Lygileg endurkoma Dana sem voru 3-0 undir á 84. mínútu | Helgi fékk skell gegn Ítölum Anton Ingi Leifsson skrifar 26. mars 2019 21:45 Yussuf Poulsen í leiknum í kvöld. vísir/getty Danmörk náði ótrúlega jafntefli gegn Sviss, 3-3, er liðin mættust í undankeppni EM 2020 í Sviss í kvöld. Heimamenn náðu 3-0 forystu en Danirnir voru ekki af baki dottnir og náðu stigi út úr viðureign kvöldsins. Remo Freuler kom Sviss yfir á 19. mínútu en markið átti aldrei að standa þar sem hann handlék knöttinn í aðdraganda marksins. Granit Xhaka tvöfaldaði svo forystuna á 66. mínútu með frábæru skoti og tíu mínútum síðar kom Breel Embolo Sviss í -0. Mathias Joergensen minnkaði muninn á 84. mínútu, Christian Gytkjaer breytti stöðunni í 3-2 fjórum mínútum síðar og er langt var komið inn í uppbótartíma var það svo Henrik Dalsgaard sem jafnaði metin. Ævintýraleg endurkoma. Í sama riðli unnu Írar nauman 1-0 sigur á Georgíu. Eina mark leiksins skoraði Conor Hourihane á 35. mínútu og Írar eru með sex stig í riðlinum. Sviss er í öðru sætinu með fjögur stig, Danir eru með eitt en Gíbraltar og Georgía án stiga. Spánverjar létu tvö mörk duga er þeir mættu Möltu á útivelli í kvöld en Spánverjar hafa ekki verið sannfærandi í fyrstu tveimur leikjum sínum í riðlinum. Lokatölur 2-0. Mörkin skoraði Alvaro Morata. Í sama riðli var rosaleg dramatík í leik Noregs og Svía en Gunnar Nielsen fékk á sig fjögur mörk er Færeyjar tapaði 4-1 fyrir Rúmeníu á útivelli. Brandur Olsen spilaði allan leikinn fyrir Færeyja en Kaj Leó í Bartalsstovu var tekinn af velli á 67. mínútu. Spánverjar eru á toppi riðilsins með sex stig, Svíþjóð er með fjögur, Rúmenía þrjú sem og Malta en Noregur er með eitt stig. Færeyjar eru á botni riðilsins án stiga. Helgi Kolviðsson og lærisveinar fengu svo skell gegn Ítalíu á útivelli en Helgi stýrir Liechtenstein. Þeir töpuðu 6-0. Fabio Quagliarella gerði tvö mörk og þeir Moise Kean, Leonardo Pavoletti, Stefano Sensi og Marco Verratti gerðu sitt hvort markið. Staðan var 4-0 í hálfleik. Grikkar björguðu stigi gegn Bosníu á útivelli en þeir voru lentir 2-0 undir eftir fimmtán mínútur. Jöfnunarmarkið kom fimm mínútur fyrir leikslok en í sama riðli unnu Finnar 2-0 sigur á Armenum. Íslandsvinurinn Pyry Soiri skoraði annað mark Finna. Ítalía er á toppi riðilsins með sex stig en Grikkir og Bosníumenn eru með fjögur stig. Finnland er með þrjú en Armenía og Liechtenstein eru án stiga.Öll úrslit dagsins:D-riðill: Írland - Georgia 1-0 Sviss - Danmörk 3-3F-riðill: Malta - Spánn 0-2 Noregur - Svíþjóð 3-3 Rúmenía - Færeyjar 4-1J-riðill: Armenía - Finnland 0-2 Bosnía - Grikkland 2-2 Ítalía - Liechtenstein 6-0 EM 2020 í fótbolta Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Pólland - Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Í beinni: Svíþjóð - Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira
Danmörk náði ótrúlega jafntefli gegn Sviss, 3-3, er liðin mættust í undankeppni EM 2020 í Sviss í kvöld. Heimamenn náðu 3-0 forystu en Danirnir voru ekki af baki dottnir og náðu stigi út úr viðureign kvöldsins. Remo Freuler kom Sviss yfir á 19. mínútu en markið átti aldrei að standa þar sem hann handlék knöttinn í aðdraganda marksins. Granit Xhaka tvöfaldaði svo forystuna á 66. mínútu með frábæru skoti og tíu mínútum síðar kom Breel Embolo Sviss í -0. Mathias Joergensen minnkaði muninn á 84. mínútu, Christian Gytkjaer breytti stöðunni í 3-2 fjórum mínútum síðar og er langt var komið inn í uppbótartíma var það svo Henrik Dalsgaard sem jafnaði metin. Ævintýraleg endurkoma. Í sama riðli unnu Írar nauman 1-0 sigur á Georgíu. Eina mark leiksins skoraði Conor Hourihane á 35. mínútu og Írar eru með sex stig í riðlinum. Sviss er í öðru sætinu með fjögur stig, Danir eru með eitt en Gíbraltar og Georgía án stiga. Spánverjar létu tvö mörk duga er þeir mættu Möltu á útivelli í kvöld en Spánverjar hafa ekki verið sannfærandi í fyrstu tveimur leikjum sínum í riðlinum. Lokatölur 2-0. Mörkin skoraði Alvaro Morata. Í sama riðli var rosaleg dramatík í leik Noregs og Svía en Gunnar Nielsen fékk á sig fjögur mörk er Færeyjar tapaði 4-1 fyrir Rúmeníu á útivelli. Brandur Olsen spilaði allan leikinn fyrir Færeyja en Kaj Leó í Bartalsstovu var tekinn af velli á 67. mínútu. Spánverjar eru á toppi riðilsins með sex stig, Svíþjóð er með fjögur, Rúmenía þrjú sem og Malta en Noregur er með eitt stig. Færeyjar eru á botni riðilsins án stiga. Helgi Kolviðsson og lærisveinar fengu svo skell gegn Ítalíu á útivelli en Helgi stýrir Liechtenstein. Þeir töpuðu 6-0. Fabio Quagliarella gerði tvö mörk og þeir Moise Kean, Leonardo Pavoletti, Stefano Sensi og Marco Verratti gerðu sitt hvort markið. Staðan var 4-0 í hálfleik. Grikkar björguðu stigi gegn Bosníu á útivelli en þeir voru lentir 2-0 undir eftir fimmtán mínútur. Jöfnunarmarkið kom fimm mínútur fyrir leikslok en í sama riðli unnu Finnar 2-0 sigur á Armenum. Íslandsvinurinn Pyry Soiri skoraði annað mark Finna. Ítalía er á toppi riðilsins með sex stig en Grikkir og Bosníumenn eru með fjögur stig. Finnland er með þrjú en Armenía og Liechtenstein eru án stiga.Öll úrslit dagsins:D-riðill: Írland - Georgia 1-0 Sviss - Danmörk 3-3F-riðill: Malta - Spánn 0-2 Noregur - Svíþjóð 3-3 Rúmenía - Færeyjar 4-1J-riðill: Armenía - Finnland 0-2 Bosnía - Grikkland 2-2 Ítalía - Liechtenstein 6-0
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Pólland - Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Í beinni: Svíþjóð - Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira