Ronaldo sá síðasti sem náði að klára Andorra á útivelli Tómas Þór Þórðarson skrifar 22. mars 2019 15:00 Cristiano Ronaldo skoraði síðast þegar að Andorra tapaði heimaleik. vísir/getty Strákarnir okkar í fótboltalandsliðinu hefja leik í undankeppni EM allstaðar 2020 í kvöld þegar að þeir mæta öðru smáríki, Andorra, á útivelli en eftir leik halda þeir svo til Parísar og mæta heimsmeisturum Frakka á mánudagskvöldið. Íslenska liðið er mun sigurstranglegra í kvöld en Andorra hefur orðið ansi erfitt heim að sækja síðustu mánuði. Það spilaði Þrjá heimaleiki á síðasta ári og gerði jafntefli í þeim öllum. Andorra fékk á sig eitt mark á móti Kasakstan og Georgíu í Þjóðadeildinni í þessum heimaleikjum en hélt svo hreinu á móti Lettlandi. Í heildina var 2018 frábært ár fyrir Andorra en það tapaði aðeins tveimur af níu leikjum, gerði sex jafntefli og vann einn útileik á móti Lichtenstein. Síðasta liðið til að mæta til Andorra og vinna voru Evrópumeistarar Portúgal með Cristiano Ronaldo í fararbroddi en Ronaldo skoraði annað markið í 2-0 sigri Portúgal í október 2017. Leikurinn var liður í undankeppni HM 2018. Andorra varð til sem landslið árið 1996 og er eitt það slakasta í sögunni en það hefur aðeins unnið sex leiki af 153 og gert 18 jafntefli. Það hefur fengið á sig 397 mörk en skorað aðeins 42 mörk. Andorra vann ekki leik í rúm tólf ár eða eða frá því í lok árs 2004 til byrjun árs 2017 þegar að það vann tvo af þremur fyrstu leikjum ársins, þar á meðan frábæran sigur á Ungverjalandi, 1-0, í undankeppni HM 2018. Heimavöllur liðsins hefur verið mikið vígi undanfarin tvö ár en það hefur aðeins tapað þessum eina heimaleik á móti Portúgal í síðustu sex heimaleikjum. EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Ísland hefur ekki tapað fyrsta leik í undankeppni stórmóts í níu ár Strákarnir okkar hefja undankeppni EM 2020 í Andorra í kvöld. 22. mars 2019 14:00 Freyr: Ekki kjöraðstæður en stjórnum því sem við getum Ísland hefur mjög knappan tíma til að undirbúa sig fyrir leik gegn heimsmeisturum Frakklands. 22. mars 2019 08:00 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Sport Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn Fleiri fréttir Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Sjá meira
Strákarnir okkar í fótboltalandsliðinu hefja leik í undankeppni EM allstaðar 2020 í kvöld þegar að þeir mæta öðru smáríki, Andorra, á útivelli en eftir leik halda þeir svo til Parísar og mæta heimsmeisturum Frakka á mánudagskvöldið. Íslenska liðið er mun sigurstranglegra í kvöld en Andorra hefur orðið ansi erfitt heim að sækja síðustu mánuði. Það spilaði Þrjá heimaleiki á síðasta ári og gerði jafntefli í þeim öllum. Andorra fékk á sig eitt mark á móti Kasakstan og Georgíu í Þjóðadeildinni í þessum heimaleikjum en hélt svo hreinu á móti Lettlandi. Í heildina var 2018 frábært ár fyrir Andorra en það tapaði aðeins tveimur af níu leikjum, gerði sex jafntefli og vann einn útileik á móti Lichtenstein. Síðasta liðið til að mæta til Andorra og vinna voru Evrópumeistarar Portúgal með Cristiano Ronaldo í fararbroddi en Ronaldo skoraði annað markið í 2-0 sigri Portúgal í október 2017. Leikurinn var liður í undankeppni HM 2018. Andorra varð til sem landslið árið 1996 og er eitt það slakasta í sögunni en það hefur aðeins unnið sex leiki af 153 og gert 18 jafntefli. Það hefur fengið á sig 397 mörk en skorað aðeins 42 mörk. Andorra vann ekki leik í rúm tólf ár eða eða frá því í lok árs 2004 til byrjun árs 2017 þegar að það vann tvo af þremur fyrstu leikjum ársins, þar á meðan frábæran sigur á Ungverjalandi, 1-0, í undankeppni HM 2018. Heimavöllur liðsins hefur verið mikið vígi undanfarin tvö ár en það hefur aðeins tapað þessum eina heimaleik á móti Portúgal í síðustu sex heimaleikjum.
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Ísland hefur ekki tapað fyrsta leik í undankeppni stórmóts í níu ár Strákarnir okkar hefja undankeppni EM 2020 í Andorra í kvöld. 22. mars 2019 14:00 Freyr: Ekki kjöraðstæður en stjórnum því sem við getum Ísland hefur mjög knappan tíma til að undirbúa sig fyrir leik gegn heimsmeisturum Frakklands. 22. mars 2019 08:00 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Sport Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn Fleiri fréttir Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Sjá meira
Ísland hefur ekki tapað fyrsta leik í undankeppni stórmóts í níu ár Strákarnir okkar hefja undankeppni EM 2020 í Andorra í kvöld. 22. mars 2019 14:00
Freyr: Ekki kjöraðstæður en stjórnum því sem við getum Ísland hefur mjög knappan tíma til að undirbúa sig fyrir leik gegn heimsmeisturum Frakklands. 22. mars 2019 08:00