarinnar í fyrstu tveimur fjárlögum hennar sníður þinginu nokkuð þröngan stakk ef takst á að koma í veg fyrir að skera þurfi niður í ríkisfjármálum eina ferðina enn á tímum efnahagslegrar niðursveiflu“. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, sagði þó viðtali í Bítinu í morgun að fjármálaáætlunin byggði á hinum ýmsu spám og gerði ráð fyrir óvæntum útgjöldum en Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, lét í ljós sömu áhyggjur og Þorsteinn. Alþingi Bítið Efnahagsmál Viðreisn Tengdar fréttir Bein útsending: Bjarni kynnir fjármálaáætlun 2020-2024 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, mun í dag kynna fjármálaáætlun fyrir árin 2020 til 2024. 23. mars 2019 12:45 Spyr hvort forsendur fjármálaáætlunar séu brostnar Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, segir að þrátt fyrir að margt sé jákvætt í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sé hún engu að síður reist á forsendum sem gætu vel brostið. 25. mars 2019 09:30 Fjórir milljarðar til viðbótar í samgöngumál Gert er ráð fyrir fjögurra milljarða króna viðbótaraukningu til samgönguframkvæmda frá og með árinu 2020 samkvæmt fjármálaætlun fyrir árin 2020 til 2024 sem kynnt var í dag. 23. mars 2019 13:29 Fjármálaáætlunin sýni slaka hagsstjórn Þingflokksformaður Samfylkingarinnar teljur nýja fjármálaáætlun rikisstjórnarinnar sýna slaka hagsstjórn. Hún gagnrýnir að lítið standi eftir til að standa við loforð ríkisstjórnarinnar. Þingmaður Framsóknarflokksins segir það sýna ábyrgð að innbyggt aðhald sé í áætluninni. 24. mars 2019 13:00 Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Fleiri fréttir Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Sjá meira
Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, segir efnahagsforsendur fjármálaáætlunar ríkisstjórnarinnar til fimm ára óraunhæfar. Takist ekki að bjarga WOW air blasi við að endurskoða þurfi stefnuna. „Það er ekki aðeins um að ræða yfirstandandi lífróður WOW, þó vissulega setji staða félagsins ein og sér stórt strik í reikninginn“. Þetta segir Þorsteinn í stöðuuppfærslu sem hann ritar á Facebook. „Allar forsendur brostnar áður en prentblekið er þornað.“ Þorsteinn telur upp marga óvissuþætti máli sínu til stuðnings „Ekkert varð af loðnuvertíð, sem ráð er gert fyrir í efnahagsforsendum stjórnarinnar, ferðamönnum fer fækkandi, fasteignamarkaður sýnir skýr merki kólnunar þessa dagana, verulega hefur dregið úr vexti einkaneyslu og raunar eru flestir hagvísar niður á við þessa dagana. Stjórnendur fyrirtækja hafa ekki verið jafn svartsýnir um langt árabil.“ Þorsteinn segir að þrátt fyrir þessa óvissu sem er uppi hafi ríkisstjórnin ákveðið að stinga höfðinu í sandinn og láta sem ekkert væri. „Það fellur þá væntanlega í hlut þingsins að koma áætlun ríkisstjórnarinnar niður á jörðina og aðlaga að þeim efnahagslega veruleika sem við blasir. Fullkomið aðhaldsleysi ríkisstjórnarinnar í fyrstu tveimur fjárlögum hennar sníður þinginu nokkuð þröngan stakk ef takst á að koma í veg fyrir að skera þurfi niður í ríkisfjármálum eina ferðina enn á tímum efnahagslegrar niðursveiflu“. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, sagði þó viðtali í Bítinu í morgun að fjármálaáætlunin byggði á hinum ýmsu spám og gerði ráð fyrir óvæntum útgjöldum en Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, lét í ljós sömu áhyggjur og Þorsteinn.
Alþingi Bítið Efnahagsmál Viðreisn Tengdar fréttir Bein útsending: Bjarni kynnir fjármálaáætlun 2020-2024 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, mun í dag kynna fjármálaáætlun fyrir árin 2020 til 2024. 23. mars 2019 12:45 Spyr hvort forsendur fjármálaáætlunar séu brostnar Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, segir að þrátt fyrir að margt sé jákvætt í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sé hún engu að síður reist á forsendum sem gætu vel brostið. 25. mars 2019 09:30 Fjórir milljarðar til viðbótar í samgöngumál Gert er ráð fyrir fjögurra milljarða króna viðbótaraukningu til samgönguframkvæmda frá og með árinu 2020 samkvæmt fjármálaætlun fyrir árin 2020 til 2024 sem kynnt var í dag. 23. mars 2019 13:29 Fjármálaáætlunin sýni slaka hagsstjórn Þingflokksformaður Samfylkingarinnar teljur nýja fjármálaáætlun rikisstjórnarinnar sýna slaka hagsstjórn. Hún gagnrýnir að lítið standi eftir til að standa við loforð ríkisstjórnarinnar. Þingmaður Framsóknarflokksins segir það sýna ábyrgð að innbyggt aðhald sé í áætluninni. 24. mars 2019 13:00 Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Fleiri fréttir Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Sjá meira
Bein útsending: Bjarni kynnir fjármálaáætlun 2020-2024 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, mun í dag kynna fjármálaáætlun fyrir árin 2020 til 2024. 23. mars 2019 12:45
Spyr hvort forsendur fjármálaáætlunar séu brostnar Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, segir að þrátt fyrir að margt sé jákvætt í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sé hún engu að síður reist á forsendum sem gætu vel brostið. 25. mars 2019 09:30
Fjórir milljarðar til viðbótar í samgöngumál Gert er ráð fyrir fjögurra milljarða króna viðbótaraukningu til samgönguframkvæmda frá og með árinu 2020 samkvæmt fjármálaætlun fyrir árin 2020 til 2024 sem kynnt var í dag. 23. mars 2019 13:29
Fjármálaáætlunin sýni slaka hagsstjórn Þingflokksformaður Samfylkingarinnar teljur nýja fjármálaáætlun rikisstjórnarinnar sýna slaka hagsstjórn. Hún gagnrýnir að lítið standi eftir til að standa við loforð ríkisstjórnarinnar. Þingmaður Framsóknarflokksins segir það sýna ábyrgð að innbyggt aðhald sé í áætluninni. 24. mars 2019 13:00