Innlent

Kröflulína í notkun fyrir árslok 2020

Sveinn Arnarsson skrifar
Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Landsnets.
Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Landsnets.
Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs samþykkti í byrjun mánaðar framkvæmdaleyfi vegna Kröflulínu 3 innan síns sveitarfélags á grundvelli umhverfismats Kröflulínu.

Þetta þýðir að Landsnet færist nær því að geta byrjað framkvæmdir við Kröflulínu 3 sem fer um þrjú sveitarfélög, það er Skútustaðahrepp, Fljótsdalshérað og Fljótsdalshrepp.

Línan á að tengja saman Kröflustöð og tengivirkið við Fljótsdalsstöð og er hluti af því verkefni að styrkja byggðalínu raforku og auka afhendingaröryggi rafmagns um allt land.

„Við byrjum ekki framkvæmdir  við línuna fyrr en öll framkvæmdaleyfin á línuleiðinni eru komin í hús en undirbúningur er í fullum gangi. Við höfum boðið út og opnað tilboð í stálmöstur og undirstöður og búið er að bjóða út jarðvinnu, slóðagerð og eftirlit,“ segir Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Landsnets.

Kröflulína verður um 122 kílómetrar að lengd og er því um stórt verk að ræða. „Fram undan er að bjóða út reisingu mastra við Kröf lulínu 3 og strengingu og ef allt gengur að óskum þá tökum við Kröflulínu 3 í notkun fyrir árslok 2020,“ bætir Steinunn við


Tengdar fréttir

Rembihnútur á raflínurnar að Bakka

Línulagnir frá virkjunum í Kröflu og á Þeistareykjum til atvinnusvæðisins á Bakka við Húsavík eru í hnút eftir úrskurð úrskurðarnefndar um umhverfismál. Lítill tími er til stefnu ef framkvæmdir eiga að hefjast í vetur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×