Martin: Kannski get ég hjálpað mömmu með miðana Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Andorra skrifar 22. mars 2019 19:15 Martin Hermannsson verður í eldlínunni með liði sínu, Alba Berlin, í undanúrslitum EuroCup-keppninnar í körfubolta í kvöld. Berlínarliðið mætir þá MoraBanc Andorra en leikurinn fer fram í næsta húsi við þjóðarleikvang Andorra í knattspyrnu, þar sem heimamenn munu taka á móti íslenska landsliðinu í kvöld. „Þetta er ótrúlegt. Að vera í þessu litla landi og að spila 20 metrum frá fótboltalandsliðinu í kvöld. Ég á eftir að gera upp við mig á hvorn leikinn ég mæti,“ sagði hann í léttum dúr. Martin er ekki aðeins dyggur stuðnigsmaður landsliðsins heldur á hann náin tengsl við KSÍ. Margrét Elíasdóttir, mamma hans, starfar hjá sambandinu og Martin var þar sjálfur lengi vel starfsmaður. „Ég get örugglega eitthvað hjálpað mömmu með miðana eða eitthvað slíkt,“ sagði hann og brosti. „Þeir gera líka mikið grín að mér þjálfararnir og spá í því hvort ég geti tekið fyrri hálfleik með þeim eða öfugt.“ Alba Berlín vann fyrsta leikinn gegn MoraBanc Andorra á heimavelli og kemur sér í úrslitaleikinn með sigri í kvöld. Martin segir að þetta sé stór leikur í sögu Alba Berlín. „Síðast komst liðið í úrslitaleikinn árið 2010 og það var þá í fyrsta sinn í sögu félagsins. Það væri gaman að gera þetta, sérstaklega á mínu fyrsta ári hér. Þetta var alls ekki auðvelt - tímabilið hefur verið langt og strangt - en það eru mikil forréttindi að vera hér. Vonandi klárum við þetta og komum okkur í úrslitaeinvígið,“ sagði Martin sem segir að EuroCup sé gríðarlega sterk deild.Martin Hermannsson í leik með Alba Berlin.Getty/ Alexander Pohl2-3 fyrrum NBA-leikmenn í hverju liði „EuroLeague er sterkust, eins og Meistaradeildin í fótbolta. Þetta er eins og Evrópudeildin. Í þeim liðum sem eru í þessari deild spila margir bestu leikmenn Evrópu. Við erum með þrjá leikmenn sem hafa spilað í NBA-deildinni og öll lið eru með 2-3 slíka leikmenn. Það þarf að vinna marga leiki til að komast svona langt.“ Martin á rúmt ár eftir af samningi sínum og líður vel í Berlín. Önnur félag geta þó keypt hann út í sumar fyrir tiltekna upphæð en hann er ánægður þar sem hann er. „Maður stefnir alltaf á toppinn og í eitt af stærstu liðunum. Hvort sem það gerist fljótlega eða síðar kemur í ljós. Okkur fjölskyldunni líður mjög vel í Berlín og öllu starfi í kringum félagið er sinnt af mikilli fagmennsku. Ég hef ekki yfir neinu að kvarta.“ EM 2020 í fótbolta Körfubolti Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti Fleiri fréttir Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn Sjá meira
Martin Hermannsson verður í eldlínunni með liði sínu, Alba Berlin, í undanúrslitum EuroCup-keppninnar í körfubolta í kvöld. Berlínarliðið mætir þá MoraBanc Andorra en leikurinn fer fram í næsta húsi við þjóðarleikvang Andorra í knattspyrnu, þar sem heimamenn munu taka á móti íslenska landsliðinu í kvöld. „Þetta er ótrúlegt. Að vera í þessu litla landi og að spila 20 metrum frá fótboltalandsliðinu í kvöld. Ég á eftir að gera upp við mig á hvorn leikinn ég mæti,“ sagði hann í léttum dúr. Martin er ekki aðeins dyggur stuðnigsmaður landsliðsins heldur á hann náin tengsl við KSÍ. Margrét Elíasdóttir, mamma hans, starfar hjá sambandinu og Martin var þar sjálfur lengi vel starfsmaður. „Ég get örugglega eitthvað hjálpað mömmu með miðana eða eitthvað slíkt,“ sagði hann og brosti. „Þeir gera líka mikið grín að mér þjálfararnir og spá í því hvort ég geti tekið fyrri hálfleik með þeim eða öfugt.“ Alba Berlín vann fyrsta leikinn gegn MoraBanc Andorra á heimavelli og kemur sér í úrslitaleikinn með sigri í kvöld. Martin segir að þetta sé stór leikur í sögu Alba Berlín. „Síðast komst liðið í úrslitaleikinn árið 2010 og það var þá í fyrsta sinn í sögu félagsins. Það væri gaman að gera þetta, sérstaklega á mínu fyrsta ári hér. Þetta var alls ekki auðvelt - tímabilið hefur verið langt og strangt - en það eru mikil forréttindi að vera hér. Vonandi klárum við þetta og komum okkur í úrslitaeinvígið,“ sagði Martin sem segir að EuroCup sé gríðarlega sterk deild.Martin Hermannsson í leik með Alba Berlin.Getty/ Alexander Pohl2-3 fyrrum NBA-leikmenn í hverju liði „EuroLeague er sterkust, eins og Meistaradeildin í fótbolta. Þetta er eins og Evrópudeildin. Í þeim liðum sem eru í þessari deild spila margir bestu leikmenn Evrópu. Við erum með þrjá leikmenn sem hafa spilað í NBA-deildinni og öll lið eru með 2-3 slíka leikmenn. Það þarf að vinna marga leiki til að komast svona langt.“ Martin á rúmt ár eftir af samningi sínum og líður vel í Berlín. Önnur félag geta þó keypt hann út í sumar fyrir tiltekna upphæð en hann er ánægður þar sem hann er. „Maður stefnir alltaf á toppinn og í eitt af stærstu liðunum. Hvort sem það gerist fljótlega eða síðar kemur í ljós. Okkur fjölskyldunni líður mjög vel í Berlín og öllu starfi í kringum félagið er sinnt af mikilli fagmennsku. Ég hef ekki yfir neinu að kvarta.“
EM 2020 í fótbolta Körfubolti Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti Fleiri fréttir Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn Sjá meira