Lukaku kom ekkert við sögu í fyrsta leik Belga í undankeppni EM 2020 á fimmtudag vegna meiðsla á fæti. Hann ferðaðist ekki með belgíska liðinu til Kýpur í morgun.
Meiðslin hafa verið að trufla Lukaku síðustu vikur en hann var ekki með í ensku bikarkeppninni um síðustu helgi.
Þá er ekki víst að hann verði orðinn leikfær í fyrsta leik eftir landsleikjahléið, gegn Watford 30. mars.
@RomeluLukaku9 will not travel with us to Cyprus this morning due to a foot injury. Get well soon, Romelu! #CYPBEL#COMEONBELGIUM #EURO2020#EuropeanQualifierspic.twitter.com/7cbBVU2fmD
— Belgian Red Devils (@BelRedDevils) March 23, 2019