Lars tók norsku pressuna til bæna Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. mars 2019 14:45 Lars var ekki par sáttur við umfjöllun norskra fjölmiðla um leik Norðmanna og Spánverja. vísir/getty Lars Lagerbäck lét norska fjölmiðla heyra það á blaðamannafundi í dag. Noregur tapaði 2-1 fyrir Spáni í undankeppni EM 2020 í gær og norska pressan gaf frammistöðu liðsins ekki háa einkunn. Håvard Nordtveit, leikmaður Fulham, fékk ekki góða umsögn og þá var Lars gagnrýndur fyrir að skipta Martin Odegaard snemma af velli. „Með fullri virðingu fyrir ykkar starfi höfum við aðra sýn á fótbolta. Håvard lék einn sinn besta landsleik en gerði ein mistök og þá er hann allt í einu ekki álitinn nógu góður til að spila með landsliðinu. Mitt hlutverk er að byggja leikmenn upp á meðan ykkar hlutverk er kannski að rífa þá niður,“ sagði Lars. Svíinn bætti því við að hann hefði ekki lagt það í vana sinn að lesa umfjöllun fjölmiðla um leiki sinna liða. Hann hafi hins vegar breytt út af vananum í gær og furðaði sig á umfjölluninni um leikinn gegn Spáni. Lars sagðist hafa góða reynslu af íslenskum fjölmiðlum og sagði þá starfa öðruvísi en fjölmiðlar í öðrum löndum þar sem hann hefur starfað. „Íslenskir fjölmiðlar eru frábrugðnir öðrum. Norskir fjölmiðlar vinna eins og fjölmiðlar í Svíþjóð og Nígeríu. Þar var pressan mikil. Íslenskir fjölmiðlar hugsa um fótbolta og reyna að skilja hann út frá sjónarhorni þjálfaranna. Eflaust gerið þið það einnig en ykkar vinnuveitendur vilja kannski öðruvísi umfjöllun,“ sagði Lars. Noregur mætir Svíþjóð í öðrum leik sínum í undankeppni EM á þriðjudaginn. EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Vítaspyrna Ramos tryggði sigur á Norðmönnum Sergio Ramos tryggði Spánverjum sigur á lærisveinum Lars Lagerback í norska landsliðinu í fyrsta leik liðanna í undankeppni EM 2020. 23. mars 2019 21:45 Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Í beinni: ÍA - Valur | Bætir Pedersen markametið? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Markalaust í baráttunni um brúna Í beinni: ÍA - Valur | Bætir Pedersen markametið? Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Sjá meira
Lars Lagerbäck lét norska fjölmiðla heyra það á blaðamannafundi í dag. Noregur tapaði 2-1 fyrir Spáni í undankeppni EM 2020 í gær og norska pressan gaf frammistöðu liðsins ekki háa einkunn. Håvard Nordtveit, leikmaður Fulham, fékk ekki góða umsögn og þá var Lars gagnrýndur fyrir að skipta Martin Odegaard snemma af velli. „Með fullri virðingu fyrir ykkar starfi höfum við aðra sýn á fótbolta. Håvard lék einn sinn besta landsleik en gerði ein mistök og þá er hann allt í einu ekki álitinn nógu góður til að spila með landsliðinu. Mitt hlutverk er að byggja leikmenn upp á meðan ykkar hlutverk er kannski að rífa þá niður,“ sagði Lars. Svíinn bætti því við að hann hefði ekki lagt það í vana sinn að lesa umfjöllun fjölmiðla um leiki sinna liða. Hann hafi hins vegar breytt út af vananum í gær og furðaði sig á umfjölluninni um leikinn gegn Spáni. Lars sagðist hafa góða reynslu af íslenskum fjölmiðlum og sagði þá starfa öðruvísi en fjölmiðlar í öðrum löndum þar sem hann hefur starfað. „Íslenskir fjölmiðlar eru frábrugðnir öðrum. Norskir fjölmiðlar vinna eins og fjölmiðlar í Svíþjóð og Nígeríu. Þar var pressan mikil. Íslenskir fjölmiðlar hugsa um fótbolta og reyna að skilja hann út frá sjónarhorni þjálfaranna. Eflaust gerið þið það einnig en ykkar vinnuveitendur vilja kannski öðruvísi umfjöllun,“ sagði Lars. Noregur mætir Svíþjóð í öðrum leik sínum í undankeppni EM á þriðjudaginn.
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Vítaspyrna Ramos tryggði sigur á Norðmönnum Sergio Ramos tryggði Spánverjum sigur á lærisveinum Lars Lagerback í norska landsliðinu í fyrsta leik liðanna í undankeppni EM 2020. 23. mars 2019 21:45 Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Í beinni: ÍA - Valur | Bætir Pedersen markametið? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Markalaust í baráttunni um brúna Í beinni: ÍA - Valur | Bætir Pedersen markametið? Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Sjá meira
Vítaspyrna Ramos tryggði sigur á Norðmönnum Sergio Ramos tryggði Spánverjum sigur á lærisveinum Lars Lagerback í norska landsliðinu í fyrsta leik liðanna í undankeppni EM 2020. 23. mars 2019 21:45