Aron Einar: Virkilega ánægður Arnar Geir Halldórsson og Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifa 22. mars 2019 22:28 „Við vorum búnir að fara virkilega vel yfir þá. Við vissum hvað þeir gætu og við vissum hvernig þeir myndu koma til með að spila á móti okkur. Þeir reyna að pirra andstæðinginn og við vissum að það yrði erfitt að kljást við það. Við vorum agaðir í okkar leik og 2-0 sigur staðreynd; 3 punktar í farteskinu til Parísar og ég er virkilega ánægður með hvernig við komumst frá þessum leik,“ sagði landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson, eftir 0-2 sigur Íslands á Andorra í undankeppni EM í fótbolta. Þrátt fyrir algjöra yfirburði Íslands fékk Andorra þónokkrar hornspyrnur og einhver föst leikatriði á vallarhelmingi Íslands. Aron var þó aldrei áhyggjufullur í leiknum. „Nei, þannig séð ekki. Þeir spiluðu upp á föst leikatriði og vilja skora úr þeim. Við vörðumst þeim virkilega vel.“ Aron var heilt yfir ánægður með frammistöðu Íslands en hefði viljað sjá boltann oftar í netinu í fyrri hálfleiknum. „Við vissum að við værum sigurstranglegri og að við yrðum meira með boltann. Við fengum góð færi í fyrri hálfleik og hefðum átt að skora fleiri mörk þá en ég er bara ánægður með hvernig við höndluðum leikinn.“ Mikið hefur verið rætt um vallaraðstæður í Andorra en Aron nennti ekkert að velta sér upp úr þeim eftir að stigin þrjú voru komin í hús. „Það var erfitt. Sumir hlutar af vellinum voru þurrir og aðrir blautir. Það er bara eins og það er. Maður er ekki að kvarta yfir því þegar maður er kominn með þrjá punkta,“ sagði Aron. EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Einkunnir Íslands: Góð innkoma Viðars Mörk frá Birki Bjarnasyni og Viðari Erni Kjartanssyni tryggðu Íslandi sigur á Andorra í undankeppni EM 2020. 22. mars 2019 21:39 Umfjöllun: Andorra - Ísland 2-0 | Skylduverki lokið sem betur fer Ísland er komið með sín fyrstu stig í undankeppni EM 2020 eftir að hafa lagt Andorramenn að velli ytra í kvöld. 22. mars 2019 22:30 Raggi Sig: Þeir voru gjörsamlega óþolandi Ragnar Sigurðsson stóð vaktina í vörn Íslands í 0-2 sigri á Andorra í fyrsta leik undankeppni EM 2020. 22. mars 2019 21:56 Hamrén: Mikilvægast að vinna Landsliðsþjálfarinn gat leyft sér að brosa eftir sigurinn á Andorra í kvöld. 22. mars 2019 22:12 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Sjá meira
„Við vorum búnir að fara virkilega vel yfir þá. Við vissum hvað þeir gætu og við vissum hvernig þeir myndu koma til með að spila á móti okkur. Þeir reyna að pirra andstæðinginn og við vissum að það yrði erfitt að kljást við það. Við vorum agaðir í okkar leik og 2-0 sigur staðreynd; 3 punktar í farteskinu til Parísar og ég er virkilega ánægður með hvernig við komumst frá þessum leik,“ sagði landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson, eftir 0-2 sigur Íslands á Andorra í undankeppni EM í fótbolta. Þrátt fyrir algjöra yfirburði Íslands fékk Andorra þónokkrar hornspyrnur og einhver föst leikatriði á vallarhelmingi Íslands. Aron var þó aldrei áhyggjufullur í leiknum. „Nei, þannig séð ekki. Þeir spiluðu upp á föst leikatriði og vilja skora úr þeim. Við vörðumst þeim virkilega vel.“ Aron var heilt yfir ánægður með frammistöðu Íslands en hefði viljað sjá boltann oftar í netinu í fyrri hálfleiknum. „Við vissum að við værum sigurstranglegri og að við yrðum meira með boltann. Við fengum góð færi í fyrri hálfleik og hefðum átt að skora fleiri mörk þá en ég er bara ánægður með hvernig við höndluðum leikinn.“ Mikið hefur verið rætt um vallaraðstæður í Andorra en Aron nennti ekkert að velta sér upp úr þeim eftir að stigin þrjú voru komin í hús. „Það var erfitt. Sumir hlutar af vellinum voru þurrir og aðrir blautir. Það er bara eins og það er. Maður er ekki að kvarta yfir því þegar maður er kominn með þrjá punkta,“ sagði Aron.
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Einkunnir Íslands: Góð innkoma Viðars Mörk frá Birki Bjarnasyni og Viðari Erni Kjartanssyni tryggðu Íslandi sigur á Andorra í undankeppni EM 2020. 22. mars 2019 21:39 Umfjöllun: Andorra - Ísland 2-0 | Skylduverki lokið sem betur fer Ísland er komið með sín fyrstu stig í undankeppni EM 2020 eftir að hafa lagt Andorramenn að velli ytra í kvöld. 22. mars 2019 22:30 Raggi Sig: Þeir voru gjörsamlega óþolandi Ragnar Sigurðsson stóð vaktina í vörn Íslands í 0-2 sigri á Andorra í fyrsta leik undankeppni EM 2020. 22. mars 2019 21:56 Hamrén: Mikilvægast að vinna Landsliðsþjálfarinn gat leyft sér að brosa eftir sigurinn á Andorra í kvöld. 22. mars 2019 22:12 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Sjá meira
Einkunnir Íslands: Góð innkoma Viðars Mörk frá Birki Bjarnasyni og Viðari Erni Kjartanssyni tryggðu Íslandi sigur á Andorra í undankeppni EM 2020. 22. mars 2019 21:39
Umfjöllun: Andorra - Ísland 2-0 | Skylduverki lokið sem betur fer Ísland er komið með sín fyrstu stig í undankeppni EM 2020 eftir að hafa lagt Andorramenn að velli ytra í kvöld. 22. mars 2019 22:30
Raggi Sig: Þeir voru gjörsamlega óþolandi Ragnar Sigurðsson stóð vaktina í vörn Íslands í 0-2 sigri á Andorra í fyrsta leik undankeppni EM 2020. 22. mars 2019 21:56
Hamrén: Mikilvægast að vinna Landsliðsþjálfarinn gat leyft sér að brosa eftir sigurinn á Andorra í kvöld. 22. mars 2019 22:12