Kanna hvort starfsmenn ræstingafyrirtækis hafi gengið í störf þerna Birgir Olgeirsson skrifar 22. mars 2019 13:26 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Vísir/Vilhelm Verkfallsvörðum Eflingar var meinuð innganga á hótelið Reykjavík Natura, sem er í eigu Icelandair Hotels, í dag. Fréttastofa ræddi við Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar, fyrir utan hótelið í dag en fjölmiðlamönnum var meinuð innganga inn á hótelið. Sólveig segir fulltrúa Eflingar hafa sinnt hefðbundinni verkfallsvörslu um allan bæ í dag en þegar komið var á Reykjavík Natura var þeim tilkynnt að verkfallsvörðum yrði ekki hleypt upp á hæðir hótelsins til að sinna vörslunni. Fulltrúar Eflingar stóðu því í anddyri hótelsins í töluverðan tíma þar til tveimur verkfallsvörðum var hleypt upp á hæðirnar, að sögn Sólveigar. „Ég get ekki fullyrt hvað okkur grunar að sé í gangi en ég fæ ekki góða tilfinningu þegar við komum á hótel og það er tekið á móti okkur með þessum hætti og meinað að stunda eðlilega verkfallsvörslu,“ segir Sólveig Anna sem bætti við að eftir nokkurt streð fengu fulltrúarnir að fara upp á hæðirnar.Verkfallsverðir segja mun fleiri brot í dag en í síðustu aðgerðum Eflingar.Vísir/VilhelmAthygli vakti að starfsmenn frá þrifafyrirtækinu Dögum voru við þrif í anddyri hótelsins en Sólveig Anna sagði að það væri eðlilegt að þeir tækju að sér þrif í anddyrinu. Efling ætlaði hins vegar að fá úr því skorið hvort það væri sannleikanum samkvæmt og að þeir gengju ekki í störf þerna með því að þrífa hótelherbergi. „Það fylgdi ekki sögunni hvort að Dagar væru hér í þrifum sem eiga að vera í Eflingar höndum.“ Kristinn Örn Arnarsson og Edda Margrét Hilmarsdóttir hafa sinnt verkfallsvörslu fyrir Eflingu í dag en þau segja verkfallsbrot mun tíðari í dag en þegar Efling var í síðustu verkfallsaðgerðum fyrr í mánuðinum. Þau höfðu rekist á þernur, starfsmenn og þjóna á veitingahúsum sem eru rekin undir kennitölum hótelanna. Á einu slíku sáu þau yfirþernu sem greiðir í Eflingu en eftir að þau útskýrðu fyrir henni hver staðan væri lagði hún niður störf og gekk út með þeim. „Hún var mjög hugrökk,“ sagði Edda Margrét um yfirþernuna. Ferðamennska á Íslandi Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Fleiri fréttir Ungbörn geti fundið nikótínpúða á róló: „Þetta getur verið lífshættulegt“ Óseldir flugeldar geymdir í vel vöktuðu húsi Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Sjá meira
Verkfallsvörðum Eflingar var meinuð innganga á hótelið Reykjavík Natura, sem er í eigu Icelandair Hotels, í dag. Fréttastofa ræddi við Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar, fyrir utan hótelið í dag en fjölmiðlamönnum var meinuð innganga inn á hótelið. Sólveig segir fulltrúa Eflingar hafa sinnt hefðbundinni verkfallsvörslu um allan bæ í dag en þegar komið var á Reykjavík Natura var þeim tilkynnt að verkfallsvörðum yrði ekki hleypt upp á hæðir hótelsins til að sinna vörslunni. Fulltrúar Eflingar stóðu því í anddyri hótelsins í töluverðan tíma þar til tveimur verkfallsvörðum var hleypt upp á hæðirnar, að sögn Sólveigar. „Ég get ekki fullyrt hvað okkur grunar að sé í gangi en ég fæ ekki góða tilfinningu þegar við komum á hótel og það er tekið á móti okkur með þessum hætti og meinað að stunda eðlilega verkfallsvörslu,“ segir Sólveig Anna sem bætti við að eftir nokkurt streð fengu fulltrúarnir að fara upp á hæðirnar.Verkfallsverðir segja mun fleiri brot í dag en í síðustu aðgerðum Eflingar.Vísir/VilhelmAthygli vakti að starfsmenn frá þrifafyrirtækinu Dögum voru við þrif í anddyri hótelsins en Sólveig Anna sagði að það væri eðlilegt að þeir tækju að sér þrif í anddyrinu. Efling ætlaði hins vegar að fá úr því skorið hvort það væri sannleikanum samkvæmt og að þeir gengju ekki í störf þerna með því að þrífa hótelherbergi. „Það fylgdi ekki sögunni hvort að Dagar væru hér í þrifum sem eiga að vera í Eflingar höndum.“ Kristinn Örn Arnarsson og Edda Margrét Hilmarsdóttir hafa sinnt verkfallsvörslu fyrir Eflingu í dag en þau segja verkfallsbrot mun tíðari í dag en þegar Efling var í síðustu verkfallsaðgerðum fyrr í mánuðinum. Þau höfðu rekist á þernur, starfsmenn og þjóna á veitingahúsum sem eru rekin undir kennitölum hótelanna. Á einu slíku sáu þau yfirþernu sem greiðir í Eflingu en eftir að þau útskýrðu fyrir henni hver staðan væri lagði hún niður störf og gekk út með þeim. „Hún var mjög hugrökk,“ sagði Edda Margrét um yfirþernuna.
Ferðamennska á Íslandi Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Fleiri fréttir Ungbörn geti fundið nikótínpúða á róló: „Þetta getur verið lífshættulegt“ Óseldir flugeldar geymdir í vel vöktuðu húsi Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Sjá meira