Viðar: Ég og Kjarri erum góðir vinir Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Andorra skrifar 22. mars 2019 22:27 Viðar Örn Kjartansson átti góða innkomu í leik Andorra og Íslands í kvöld. Hann spilaði síðustu 20 mínútur leiksins og skoraði seinna markið í 2-0 sigri Íslands. „Það var mikill léttir að sjá hann inni. Ég hitti hann vel,“ sagði Viðar kampakátur eftir leikinn. „Það er skemmtilegra þegar markið er mikilvægt og það kláraði leikinn. Ég er sáttur.“ Viðar kom inn í landsliðið eftir að það kom saman á Peralada á Spáni í upphafi vikunnar en hann segir að það hafi ekki verið ákveðið fyrirfram að hann kæmi inn svo seint. „Hamren hringdi í mig. Ég var ekki búinn að spila fótbolta í smá tíma, alla vega ekki að viti. Ég var því hungraður í að koma hingað. Ég var spenntur fyrir þessu verkefni.“ Viðar segir að það sé ekkert grín að spila við Andorra á þessum velli. „Þeir eru erfiðir, geta refsað og beitt skyndisóknum. Þeir liggja svolítið í grasinu og svo leggja þeir rútunni í teignum. Það þarf mikla þolinmæði til að spila hérna.“ Hann er mjög feginn að Ísland fari nú til Parísar með þrjú stig. „Fyrir nokkrum árum hefði það ef til vill þótt vera alger skylda að vinna hér með nokkrum mörkum. En þeir hafa bætt sig mikið og náð í flott úrslit. Þetta er líka gott start hjá okkur og mikill léttir.“ Viðar fagnaði marki sínu í dag nokkuð sérstaklega, en það minnti á Twitter-færslu Kjartans Henrys Finnbogasonar fyrr í vikunni sem fjallað er um hér að neðan. „Það er búið að vera smá grín á vikunni á Twitter. Þetta var bara létt grín til baka. Ég og Kjarri erum góðir félagar og þetta er bara gert í mesta bróðerni. Ég var búinn að ákveða að fagna svona.“ EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Fagn Viðars minnti á Twitter-færslu Kjartans Henry Viðar Örn Kjartansson minnti rækilega á sig í Andorra í kvöld. 22. mars 2019 21:35 Einkunnir Íslands: Góð innkoma Viðars Mörk frá Birki Bjarnasyni og Viðari Erni Kjartanssyni tryggðu Íslandi sigur á Andorra í undankeppni EM 2020. 22. mars 2019 21:39 Viðar Örn kallaður inn í A-landsliðið Viðar Örn Kjartansson hefur verið kallaður inn í hóp Íslands fyrir leiki liðsins gegn Andorra og Frakklandi en þetta eru tveir fyrstu leikir íslenska landsliðsins í undankeppni EM 2020. 19. mars 2019 13:27 Kjartan Henry virðist ósáttur og skýtur á Viðar Örn og landsliðsvalið Framherjinn er að spila reglulega en leikmaður sem var hættur er valinn í hans stað. 20. mars 2019 10:45 Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Tvö Grindavíkurmörk eftir að þeir misstu mann útaf Íslenski boltinn Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Frá Klaksvík á Krókinn Íslenski boltinn F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Fleiri fréttir Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Sjá meira
Viðar Örn Kjartansson átti góða innkomu í leik Andorra og Íslands í kvöld. Hann spilaði síðustu 20 mínútur leiksins og skoraði seinna markið í 2-0 sigri Íslands. „Það var mikill léttir að sjá hann inni. Ég hitti hann vel,“ sagði Viðar kampakátur eftir leikinn. „Það er skemmtilegra þegar markið er mikilvægt og það kláraði leikinn. Ég er sáttur.“ Viðar kom inn í landsliðið eftir að það kom saman á Peralada á Spáni í upphafi vikunnar en hann segir að það hafi ekki verið ákveðið fyrirfram að hann kæmi inn svo seint. „Hamren hringdi í mig. Ég var ekki búinn að spila fótbolta í smá tíma, alla vega ekki að viti. Ég var því hungraður í að koma hingað. Ég var spenntur fyrir þessu verkefni.“ Viðar segir að það sé ekkert grín að spila við Andorra á þessum velli. „Þeir eru erfiðir, geta refsað og beitt skyndisóknum. Þeir liggja svolítið í grasinu og svo leggja þeir rútunni í teignum. Það þarf mikla þolinmæði til að spila hérna.“ Hann er mjög feginn að Ísland fari nú til Parísar með þrjú stig. „Fyrir nokkrum árum hefði það ef til vill þótt vera alger skylda að vinna hér með nokkrum mörkum. En þeir hafa bætt sig mikið og náð í flott úrslit. Þetta er líka gott start hjá okkur og mikill léttir.“ Viðar fagnaði marki sínu í dag nokkuð sérstaklega, en það minnti á Twitter-færslu Kjartans Henrys Finnbogasonar fyrr í vikunni sem fjallað er um hér að neðan. „Það er búið að vera smá grín á vikunni á Twitter. Þetta var bara létt grín til baka. Ég og Kjarri erum góðir félagar og þetta er bara gert í mesta bróðerni. Ég var búinn að ákveða að fagna svona.“
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Fagn Viðars minnti á Twitter-færslu Kjartans Henry Viðar Örn Kjartansson minnti rækilega á sig í Andorra í kvöld. 22. mars 2019 21:35 Einkunnir Íslands: Góð innkoma Viðars Mörk frá Birki Bjarnasyni og Viðari Erni Kjartanssyni tryggðu Íslandi sigur á Andorra í undankeppni EM 2020. 22. mars 2019 21:39 Viðar Örn kallaður inn í A-landsliðið Viðar Örn Kjartansson hefur verið kallaður inn í hóp Íslands fyrir leiki liðsins gegn Andorra og Frakklandi en þetta eru tveir fyrstu leikir íslenska landsliðsins í undankeppni EM 2020. 19. mars 2019 13:27 Kjartan Henry virðist ósáttur og skýtur á Viðar Örn og landsliðsvalið Framherjinn er að spila reglulega en leikmaður sem var hættur er valinn í hans stað. 20. mars 2019 10:45 Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Tvö Grindavíkurmörk eftir að þeir misstu mann útaf Íslenski boltinn Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Frá Klaksvík á Krókinn Íslenski boltinn F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Fleiri fréttir Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Sjá meira
Fagn Viðars minnti á Twitter-færslu Kjartans Henry Viðar Örn Kjartansson minnti rækilega á sig í Andorra í kvöld. 22. mars 2019 21:35
Einkunnir Íslands: Góð innkoma Viðars Mörk frá Birki Bjarnasyni og Viðari Erni Kjartanssyni tryggðu Íslandi sigur á Andorra í undankeppni EM 2020. 22. mars 2019 21:39
Viðar Örn kallaður inn í A-landsliðið Viðar Örn Kjartansson hefur verið kallaður inn í hóp Íslands fyrir leiki liðsins gegn Andorra og Frakklandi en þetta eru tveir fyrstu leikir íslenska landsliðsins í undankeppni EM 2020. 19. mars 2019 13:27
Kjartan Henry virðist ósáttur og skýtur á Viðar Örn og landsliðsvalið Framherjinn er að spila reglulega en leikmaður sem var hættur er valinn í hans stað. 20. mars 2019 10:45