Einkunnir Íslands: Góð innkoma Viðars 22. mars 2019 21:39 Gylfi átti skínandi góðan leik. vísir/getty Íslenska karlalandsliðið í fótbolta vann 0-2 sigur á Andorra í fyrsta leik sínum í undankeppni EM 2020 í kvöld. Þetta var fyrsti sigur Íslands í 16 leikjum og sá fyrsti undir stjórn Eriks Hamrén. Birkir Bjarnason kom Íslendingum yfir á 22. mínútu með sínu ellefta landsliðsmarki. Þegar tíu mínútur voru til leiksloka skoraði Viðar Örn Kjartansson annað mark Íslands með frábæru skoti eftir fyrirgjöf Birkis Más Sævarssonar. Viðar nýtti þær 20 mínútur sem hann var inni á vellinum vel og þá átti Gylfi Þór Sigurðsson afar góðan leik og var besti maður vallarins. Einkunnagjöf Vísis má sjá hér fyrir neðan.Byrjunarliðið:Hannes Þór Halldórsson, markvörður 7 Þrátt fyrir allt fékk Hannes meira að gera en mátti reikna með fyrirfram. Varði gott skot um miðjan hálfleikinn eftir að hafa séð boltann seint. Öruggur í öllum sínum aðgerðum.Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður 7 Mjög áberandi í uppspilinu, sérstaklega í fyrri hálfleik, það fór mikið í gegnum hann. Gaf annars fá færi og sinnti sínu, það bar loks árangur þegar hann átti stoðsendinguna á Viðar í öðru marki Íslands.Kári Árnason, miðvörður 6 Kári sinnti sínu í vörn Íslands að venju. Duglegur að stýra samherjum sínum og var á tánum.Ragnar Sigurðsson, miðvörður 6 Stóð sig vel í leiknum eins og aðrir í vörn Íslands. Eftir að heimamenn sóttu meira en reiknað var með fyrirfram í fyrri hálfleik náðu þeir lítið að gera í þeim síðari. Lagði fyrra markið upp.Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður 6 Fékk tækifærið í stöðu vinstri bakvarðar og nýtti það ágætlega. Klókur á boltanum og gekk vel að koma honum í spil.Jóhann Berg Guðmundsson, hægri kantmaður 7 Mikið í boltanum, sérstaklega í fyrri hálfleik en heimamenn voru iðulega fljótir að tvöfalda á hann. Fékk gott skallafæri í seinni hálfleik sem hann var nálægt að nýta.Aron Einar Gunnarsson, miðjumaður 7 Spilaði í 60 mínútur, sem hefur líklega verið ákveðið fyrirfram. Stýrði miðjuspilinu vel en það var erfitt gegn afturliggjandi vörn heimamanna.Birkir Bjarnason, miðjumaður 8 Gerði það sem þurfti í þessum leik, að brjóta ísinn í fyrri hálfleik. Annars hefði leikurinn orðið mun erfiðari en hann þó var. Duglegur og sinnti varnarhlutverki sínu vel og var nálægt því að bæta við öðru marki í síðari hálfleik.Arnór Sigurðsson, vinstri kantmaður 6 Hans hæfileikar eru augljósir en þeir nýttust Íslandi í kvöld því miður ekki nægilega vel. Leikurinn var þess eðlis. En þess fyrir utan duglegur.Gylfi Þór Sigurðsson, sóknarmiðjumaður 8 Sem fyrr var Gylfi oft í sérflokki inni á vellinum. Hann var eins og allir í íslenska liðinu þolinmóður sem hefur ekki verið auðvelt í þessum leik. Fékk skotfæri í fyrri hálfleik sem var varið, annars hefði maður gjarnan vilja sjá meiri skotógn frá Gylfa.Alfreð Finnbogason, framherji 6 Hefði átt að skora snemma leiks þegar hann skaut yfir af skömmu færi. Annars fékk hann úr litlu úr moða í leiknum enda heimamenn fjölmennir í eigin vítateig.Varamenn:Rúnar Már Sigurjónsson - (Kom inn á fyrir Aron Einar á 63. mínútu) 6Fín innkoma hjá Rúnari og hann var ákveðinn í sínum aðgerðum.Viðar Örn Kjartansson - (Kom inn á fyrir Alfreð á 70. mínútu) 8Íslenska þjóðin andaði öll léttar eftir frábæra fagreiðslu Viðars Arnar. Gott mark verðskuldar góða einkunn. Fyrsta mark hans í keppnisleik með landsliðinu.Arnór Ingvi Traustason - (Kom inn á fyrir Jóhann Berg á 82. mínútu)Spilaði of lítið til að fá einkunn. EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Leik lokið: Andorra - Ísland 0-2 | Fyrsti sigurinn undir stjórn Hamrén Ísland er komið með sín fyrstu stig í undankeppni EM 2020 eftir að hafa lagt Andorramenn að velli ytra í kvöld. 22. mars 2019 22:30 Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Fleiri fréttir Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta vann 0-2 sigur á Andorra í fyrsta leik sínum í undankeppni EM 2020 í kvöld. Þetta var fyrsti sigur Íslands í 16 leikjum og sá fyrsti undir stjórn Eriks Hamrén. Birkir Bjarnason kom Íslendingum yfir á 22. mínútu með sínu ellefta landsliðsmarki. Þegar tíu mínútur voru til leiksloka skoraði Viðar Örn Kjartansson annað mark Íslands með frábæru skoti eftir fyrirgjöf Birkis Más Sævarssonar. Viðar nýtti þær 20 mínútur sem hann var inni á vellinum vel og þá átti Gylfi Þór Sigurðsson afar góðan leik og var besti maður vallarins. Einkunnagjöf Vísis má sjá hér fyrir neðan.Byrjunarliðið:Hannes Þór Halldórsson, markvörður 7 Þrátt fyrir allt fékk Hannes meira að gera en mátti reikna með fyrirfram. Varði gott skot um miðjan hálfleikinn eftir að hafa séð boltann seint. Öruggur í öllum sínum aðgerðum.Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður 7 Mjög áberandi í uppspilinu, sérstaklega í fyrri hálfleik, það fór mikið í gegnum hann. Gaf annars fá færi og sinnti sínu, það bar loks árangur þegar hann átti stoðsendinguna á Viðar í öðru marki Íslands.Kári Árnason, miðvörður 6 Kári sinnti sínu í vörn Íslands að venju. Duglegur að stýra samherjum sínum og var á tánum.Ragnar Sigurðsson, miðvörður 6 Stóð sig vel í leiknum eins og aðrir í vörn Íslands. Eftir að heimamenn sóttu meira en reiknað var með fyrirfram í fyrri hálfleik náðu þeir lítið að gera í þeim síðari. Lagði fyrra markið upp.Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður 6 Fékk tækifærið í stöðu vinstri bakvarðar og nýtti það ágætlega. Klókur á boltanum og gekk vel að koma honum í spil.Jóhann Berg Guðmundsson, hægri kantmaður 7 Mikið í boltanum, sérstaklega í fyrri hálfleik en heimamenn voru iðulega fljótir að tvöfalda á hann. Fékk gott skallafæri í seinni hálfleik sem hann var nálægt að nýta.Aron Einar Gunnarsson, miðjumaður 7 Spilaði í 60 mínútur, sem hefur líklega verið ákveðið fyrirfram. Stýrði miðjuspilinu vel en það var erfitt gegn afturliggjandi vörn heimamanna.Birkir Bjarnason, miðjumaður 8 Gerði það sem þurfti í þessum leik, að brjóta ísinn í fyrri hálfleik. Annars hefði leikurinn orðið mun erfiðari en hann þó var. Duglegur og sinnti varnarhlutverki sínu vel og var nálægt því að bæta við öðru marki í síðari hálfleik.Arnór Sigurðsson, vinstri kantmaður 6 Hans hæfileikar eru augljósir en þeir nýttust Íslandi í kvöld því miður ekki nægilega vel. Leikurinn var þess eðlis. En þess fyrir utan duglegur.Gylfi Þór Sigurðsson, sóknarmiðjumaður 8 Sem fyrr var Gylfi oft í sérflokki inni á vellinum. Hann var eins og allir í íslenska liðinu þolinmóður sem hefur ekki verið auðvelt í þessum leik. Fékk skotfæri í fyrri hálfleik sem var varið, annars hefði maður gjarnan vilja sjá meiri skotógn frá Gylfa.Alfreð Finnbogason, framherji 6 Hefði átt að skora snemma leiks þegar hann skaut yfir af skömmu færi. Annars fékk hann úr litlu úr moða í leiknum enda heimamenn fjölmennir í eigin vítateig.Varamenn:Rúnar Már Sigurjónsson - (Kom inn á fyrir Aron Einar á 63. mínútu) 6Fín innkoma hjá Rúnari og hann var ákveðinn í sínum aðgerðum.Viðar Örn Kjartansson - (Kom inn á fyrir Alfreð á 70. mínútu) 8Íslenska þjóðin andaði öll léttar eftir frábæra fagreiðslu Viðars Arnar. Gott mark verðskuldar góða einkunn. Fyrsta mark hans í keppnisleik með landsliðinu.Arnór Ingvi Traustason - (Kom inn á fyrir Jóhann Berg á 82. mínútu)Spilaði of lítið til að fá einkunn.
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Leik lokið: Andorra - Ísland 0-2 | Fyrsti sigurinn undir stjórn Hamrén Ísland er komið með sín fyrstu stig í undankeppni EM 2020 eftir að hafa lagt Andorramenn að velli ytra í kvöld. 22. mars 2019 22:30 Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Fleiri fréttir Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Sjá meira
Leik lokið: Andorra - Ísland 0-2 | Fyrsti sigurinn undir stjórn Hamrén Ísland er komið með sín fyrstu stig í undankeppni EM 2020 eftir að hafa lagt Andorramenn að velli ytra í kvöld. 22. mars 2019 22:30