„Ekki sniðugt“ hjá mótmælendum að hengja spjöld á Jón Sigurðsson Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. mars 2019 13:00 Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur að það hafi ekki verið gott ráð hjá mótmælendum á Austurvelli að hengja mótmælaspjöld á styttuna af Jóni Sigurðssyni. Það hafi ekki truflað hann en það truflaði marga og segist Brynjar ekki viss um að þetta hafi verið sniðugt hjá mótmælendunum ef þeir hafi ætlað að ná einhverjum árangri og fá fólk í lið með sér. Þetta kom fram í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun þar sem Brynjar, Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, og Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, ræddu mótmæli hælisleitenda á Austurvelli, orðræðu í garð þeirra og fleira tengt útlendingamálum hér á landi.Of mikið gert úr umræðunni Töluvert hefur verið um neikvæðar athugasemdir í garð hælisleitenda og mótmælenda undanfarið eins og kom fram í umfjöllun Fréttablaðsins. Brynjar sagði að sér þætti of mikið gert úr þeirri umræðu. Ísland væri eitt opnasta samfélag í Evrópu og það væri ekkert að því að menn mótmæli. „Þetta voru fámenn mótmæli, skipulögð af íslensku No Borders-fólki greinilega og fólk á bara rétt á að mótmæla. Menn mega alveg vita það að þetta er viðkvæmt og um leið og menn fara að hengja eitthvað á Jón Sigurðsson, ég held að það hafi ekki verið gott ráð hjá þeim að gera það. Ekki það að hún hefur oft verið klædd í eitthvað áður og truflar mig í sjálfu sér ekki en truflar samt marga. Þannig að ég er ekki viss um að þetta hafi verið sniðugt hjá þeim ef þau ætla að ná einhverjum árangri fá fólk með sér og annað slíkt. En fólk verður bara að gera þetta eins og því sýnist. Það er réttur þeirra og þá er bara spurning hvort það geri gagn fyrir þau,“ sagði Brynjar.Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar. Fréttablaðið/GVAGagnrýnin komin fram áður en spjöldin voru hengd á styttuna Hanna Katrín tók undir með Brynjari varðandi það íslenskt samfélag væri með þeim opnari og frjálslyndari í heiminum. Kannski þess vegna væri fólk á varðbergi gagnvart ytri merkjum þess að það væri að breytast. Þá væru friðsöm mótmæli eitt af kennileitum opins samfélags. „Ég held að við séum á mjög rangri för ef við ætlum að fara að flokka niður hverjir mega mótmæla og hverjir ekki frekar en hvernig mótmælin eru. Það má vel vera að þessi pappaspjöld eða hvað þetta nú var sem fór á styttuna hafi velt einhverjum steinum hjá einhverjum. En gagnrýnin var nú alveg komin samt annars vegar á tjaldið á grasflötina, skítinn og guð má vita hvað. Þannig að þó að styttan hefði sloppið við pappaspjaldið þá hefði það ekkert þaggað niður í þessum mótmælum. Þetta kannski kristallaðist aðeins þar,“ sagði Hanna Katrín.Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, á opnum fundi allsherjar- og menntamálanefndar í síðustu viku þar sem meint harðræði lögreglu gagnvart mótmælendum var til umfjöllunar.vísir/vilhelmViðbrögð lögreglu skipti máli fyrir viðbrögð almennings Rósa Björk benti á að það skipti líka máli hvernig lögreglan bregst við. Þegar lögreglan taki til varna á ákveðinn hátt eða beiti þeim aðferðum sem hún gerði við mótmæli hælisleitenda þá votti það ákveðin viðbrögð hjá almenningi. „Lögreglan nýtur 90 prósent trausts hjá þjóðinni og það að lögreglan hafi beitt í fyrsta skipti frá árinu 2009 piparúða, og þessi viðbrögð lögreglunnar eins og við sáum öll á myndum, það er líka svo alvarlegt þegar það kemur að því að votta ákveðin viðbrögð hjá almenningi. Ég held að það sé alveg rétt að það hafi alltaf verið undirliggjandi rasismi á Íslandi eins og annars staðar. Ég held við getum bara leyft okkur að fullyrða það. En að tala svona alvarlega og með þessum hætti opinberlega það er eitthvað svolítið nýtt og þetta er kannski ljótara og grófara sem við höfum áður séð,“ sagði Rósa Björk. Umræða þingmannanna í Sprengisandi var í tveimur hlutum. Fyrri helming umræðunnar má heyra í spilaranum efst í fréttinni og síðari hlutann í spilaranum hér fyrir neðan. Alþingi Hælisleitendur Sprengisandur Styttur og útilistaverk Tengdar fréttir Páll frábiður sér það að vera stimplaður rasisti Páll Magnússon telur fráleitt að tengja rasisma við gagnrýni á umgengni á Austurvelli. 20. mars 2019 10:43 Segir ekkert til sem heiti krúttleg valdbeiting Þingmanni sem varð vitni að mótmælum hælisleitenda á Austurvelli í síðustu viku blöskraði aðgerðir lögreglu. Lögregla segir að gætt hafi verið meðalhófs. 22. mars 2019 08:00 Þingmaður VG um viðbrögð lögreglu á Austurvelli: „Mér blöskraði og mér brá“ Aðgerðir lögreglu vegna mótmæla hælisleitenda á Austurvelli undanfarna daga eru komnar inn á borð nefndar um eftirlit með lögreglu. Þingmaður sem varð vitni af mótmælunum segir að sér hafi blöskrað aðgerðir lögreglu. 21. mars 2019 13:20 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur að það hafi ekki verið gott ráð hjá mótmælendum á Austurvelli að hengja mótmælaspjöld á styttuna af Jóni Sigurðssyni. Það hafi ekki truflað hann en það truflaði marga og segist Brynjar ekki viss um að þetta hafi verið sniðugt hjá mótmælendunum ef þeir hafi ætlað að ná einhverjum árangri og fá fólk í lið með sér. Þetta kom fram í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun þar sem Brynjar, Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, og Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, ræddu mótmæli hælisleitenda á Austurvelli, orðræðu í garð þeirra og fleira tengt útlendingamálum hér á landi.Of mikið gert úr umræðunni Töluvert hefur verið um neikvæðar athugasemdir í garð hælisleitenda og mótmælenda undanfarið eins og kom fram í umfjöllun Fréttablaðsins. Brynjar sagði að sér þætti of mikið gert úr þeirri umræðu. Ísland væri eitt opnasta samfélag í Evrópu og það væri ekkert að því að menn mótmæli. „Þetta voru fámenn mótmæli, skipulögð af íslensku No Borders-fólki greinilega og fólk á bara rétt á að mótmæla. Menn mega alveg vita það að þetta er viðkvæmt og um leið og menn fara að hengja eitthvað á Jón Sigurðsson, ég held að það hafi ekki verið gott ráð hjá þeim að gera það. Ekki það að hún hefur oft verið klædd í eitthvað áður og truflar mig í sjálfu sér ekki en truflar samt marga. Þannig að ég er ekki viss um að þetta hafi verið sniðugt hjá þeim ef þau ætla að ná einhverjum árangri fá fólk með sér og annað slíkt. En fólk verður bara að gera þetta eins og því sýnist. Það er réttur þeirra og þá er bara spurning hvort það geri gagn fyrir þau,“ sagði Brynjar.Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar. Fréttablaðið/GVAGagnrýnin komin fram áður en spjöldin voru hengd á styttuna Hanna Katrín tók undir með Brynjari varðandi það íslenskt samfélag væri með þeim opnari og frjálslyndari í heiminum. Kannski þess vegna væri fólk á varðbergi gagnvart ytri merkjum þess að það væri að breytast. Þá væru friðsöm mótmæli eitt af kennileitum opins samfélags. „Ég held að við séum á mjög rangri för ef við ætlum að fara að flokka niður hverjir mega mótmæla og hverjir ekki frekar en hvernig mótmælin eru. Það má vel vera að þessi pappaspjöld eða hvað þetta nú var sem fór á styttuna hafi velt einhverjum steinum hjá einhverjum. En gagnrýnin var nú alveg komin samt annars vegar á tjaldið á grasflötina, skítinn og guð má vita hvað. Þannig að þó að styttan hefði sloppið við pappaspjaldið þá hefði það ekkert þaggað niður í þessum mótmælum. Þetta kannski kristallaðist aðeins þar,“ sagði Hanna Katrín.Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, á opnum fundi allsherjar- og menntamálanefndar í síðustu viku þar sem meint harðræði lögreglu gagnvart mótmælendum var til umfjöllunar.vísir/vilhelmViðbrögð lögreglu skipti máli fyrir viðbrögð almennings Rósa Björk benti á að það skipti líka máli hvernig lögreglan bregst við. Þegar lögreglan taki til varna á ákveðinn hátt eða beiti þeim aðferðum sem hún gerði við mótmæli hælisleitenda þá votti það ákveðin viðbrögð hjá almenningi. „Lögreglan nýtur 90 prósent trausts hjá þjóðinni og það að lögreglan hafi beitt í fyrsta skipti frá árinu 2009 piparúða, og þessi viðbrögð lögreglunnar eins og við sáum öll á myndum, það er líka svo alvarlegt þegar það kemur að því að votta ákveðin viðbrögð hjá almenningi. Ég held að það sé alveg rétt að það hafi alltaf verið undirliggjandi rasismi á Íslandi eins og annars staðar. Ég held við getum bara leyft okkur að fullyrða það. En að tala svona alvarlega og með þessum hætti opinberlega það er eitthvað svolítið nýtt og þetta er kannski ljótara og grófara sem við höfum áður séð,“ sagði Rósa Björk. Umræða þingmannanna í Sprengisandi var í tveimur hlutum. Fyrri helming umræðunnar má heyra í spilaranum efst í fréttinni og síðari hlutann í spilaranum hér fyrir neðan.
Alþingi Hælisleitendur Sprengisandur Styttur og útilistaverk Tengdar fréttir Páll frábiður sér það að vera stimplaður rasisti Páll Magnússon telur fráleitt að tengja rasisma við gagnrýni á umgengni á Austurvelli. 20. mars 2019 10:43 Segir ekkert til sem heiti krúttleg valdbeiting Þingmanni sem varð vitni að mótmælum hælisleitenda á Austurvelli í síðustu viku blöskraði aðgerðir lögreglu. Lögregla segir að gætt hafi verið meðalhófs. 22. mars 2019 08:00 Þingmaður VG um viðbrögð lögreglu á Austurvelli: „Mér blöskraði og mér brá“ Aðgerðir lögreglu vegna mótmæla hælisleitenda á Austurvelli undanfarna daga eru komnar inn á borð nefndar um eftirlit með lögreglu. Þingmaður sem varð vitni af mótmælunum segir að sér hafi blöskrað aðgerðir lögreglu. 21. mars 2019 13:20 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Páll frábiður sér það að vera stimplaður rasisti Páll Magnússon telur fráleitt að tengja rasisma við gagnrýni á umgengni á Austurvelli. 20. mars 2019 10:43
Segir ekkert til sem heiti krúttleg valdbeiting Þingmanni sem varð vitni að mótmælum hælisleitenda á Austurvelli í síðustu viku blöskraði aðgerðir lögreglu. Lögregla segir að gætt hafi verið meðalhófs. 22. mars 2019 08:00
Þingmaður VG um viðbrögð lögreglu á Austurvelli: „Mér blöskraði og mér brá“ Aðgerðir lögreglu vegna mótmæla hælisleitenda á Austurvelli undanfarna daga eru komnar inn á borð nefndar um eftirlit með lögreglu. Þingmaður sem varð vitni af mótmælunum segir að sér hafi blöskrað aðgerðir lögreglu. 21. mars 2019 13:20