Spyr hvort forsendur fjármálaáætlunar séu brostnar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 25. mars 2019 09:30 Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, segir að þrátt fyrir að margt sé jákvætt í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sé hún engu að síður reist á forsendum sem gætu vel brostið. Vísir/vilhelm Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, segir að þrátt fyrir að margt sé jákvætt í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sé hún engu að síður reist á forsendum sem gætu vel brostið. „Áætlunin getur ekki verið betri en forsendurnar sem hún er reist á. Við erum að tala hérna um mjög veigamikla þætti sem, eins og sakir standa, eru í fullkominni óvissu, mjög veigamikla þætti,“ segir Ólafur og vísar til stöðu WOW air og kjaraviðræðna. Hann segir að bæði launaforsendur og verðlagsforsendur gætu brostið. Ólafur og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna voru gestur í Bítinu í morgun og ræddu fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sem var kynnt á laugardag. Gert er ráð fyrir auknum framlögum til samgöngu-og félagsmála en á móti er krafist aðhalds í launakostnaði og opinberum innkaupum. Í ljósi þeirrar óvissu sem er uppi í kringum flugrekstur á Íslandi finnst Ólafi ábyrgast að fresta umræðum í þinginu um málið en fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar verður rædd í þinginu á morgun. Ólafur segir að það sé ekki ljóst hvaða afleiðingar það muni hafa fyrir áætlunina og framkvæmd hennar ef illa fer. Þá vill hann vita á hvaða þjóðfélagshópum mögulegar aðhaldsaðgerðir munu bitna. „Ég bara spyr mig. Umræðan [í þinginu] hlýtur, eins og málið liggur fyrir núna, að litast mjög af þessari óvissu og því að það hefur raunverulega ekki verið gerð grein fyrir því með neinum fullnægjandi hætti í áætluninni hvernig yrði brugðist við ef til að mynda það færi þannig í flugsamgöngum hérna að það yrði umtalsverð fækkun á farþegum til landsins.“Bjarkey Olsen, þingmaður Vinstri grænna, segir að fjármálaáætlunin byggi á spám auk þess sem hún geri ráð fyrir óvæntum útgjöldum.Vísir/vilhelmÁætlunin byggi á spám og geri ráð fyrir óvæntum útgjöldum Bjarkey segir að ekki sé ástæða til þess að fresta umræðunni því fjármálaáætlun byggi á hinum ýmsu spám og geri ráð fyrir óvæntum útgjöldum. „Þegar gerðar eru áætlanir hvort sem það er þessi áætlun eða einhver önnur í ríkisbúskapnum þá höfum við á ákveðnum spám að byggja. Það var dregið fram þegar fjárlaganefnd fundaði með fjármálaráðherra á laugardagsmorgun að það væru auðvitað uppi ákveðnir óvissuþættir þar á meðal WOW og það væru til einhverjar sviðsmyndir sem hefðu með þetta að gera,“ segir Bjarkey. Hún segir að í áætluninni sé gert ráð fyrir umtalsverðum fjármunum í varasjóð og meiri fjármunum en áður hefur verið gert. Bjarkey segir að skellurinn yrði fyrst og fremst á þessu ári ef illa fer fyrir WOW air. „Ég tel enga ástæðu til þess að ætla að við þurfum að fara hafa áhyggjur af því að skerða hér þjónustu - eins og sett hefur verið fram í fjölmiðlum - á þá sem veikast standa eða mest þurfa á að halda. Það er auðvitað ekki þar sem borið er fyrst niður. Það vitum við alveg. Það verður ekki gert.“ Krefst svara Ólafur gefur ekki mikið fyrir svör Bjarkeyjar sem hann kallar óljósar fullyrðingar. Hann kallar eftir skýrari svörum. „Við erum ekki bara að tala um aukin útgjöld í launamálum, við erum líka að tala um skertar tekjur ef það færi þannig að það yrði umtalsverður samdráttur og meiri en áður hefur verið gert varðandi til að mynda komu ferðamanna og við höfum haft miklar tekjur af þeirri grein. Hún er orðin burðarás og hefur staðið hér undir hagvextinum undanfarin ár.“ Alþingi Efnahagsmál Bítið Tengdar fréttir Bein útsending: Bjarni kynnir fjármálaáætlun 2020-2024 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, mun í dag kynna fjármálaáætlun fyrir árin 2020 til 2024. 23. mars 2019 12:45 Krafa um fimm milljarða sparnað á fjárlögum næsta árs Krafa verður gerð um aðhald og sparnað hjá ráðuneytum og stofnunum upp á fimm milljarða króna í fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár. 19. mars 2019 20:34 Veruleg óvissa um hagþróun næstu árin Veruleg óvissa er um hagþróun á næstunni samkvæmt fjármálaáætlun næstu fimm ára sem var kynnt í dag. 23. mars 2019 20:15 Fjórir milljarðar til viðbótar í samgöngumál Gert er ráð fyrir fjögurra milljarða króna viðbótaraukningu til samgönguframkvæmda frá og með árinu 2020 samkvæmt fjármálaætlun fyrir árin 2020 til 2024 sem kynnt var í dag. 23. mars 2019 13:29 Fjármálaáætlunin sýni slaka hagsstjórn Þingflokksformaður Samfylkingarinnar teljur nýja fjármálaáætlun rikisstjórnarinnar sýna slaka hagsstjórn. Hún gagnrýnir að lítið standi eftir til að standa við loforð ríkisstjórnarinnar. Þingmaður Framsóknarflokksins segir það sýna ábyrgð að innbyggt aðhald sé í áætluninni. 24. mars 2019 13:00 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Sjá meira
Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, segir að þrátt fyrir að margt sé jákvætt í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sé hún engu að síður reist á forsendum sem gætu vel brostið. „Áætlunin getur ekki verið betri en forsendurnar sem hún er reist á. Við erum að tala hérna um mjög veigamikla þætti sem, eins og sakir standa, eru í fullkominni óvissu, mjög veigamikla þætti,“ segir Ólafur og vísar til stöðu WOW air og kjaraviðræðna. Hann segir að bæði launaforsendur og verðlagsforsendur gætu brostið. Ólafur og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna voru gestur í Bítinu í morgun og ræddu fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sem var kynnt á laugardag. Gert er ráð fyrir auknum framlögum til samgöngu-og félagsmála en á móti er krafist aðhalds í launakostnaði og opinberum innkaupum. Í ljósi þeirrar óvissu sem er uppi í kringum flugrekstur á Íslandi finnst Ólafi ábyrgast að fresta umræðum í þinginu um málið en fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar verður rædd í þinginu á morgun. Ólafur segir að það sé ekki ljóst hvaða afleiðingar það muni hafa fyrir áætlunina og framkvæmd hennar ef illa fer. Þá vill hann vita á hvaða þjóðfélagshópum mögulegar aðhaldsaðgerðir munu bitna. „Ég bara spyr mig. Umræðan [í þinginu] hlýtur, eins og málið liggur fyrir núna, að litast mjög af þessari óvissu og því að það hefur raunverulega ekki verið gerð grein fyrir því með neinum fullnægjandi hætti í áætluninni hvernig yrði brugðist við ef til að mynda það færi þannig í flugsamgöngum hérna að það yrði umtalsverð fækkun á farþegum til landsins.“Bjarkey Olsen, þingmaður Vinstri grænna, segir að fjármálaáætlunin byggi á spám auk þess sem hún geri ráð fyrir óvæntum útgjöldum.Vísir/vilhelmÁætlunin byggi á spám og geri ráð fyrir óvæntum útgjöldum Bjarkey segir að ekki sé ástæða til þess að fresta umræðunni því fjármálaáætlun byggi á hinum ýmsu spám og geri ráð fyrir óvæntum útgjöldum. „Þegar gerðar eru áætlanir hvort sem það er þessi áætlun eða einhver önnur í ríkisbúskapnum þá höfum við á ákveðnum spám að byggja. Það var dregið fram þegar fjárlaganefnd fundaði með fjármálaráðherra á laugardagsmorgun að það væru auðvitað uppi ákveðnir óvissuþættir þar á meðal WOW og það væru til einhverjar sviðsmyndir sem hefðu með þetta að gera,“ segir Bjarkey. Hún segir að í áætluninni sé gert ráð fyrir umtalsverðum fjármunum í varasjóð og meiri fjármunum en áður hefur verið gert. Bjarkey segir að skellurinn yrði fyrst og fremst á þessu ári ef illa fer fyrir WOW air. „Ég tel enga ástæðu til þess að ætla að við þurfum að fara hafa áhyggjur af því að skerða hér þjónustu - eins og sett hefur verið fram í fjölmiðlum - á þá sem veikast standa eða mest þurfa á að halda. Það er auðvitað ekki þar sem borið er fyrst niður. Það vitum við alveg. Það verður ekki gert.“ Krefst svara Ólafur gefur ekki mikið fyrir svör Bjarkeyjar sem hann kallar óljósar fullyrðingar. Hann kallar eftir skýrari svörum. „Við erum ekki bara að tala um aukin útgjöld í launamálum, við erum líka að tala um skertar tekjur ef það færi þannig að það yrði umtalsverður samdráttur og meiri en áður hefur verið gert varðandi til að mynda komu ferðamanna og við höfum haft miklar tekjur af þeirri grein. Hún er orðin burðarás og hefur staðið hér undir hagvextinum undanfarin ár.“
Alþingi Efnahagsmál Bítið Tengdar fréttir Bein útsending: Bjarni kynnir fjármálaáætlun 2020-2024 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, mun í dag kynna fjármálaáætlun fyrir árin 2020 til 2024. 23. mars 2019 12:45 Krafa um fimm milljarða sparnað á fjárlögum næsta árs Krafa verður gerð um aðhald og sparnað hjá ráðuneytum og stofnunum upp á fimm milljarða króna í fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár. 19. mars 2019 20:34 Veruleg óvissa um hagþróun næstu árin Veruleg óvissa er um hagþróun á næstunni samkvæmt fjármálaáætlun næstu fimm ára sem var kynnt í dag. 23. mars 2019 20:15 Fjórir milljarðar til viðbótar í samgöngumál Gert er ráð fyrir fjögurra milljarða króna viðbótaraukningu til samgönguframkvæmda frá og með árinu 2020 samkvæmt fjármálaætlun fyrir árin 2020 til 2024 sem kynnt var í dag. 23. mars 2019 13:29 Fjármálaáætlunin sýni slaka hagsstjórn Þingflokksformaður Samfylkingarinnar teljur nýja fjármálaáætlun rikisstjórnarinnar sýna slaka hagsstjórn. Hún gagnrýnir að lítið standi eftir til að standa við loforð ríkisstjórnarinnar. Þingmaður Framsóknarflokksins segir það sýna ábyrgð að innbyggt aðhald sé í áætluninni. 24. mars 2019 13:00 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Sjá meira
Bein útsending: Bjarni kynnir fjármálaáætlun 2020-2024 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, mun í dag kynna fjármálaáætlun fyrir árin 2020 til 2024. 23. mars 2019 12:45
Krafa um fimm milljarða sparnað á fjárlögum næsta árs Krafa verður gerð um aðhald og sparnað hjá ráðuneytum og stofnunum upp á fimm milljarða króna í fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár. 19. mars 2019 20:34
Veruleg óvissa um hagþróun næstu árin Veruleg óvissa er um hagþróun á næstunni samkvæmt fjármálaáætlun næstu fimm ára sem var kynnt í dag. 23. mars 2019 20:15
Fjórir milljarðar til viðbótar í samgöngumál Gert er ráð fyrir fjögurra milljarða króna viðbótaraukningu til samgönguframkvæmda frá og með árinu 2020 samkvæmt fjármálaætlun fyrir árin 2020 til 2024 sem kynnt var í dag. 23. mars 2019 13:29
Fjármálaáætlunin sýni slaka hagsstjórn Þingflokksformaður Samfylkingarinnar teljur nýja fjármálaáætlun rikisstjórnarinnar sýna slaka hagsstjórn. Hún gagnrýnir að lítið standi eftir til að standa við loforð ríkisstjórnarinnar. Þingmaður Framsóknarflokksins segir það sýna ábyrgð að innbyggt aðhald sé í áætluninni. 24. mars 2019 13:00