Ekki hlutverk stjórnvalda að setja fé í áhættusaman rekstur flugfélaganna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. mars 2019 14:02 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir að stjórnvöld muni liðka fyrir góðri lendingu ef þau geta þegar kemur að viðræðum WOW air og Icelandair um mögulega aðkomu þess síðarnefnda að rekstri þess fyrrnefnda. vísir/vilhelm Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir að það sé ekki hlutverk stjórnvalda að setja fé í áhættusaman rekstur flugfélaganna. Stjórnvöld muni hins vegar liðka fyrir góðri lendingu ef þau geta þegar kemur að viðræðum WOW air og Icelandair um mögulega aðkomu þess síðarnefnda að rekstri þess fyrrnefnda. „Það er auðvitað þannig að hér er um að ræða félög sem eru með opinber rekstrarleyfi og okkar aðkoma þá felst í því að við höfum verið með fólk sem hefur fylgst mjög náið með stöðunni frá degi til dags og þannig tryggt að séu ákveðin skilyrði uppfyllt þá verði af opinberri hálfu ekki gripið inn í. En það eru líka skilyrði sem skipta máli. Aðkoma okkar getur sömuleiðis falist í því að hlusta eftir ábendingum sem geta skipt máli fyrir ferðaþjónustuna í landinu,“ sagði Bjarni í samtali við Heimi Má Pétursson, fréttamann, að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. Hann sagði ferðaþjónustuna mjög stóra og mikilvæga atvinnugrein. Stjórnvöld væru að lýsa því að þau líti svo á að meiriháttar röskun fyrir ferðaþjónustuna geti haft mjög slæmsmitáhrif, til dæmis með auknu atvinnuleysi, samdrætti í hagvexti og tafið innviðauppbyggingu svo dæmi séu nefnd. Ríkisstjórnin sé því opin fyrir samtali sem geti aukið samkeppni ferðaþjónustunnar í landinu. „Við höfum hins vegar verið að draga línuna þar að ríkið sé ekki að fara að setja áhættufé inn í þennan áhættusama rekstur og við teljum ekki að það sé hlutverk stjórnvalda að gera það,“ sagði Bjarni.En kæmi til greina að gefa eftir skuldirnar við Keflavíkurflugvöll? „Þar er um að ræða skuldir sem eru að fullu tryggðar og ég sé ekki í sjálfu sér að það sé ástæða til þess að gera það. Ég ætla samt sem áður ekki að útiloka neitt fyrir fram. Við teljum að þetta sé mjög alvarlegt mál, að það séu mjög miklir hagsmunir í húfi fyrir þjóðarbúið allt og við vonumst eftir góðri lendingu. Ef að stjórnvöld geta liðkað fyrir góðri lendingu þá viljum við gera það en við höfum fyrst og fremst dregið mörkin við það að við erum ekki að fara að taka þátt í mjög áhættusömum rekstri.“ Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Tengdar fréttir Segir eðlilegt af Skúla að reyna allar leiðir enda sært ljón Augljóst að staðan Icelandair og WOW er verri. 22. mars 2019 08:22 „Ekkert verið rætt um neinn fjárstuðning“ Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að ekkert hafi verið rætt um neinn fjárstuðning frá ríkinu til handa WOW air. 22. mars 2019 13:10 Icelandair og Wow air ræða aftur saman í samráði við stjórnvöld WOW air tilkynnti í kvöld að bandaríska félagið Indigo Partners hefði slitið viðræðum um kaup á félaginu. 21. mars 2019 21:18 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent B sé ekki best Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Erlent Fleiri fréttir Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir að það sé ekki hlutverk stjórnvalda að setja fé í áhættusaman rekstur flugfélaganna. Stjórnvöld muni hins vegar liðka fyrir góðri lendingu ef þau geta þegar kemur að viðræðum WOW air og Icelandair um mögulega aðkomu þess síðarnefnda að rekstri þess fyrrnefnda. „Það er auðvitað þannig að hér er um að ræða félög sem eru með opinber rekstrarleyfi og okkar aðkoma þá felst í því að við höfum verið með fólk sem hefur fylgst mjög náið með stöðunni frá degi til dags og þannig tryggt að séu ákveðin skilyrði uppfyllt þá verði af opinberri hálfu ekki gripið inn í. En það eru líka skilyrði sem skipta máli. Aðkoma okkar getur sömuleiðis falist í því að hlusta eftir ábendingum sem geta skipt máli fyrir ferðaþjónustuna í landinu,“ sagði Bjarni í samtali við Heimi Má Pétursson, fréttamann, að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. Hann sagði ferðaþjónustuna mjög stóra og mikilvæga atvinnugrein. Stjórnvöld væru að lýsa því að þau líti svo á að meiriháttar röskun fyrir ferðaþjónustuna geti haft mjög slæmsmitáhrif, til dæmis með auknu atvinnuleysi, samdrætti í hagvexti og tafið innviðauppbyggingu svo dæmi séu nefnd. Ríkisstjórnin sé því opin fyrir samtali sem geti aukið samkeppni ferðaþjónustunnar í landinu. „Við höfum hins vegar verið að draga línuna þar að ríkið sé ekki að fara að setja áhættufé inn í þennan áhættusama rekstur og við teljum ekki að það sé hlutverk stjórnvalda að gera það,“ sagði Bjarni.En kæmi til greina að gefa eftir skuldirnar við Keflavíkurflugvöll? „Þar er um að ræða skuldir sem eru að fullu tryggðar og ég sé ekki í sjálfu sér að það sé ástæða til þess að gera það. Ég ætla samt sem áður ekki að útiloka neitt fyrir fram. Við teljum að þetta sé mjög alvarlegt mál, að það séu mjög miklir hagsmunir í húfi fyrir þjóðarbúið allt og við vonumst eftir góðri lendingu. Ef að stjórnvöld geta liðkað fyrir góðri lendingu þá viljum við gera það en við höfum fyrst og fremst dregið mörkin við það að við erum ekki að fara að taka þátt í mjög áhættusömum rekstri.“
Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Tengdar fréttir Segir eðlilegt af Skúla að reyna allar leiðir enda sært ljón Augljóst að staðan Icelandair og WOW er verri. 22. mars 2019 08:22 „Ekkert verið rætt um neinn fjárstuðning“ Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að ekkert hafi verið rætt um neinn fjárstuðning frá ríkinu til handa WOW air. 22. mars 2019 13:10 Icelandair og Wow air ræða aftur saman í samráði við stjórnvöld WOW air tilkynnti í kvöld að bandaríska félagið Indigo Partners hefði slitið viðræðum um kaup á félaginu. 21. mars 2019 21:18 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent B sé ekki best Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Erlent Fleiri fréttir Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Sjá meira
Segir eðlilegt af Skúla að reyna allar leiðir enda sært ljón Augljóst að staðan Icelandair og WOW er verri. 22. mars 2019 08:22
„Ekkert verið rætt um neinn fjárstuðning“ Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að ekkert hafi verið rætt um neinn fjárstuðning frá ríkinu til handa WOW air. 22. mars 2019 13:10
Icelandair og Wow air ræða aftur saman í samráði við stjórnvöld WOW air tilkynnti í kvöld að bandaríska félagið Indigo Partners hefði slitið viðræðum um kaup á félaginu. 21. mars 2019 21:18