Lygileg endurkoma Dana sem voru 3-0 undir á 84. mínútu | Helgi fékk skell gegn Ítölum Anton Ingi Leifsson skrifar 26. mars 2019 21:45 Yussuf Poulsen í leiknum í kvöld. vísir/getty Danmörk náði ótrúlega jafntefli gegn Sviss, 3-3, er liðin mættust í undankeppni EM 2020 í Sviss í kvöld. Heimamenn náðu 3-0 forystu en Danirnir voru ekki af baki dottnir og náðu stigi út úr viðureign kvöldsins. Remo Freuler kom Sviss yfir á 19. mínútu en markið átti aldrei að standa þar sem hann handlék knöttinn í aðdraganda marksins. Granit Xhaka tvöfaldaði svo forystuna á 66. mínútu með frábæru skoti og tíu mínútum síðar kom Breel Embolo Sviss í -0. Mathias Joergensen minnkaði muninn á 84. mínútu, Christian Gytkjaer breytti stöðunni í 3-2 fjórum mínútum síðar og er langt var komið inn í uppbótartíma var það svo Henrik Dalsgaard sem jafnaði metin. Ævintýraleg endurkoma. Í sama riðli unnu Írar nauman 1-0 sigur á Georgíu. Eina mark leiksins skoraði Conor Hourihane á 35. mínútu og Írar eru með sex stig í riðlinum. Sviss er í öðru sætinu með fjögur stig, Danir eru með eitt en Gíbraltar og Georgía án stiga. Spánverjar létu tvö mörk duga er þeir mættu Möltu á útivelli í kvöld en Spánverjar hafa ekki verið sannfærandi í fyrstu tveimur leikjum sínum í riðlinum. Lokatölur 2-0. Mörkin skoraði Alvaro Morata. Í sama riðli var rosaleg dramatík í leik Noregs og Svía en Gunnar Nielsen fékk á sig fjögur mörk er Færeyjar tapaði 4-1 fyrir Rúmeníu á útivelli. Brandur Olsen spilaði allan leikinn fyrir Færeyja en Kaj Leó í Bartalsstovu var tekinn af velli á 67. mínútu. Spánverjar eru á toppi riðilsins með sex stig, Svíþjóð er með fjögur, Rúmenía þrjú sem og Malta en Noregur er með eitt stig. Færeyjar eru á botni riðilsins án stiga. Helgi Kolviðsson og lærisveinar fengu svo skell gegn Ítalíu á útivelli en Helgi stýrir Liechtenstein. Þeir töpuðu 6-0. Fabio Quagliarella gerði tvö mörk og þeir Moise Kean, Leonardo Pavoletti, Stefano Sensi og Marco Verratti gerðu sitt hvort markið. Staðan var 4-0 í hálfleik. Grikkar björguðu stigi gegn Bosníu á útivelli en þeir voru lentir 2-0 undir eftir fimmtán mínútur. Jöfnunarmarkið kom fimm mínútur fyrir leikslok en í sama riðli unnu Finnar 2-0 sigur á Armenum. Íslandsvinurinn Pyry Soiri skoraði annað mark Finna. Ítalía er á toppi riðilsins með sex stig en Grikkir og Bosníumenn eru með fjögur stig. Finnland er með þrjú en Armenía og Liechtenstein eru án stiga.Öll úrslit dagsins:D-riðill: Írland - Georgia 1-0 Sviss - Danmörk 3-3F-riðill: Malta - Spánn 0-2 Noregur - Svíþjóð 3-3 Rúmenía - Færeyjar 4-1J-riðill: Armenía - Finnland 0-2 Bosnía - Grikkland 2-2 Ítalía - Liechtenstein 6-0 EM 2020 í fótbolta Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Körfubolti Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Baðst afsökunar á því að hafa beðið um að mótherjinn setti á sig svitalyktareyði Sport Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Varar Arsenal menn við: „Real Madrid er Real Madrid“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Andriy Shevchenko á leið til Íslands Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Sjá meira
Danmörk náði ótrúlega jafntefli gegn Sviss, 3-3, er liðin mættust í undankeppni EM 2020 í Sviss í kvöld. Heimamenn náðu 3-0 forystu en Danirnir voru ekki af baki dottnir og náðu stigi út úr viðureign kvöldsins. Remo Freuler kom Sviss yfir á 19. mínútu en markið átti aldrei að standa þar sem hann handlék knöttinn í aðdraganda marksins. Granit Xhaka tvöfaldaði svo forystuna á 66. mínútu með frábæru skoti og tíu mínútum síðar kom Breel Embolo Sviss í -0. Mathias Joergensen minnkaði muninn á 84. mínútu, Christian Gytkjaer breytti stöðunni í 3-2 fjórum mínútum síðar og er langt var komið inn í uppbótartíma var það svo Henrik Dalsgaard sem jafnaði metin. Ævintýraleg endurkoma. Í sama riðli unnu Írar nauman 1-0 sigur á Georgíu. Eina mark leiksins skoraði Conor Hourihane á 35. mínútu og Írar eru með sex stig í riðlinum. Sviss er í öðru sætinu með fjögur stig, Danir eru með eitt en Gíbraltar og Georgía án stiga. Spánverjar létu tvö mörk duga er þeir mættu Möltu á útivelli í kvöld en Spánverjar hafa ekki verið sannfærandi í fyrstu tveimur leikjum sínum í riðlinum. Lokatölur 2-0. Mörkin skoraði Alvaro Morata. Í sama riðli var rosaleg dramatík í leik Noregs og Svía en Gunnar Nielsen fékk á sig fjögur mörk er Færeyjar tapaði 4-1 fyrir Rúmeníu á útivelli. Brandur Olsen spilaði allan leikinn fyrir Færeyja en Kaj Leó í Bartalsstovu var tekinn af velli á 67. mínútu. Spánverjar eru á toppi riðilsins með sex stig, Svíþjóð er með fjögur, Rúmenía þrjú sem og Malta en Noregur er með eitt stig. Færeyjar eru á botni riðilsins án stiga. Helgi Kolviðsson og lærisveinar fengu svo skell gegn Ítalíu á útivelli en Helgi stýrir Liechtenstein. Þeir töpuðu 6-0. Fabio Quagliarella gerði tvö mörk og þeir Moise Kean, Leonardo Pavoletti, Stefano Sensi og Marco Verratti gerðu sitt hvort markið. Staðan var 4-0 í hálfleik. Grikkar björguðu stigi gegn Bosníu á útivelli en þeir voru lentir 2-0 undir eftir fimmtán mínútur. Jöfnunarmarkið kom fimm mínútur fyrir leikslok en í sama riðli unnu Finnar 2-0 sigur á Armenum. Íslandsvinurinn Pyry Soiri skoraði annað mark Finna. Ítalía er á toppi riðilsins með sex stig en Grikkir og Bosníumenn eru með fjögur stig. Finnland er með þrjú en Armenía og Liechtenstein eru án stiga.Öll úrslit dagsins:D-riðill: Írland - Georgia 1-0 Sviss - Danmörk 3-3F-riðill: Malta - Spánn 0-2 Noregur - Svíþjóð 3-3 Rúmenía - Færeyjar 4-1J-riðill: Armenía - Finnland 0-2 Bosnía - Grikkland 2-2 Ítalía - Liechtenstein 6-0
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Körfubolti Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Baðst afsökunar á því að hafa beðið um að mótherjinn setti á sig svitalyktareyði Sport Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Varar Arsenal menn við: „Real Madrid er Real Madrid“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Andriy Shevchenko á leið til Íslands Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Sjá meira