Bíðum eins og börn á jólum eftir nýjum Herjólfi Sighvatur Jónsson skrifar 24. mars 2019 12:15 Um borð í nýja Herjólfi. Mynd/Andrés Sigurðsson Ferðamálasamtök Vestmannaeyja telja mikilvægt að nýr Herjólfur verði afhentur um mánaðamótin vegna fjölgunar erlendra ferðamanna á þessum árstíma. Talsmaður samtakanna segir þó mikilvægast að geta tekið Landeyjahöfn í notkun sem fyrst. Vegagerðin upplýsti í gær að óvíst er hvenær nýr Herjólfur verður afhentur vegna ágreinings við skipasmíðastöðina í Póllandi um lokauppgjör. Skipasmíðastöðin gerir kröfu um viðbótargreiðslu sem Vegagerðin hefur hafnað. Vonir stóðu til að ný ferja kæmist í gagnið um mánaðamótin þegar nýtt rekstrarfélag Eyjamanna, Herjólfur ohf., tekur við rekstri hennar.Herjólfur í prufusiglingu í Póllandi.VegagerðinFerðamönnum fjölgi á þessum árstíma Magnús Bragason hjá Ferðamálasamtökum Vestmannaeyja segir að Eyjamenn hlakki mikið til að fá nýjan Herjólf. „Frá og með næstu mánaðamótum viljum við fara að sjá skipið því þá verður mikil aukning á erlendum gestum. Og þá sérstaklega viljum við að Landeyjahöfn fari að opna.“ Magnús er ósáttur við hversu hægt gengur að dýpka Landeyjahöfn fyrir núverandi Herjólf. „Okkur finnst það ganga allt of hægt og það er verið að nota til þess verkfæri sem eru allt of afkastalítil. Okkur blæðir fyrir þegar hlutirnir eru gerðir svona illa.“ Framkvæmdastjóri Björgunar hefur svarað gagnrýni Eyjamanna þannig að afkastageta fyrirtækisins sé í samræmi við forsendur í tilboðsgögnum Vegagerðarinnar.Heimamenn taka við rekstri Herjólfs 30. mars næstkomandi og þá verða sjö ferðir daglega milli lands og Eyja.Vísir/EinarGamli Herjólfur áfram í Eyjum Ferðamálasamtök Vestmannaeyja hafa bent á mikilvægi þess að nota gamla Herjólf áfram þegar sá nýi kemur. Magnús Bragason segir að þá daga sem mikið er bókað í nýju ferjuna í sumar mætti nota gamla skipið til viðbótar við farþegaflutninga. Einnig megi nýta gamla Herjólf áfram til vöruflutninga um Þorlákshöfn. Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, segir að gamla skipið verði áfram í Eyjum, í að minnsta kosti eitt ár eftir að nýr Herjólfur kemur. Íris segir að seinkun á afhendingu Herjólfs hafi ekki áhrif á það að heimamenn taki við rekstrinum næsta laugardag. Þá sigli Herjólfur eftir nýrri áætlun, sjö ferðir á dag. Vissulega séu Eyjamenn þó ósáttir við tafir á afhendingu nýju ferjunnar. Magnús Bragason líkir biðinni eftir nýjum Herjólfi við jólin. „Við erum eins og börn sem bíða eftir að fá að opna pakkana um jólin. Í upphafi sögðu foreldrarnir að það yrði eftir mat, síðan eftir eftirréttinn og nú er það orðið um miðnætti.“ Magnús segir að Eyjamenn reyni að vera þolinmóðir. „En þetta er að verða óþolandi.“ Herjólfur Samgöngur Vestmannaeyjar Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
Ferðamálasamtök Vestmannaeyja telja mikilvægt að nýr Herjólfur verði afhentur um mánaðamótin vegna fjölgunar erlendra ferðamanna á þessum árstíma. Talsmaður samtakanna segir þó mikilvægast að geta tekið Landeyjahöfn í notkun sem fyrst. Vegagerðin upplýsti í gær að óvíst er hvenær nýr Herjólfur verður afhentur vegna ágreinings við skipasmíðastöðina í Póllandi um lokauppgjör. Skipasmíðastöðin gerir kröfu um viðbótargreiðslu sem Vegagerðin hefur hafnað. Vonir stóðu til að ný ferja kæmist í gagnið um mánaðamótin þegar nýtt rekstrarfélag Eyjamanna, Herjólfur ohf., tekur við rekstri hennar.Herjólfur í prufusiglingu í Póllandi.VegagerðinFerðamönnum fjölgi á þessum árstíma Magnús Bragason hjá Ferðamálasamtökum Vestmannaeyja segir að Eyjamenn hlakki mikið til að fá nýjan Herjólf. „Frá og með næstu mánaðamótum viljum við fara að sjá skipið því þá verður mikil aukning á erlendum gestum. Og þá sérstaklega viljum við að Landeyjahöfn fari að opna.“ Magnús er ósáttur við hversu hægt gengur að dýpka Landeyjahöfn fyrir núverandi Herjólf. „Okkur finnst það ganga allt of hægt og það er verið að nota til þess verkfæri sem eru allt of afkastalítil. Okkur blæðir fyrir þegar hlutirnir eru gerðir svona illa.“ Framkvæmdastjóri Björgunar hefur svarað gagnrýni Eyjamanna þannig að afkastageta fyrirtækisins sé í samræmi við forsendur í tilboðsgögnum Vegagerðarinnar.Heimamenn taka við rekstri Herjólfs 30. mars næstkomandi og þá verða sjö ferðir daglega milli lands og Eyja.Vísir/EinarGamli Herjólfur áfram í Eyjum Ferðamálasamtök Vestmannaeyja hafa bent á mikilvægi þess að nota gamla Herjólf áfram þegar sá nýi kemur. Magnús Bragason segir að þá daga sem mikið er bókað í nýju ferjuna í sumar mætti nota gamla skipið til viðbótar við farþegaflutninga. Einnig megi nýta gamla Herjólf áfram til vöruflutninga um Þorlákshöfn. Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, segir að gamla skipið verði áfram í Eyjum, í að minnsta kosti eitt ár eftir að nýr Herjólfur kemur. Íris segir að seinkun á afhendingu Herjólfs hafi ekki áhrif á það að heimamenn taki við rekstrinum næsta laugardag. Þá sigli Herjólfur eftir nýrri áætlun, sjö ferðir á dag. Vissulega séu Eyjamenn þó ósáttir við tafir á afhendingu nýju ferjunnar. Magnús Bragason líkir biðinni eftir nýjum Herjólfi við jólin. „Við erum eins og börn sem bíða eftir að fá að opna pakkana um jólin. Í upphafi sögðu foreldrarnir að það yrði eftir mat, síðan eftir eftirréttinn og nú er það orðið um miðnætti.“ Magnús segir að Eyjamenn reyni að vera þolinmóðir. „En þetta er að verða óþolandi.“
Herjólfur Samgöngur Vestmannaeyjar Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira