Bóndinn sem sakaði konu hreppstjórans um saurlifnað Ari Brynjólfsson skrifar 25. mars 2019 06:30 Vilhelm Vilhelmsson sagnfræðingur flytur erindi um sáttanefndir. „Þetta eru alls konar mál, illyrða- og áflogamál sem komu upp á milli manna. Þetta eru hjónaskilnaðir, landaþrætur og skuldamál. Þetta gefur okkur mikla innsýn í daglegt amstur fólks, þú sérð breyskleika þess,“ segir Vilhelm Vilhelmsson sagnfræðingur. Á morgun, þriðjudaginn 26. mars, flytur hann hádegisfyrirlesturinn „Með kærleiksmeiningar vinmælum“: Sáttanefndir og lausn deilumála á 19. öld. Árið 1798 voru sáttanefndir settar á fót á Íslandi með konunglegri tilskipun. Þær störfuðu í svo til óbreyttri mynd fram á fjórða áratug 20. aldar, þegar lög um störf þeirra tóku umtalsverðum breytingum. Sáttanefndirnar voru svo lagðar niður endanlega árið 1981. „Sáttanefndirnar áttu að létta byrði héraðsdómara, færa minniháttar mál frá dómstólum, og líka að auðvelda almenningi að sækja rétt sinn í einkaréttarmálum. Það var metið svo að það væri kostnaðarsamt og tímafrekt að sækja rétt sinn fyrir dómstólum,“ segir Vilhelm. Þessari nýjung í réttarfari landsmanna var almennt vel tekið og skrifaði Grímur Jónsson, amtmaður Norður- og austuramts, árið 1831 að nefndirnar hafi verið einhver mesta réttarbót á Íslandi í seinni tíð. Þrátt fyrir það hafa sagnfræðingar þeim litla athygli veitt og fáir hafa nýtt sér bækur sáttanefnda sem heimildir um daglegt líf á 19. öld. „Það eru ótrúlega margir sem bara vita ekki af tilvist þessara nefnda,“ segir Vilhelm. Ekkert kom í staðinn fyrir nefndirnar og tóku dómstólar við málunum á nýjan leik. Spurður um eftirminnilegt dæmi rifjar Vilhelm upp kvörtun. „Bóndi að nafni Halldór Jónsson hafði verið á fylleríi og látið út úr sér ýmislegt ósæmilegt við hreppstjórann í sveitinni. Þar á meðal um eiginkonu hans. Þau hefðu stundað saman einhvern saurlifnað. Halldór var kærður fyrir sáttanefnd. Þar dró hann þessi orð sín til baka og bað eiginkonuna afsökunar á því að hafa vænt hana um saurlifnað. Hann borgaði líka sekt,“ segir Vilhelm. „Þetta eru alls konar svona mál. Þetta geta verið mál sem voru erfið viðureignar á þessum tíma en eru smávægileg þegar litið er aftur í tímann.“ Fyrirlesturinn hefst kl. 12.05 á morgun í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands. Sagnfræðingafélag Íslands skipuleggur hádegisfyrirlesturinn í samvinnu við Þjóðminjasafnið en hann er hluti af fyrirlestraröð félagsins, sem þetta misserið hefur yfirskriftina „Saga réttarfars og refsinga“. Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Einu sinni var... Tímamót Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
„Þetta eru alls konar mál, illyrða- og áflogamál sem komu upp á milli manna. Þetta eru hjónaskilnaðir, landaþrætur og skuldamál. Þetta gefur okkur mikla innsýn í daglegt amstur fólks, þú sérð breyskleika þess,“ segir Vilhelm Vilhelmsson sagnfræðingur. Á morgun, þriðjudaginn 26. mars, flytur hann hádegisfyrirlesturinn „Með kærleiksmeiningar vinmælum“: Sáttanefndir og lausn deilumála á 19. öld. Árið 1798 voru sáttanefndir settar á fót á Íslandi með konunglegri tilskipun. Þær störfuðu í svo til óbreyttri mynd fram á fjórða áratug 20. aldar, þegar lög um störf þeirra tóku umtalsverðum breytingum. Sáttanefndirnar voru svo lagðar niður endanlega árið 1981. „Sáttanefndirnar áttu að létta byrði héraðsdómara, færa minniháttar mál frá dómstólum, og líka að auðvelda almenningi að sækja rétt sinn í einkaréttarmálum. Það var metið svo að það væri kostnaðarsamt og tímafrekt að sækja rétt sinn fyrir dómstólum,“ segir Vilhelm. Þessari nýjung í réttarfari landsmanna var almennt vel tekið og skrifaði Grímur Jónsson, amtmaður Norður- og austuramts, árið 1831 að nefndirnar hafi verið einhver mesta réttarbót á Íslandi í seinni tíð. Þrátt fyrir það hafa sagnfræðingar þeim litla athygli veitt og fáir hafa nýtt sér bækur sáttanefnda sem heimildir um daglegt líf á 19. öld. „Það eru ótrúlega margir sem bara vita ekki af tilvist þessara nefnda,“ segir Vilhelm. Ekkert kom í staðinn fyrir nefndirnar og tóku dómstólar við málunum á nýjan leik. Spurður um eftirminnilegt dæmi rifjar Vilhelm upp kvörtun. „Bóndi að nafni Halldór Jónsson hafði verið á fylleríi og látið út úr sér ýmislegt ósæmilegt við hreppstjórann í sveitinni. Þar á meðal um eiginkonu hans. Þau hefðu stundað saman einhvern saurlifnað. Halldór var kærður fyrir sáttanefnd. Þar dró hann þessi orð sín til baka og bað eiginkonuna afsökunar á því að hafa vænt hana um saurlifnað. Hann borgaði líka sekt,“ segir Vilhelm. „Þetta eru alls konar svona mál. Þetta geta verið mál sem voru erfið viðureignar á þessum tíma en eru smávægileg þegar litið er aftur í tímann.“ Fyrirlesturinn hefst kl. 12.05 á morgun í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands. Sagnfræðingafélag Íslands skipuleggur hádegisfyrirlesturinn í samvinnu við Þjóðminjasafnið en hann er hluti af fyrirlestraröð félagsins, sem þetta misserið hefur yfirskriftina „Saga réttarfars og refsinga“.
Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Einu sinni var... Tímamót Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent