Messi og Ronaldo snúa til baka í landsliðin sín á sama tíma Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. mars 2019 12:00 Lionel Messi og Cristiano Ronaldo. Getty/Lars Baron Lionel Messi og Cristiano Ronaldo duttu út af HM á sama degi og snúa líka til baka í landsliðin sín á sama tíma Argentínumaðurinn Lionel Messi og Portúgalann Cristiano Ronaldo verða að eilífu tengdir sem tveir langbestu knattspyrnumenn heims á sínum tíma. Þeir virðast líka oft fylgjast að og svara stórleik hins með stórleik hjá sér. Nú snúa þeir báðir aftur í landslið sín á sama tíma eftir að hafa tekið sér frí frá landsliðinu síðan á heimsmeistaramótinu í Rússlandi sem var vonbrigðarmót fyrir þá báða. Báðir duttu þeir út með sínum liðum í sextán liða úrslitum og meira segja á sama degi eða 30. júní."It's a joy for me and for everyone that he's back - we're all very happy." Lionel Messi and Cristiano Ronaldo are both set to play for their countries for the first time since the 2018 World Cup in Russia. More: https://t.co/Gq0ob0Zfe7pic.twitter.com/XHUVjuXpwa — BBC Sport (@BBCSport) March 21, 2019 Sumir telja þetta hafa verið síðasti möguleiki þeirra beggja að verða heimsmeistari og það tók þá greinilega báða langan tíma að jafna sig. Í kvöld klæðast þeir hins vegar landsliðstreyjum sínum á ný. Lionel Messi spilar vináttulandsleik með Argentínu á móti Venesúela í Madrid og Cristiano Ronaldo spilar fyrsta leik Portúgal í undankeppni EM 2020 sem er á móti Úkraínu í Lissabon. Þeir hafa báðir misst af síðustu sex landsleikjum sinna þjóða. Þeir eru líka báðir spila stuttu eftir að hafa boðið upp á magnaða frammistöðu í Meistaradeildinni. Cristiano Ronaldo skoraði þrennu fyrir Juventus á móti hinni gríðarsterku vörn Atletico Madrid og Messi var með tvö mörk og tvær stoðsendingar í sigri Barcelona á Lyon. Messi bætti síðan um betur og skoraði magnaða þrennu í deildarleik á sunnudaginn.The battle of the GOATS! Argentina's Lionel Messi and Portugal's Cristiano Ronaldo are set to play for their countries for the first time since the World Cup. Read more ➡ https://t.co/Gq0ob0HEmzpic.twitter.com/rpIz9PYyaN — BBC Sport (@BBCSport) March 22, 2019Cristiano Ronaldo er orðinn 34 ára gamall og hefur skorað 85 mörk í 154 landsleikjum. Joao Cancelo, varnarmaður Portúgals var ánægður að fá stórstjörnuna aftur inn í landsliðið. „Cristiano kemur með gæði inn í öll lið. Það er okkur mikil ánægja að spila með honum og hann er mjög mikilvægur fyrir okkur,“ sagði Joao Cancelo. Lionel Messi er 31 árs og hefur skorað 65 mörk í 128 landsleikjum. „Það er mikil gleði fyrir mig og alla aðra að hann sé kominn til baka. Við erum allir mjög ánægðir,“ sagði Lionel Scaloni, þjálfari argentínska landsliðsins. EM 2020 í fótbolta HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Sjá meira
Lionel Messi og Cristiano Ronaldo duttu út af HM á sama degi og snúa líka til baka í landsliðin sín á sama tíma Argentínumaðurinn Lionel Messi og Portúgalann Cristiano Ronaldo verða að eilífu tengdir sem tveir langbestu knattspyrnumenn heims á sínum tíma. Þeir virðast líka oft fylgjast að og svara stórleik hins með stórleik hjá sér. Nú snúa þeir báðir aftur í landslið sín á sama tíma eftir að hafa tekið sér frí frá landsliðinu síðan á heimsmeistaramótinu í Rússlandi sem var vonbrigðarmót fyrir þá báða. Báðir duttu þeir út með sínum liðum í sextán liða úrslitum og meira segja á sama degi eða 30. júní."It's a joy for me and for everyone that he's back - we're all very happy." Lionel Messi and Cristiano Ronaldo are both set to play for their countries for the first time since the 2018 World Cup in Russia. More: https://t.co/Gq0ob0Zfe7pic.twitter.com/XHUVjuXpwa — BBC Sport (@BBCSport) March 21, 2019 Sumir telja þetta hafa verið síðasti möguleiki þeirra beggja að verða heimsmeistari og það tók þá greinilega báða langan tíma að jafna sig. Í kvöld klæðast þeir hins vegar landsliðstreyjum sínum á ný. Lionel Messi spilar vináttulandsleik með Argentínu á móti Venesúela í Madrid og Cristiano Ronaldo spilar fyrsta leik Portúgal í undankeppni EM 2020 sem er á móti Úkraínu í Lissabon. Þeir hafa báðir misst af síðustu sex landsleikjum sinna þjóða. Þeir eru líka báðir spila stuttu eftir að hafa boðið upp á magnaða frammistöðu í Meistaradeildinni. Cristiano Ronaldo skoraði þrennu fyrir Juventus á móti hinni gríðarsterku vörn Atletico Madrid og Messi var með tvö mörk og tvær stoðsendingar í sigri Barcelona á Lyon. Messi bætti síðan um betur og skoraði magnaða þrennu í deildarleik á sunnudaginn.The battle of the GOATS! Argentina's Lionel Messi and Portugal's Cristiano Ronaldo are set to play for their countries for the first time since the World Cup. Read more ➡ https://t.co/Gq0ob0HEmzpic.twitter.com/rpIz9PYyaN — BBC Sport (@BBCSport) March 22, 2019Cristiano Ronaldo er orðinn 34 ára gamall og hefur skorað 85 mörk í 154 landsleikjum. Joao Cancelo, varnarmaður Portúgals var ánægður að fá stórstjörnuna aftur inn í landsliðið. „Cristiano kemur með gæði inn í öll lið. Það er okkur mikil ánægja að spila með honum og hann er mjög mikilvægur fyrir okkur,“ sagði Joao Cancelo. Lionel Messi er 31 árs og hefur skorað 65 mörk í 128 landsleikjum. „Það er mikil gleði fyrir mig og alla aðra að hann sé kominn til baka. Við erum allir mjög ánægðir,“ sagði Lionel Scaloni, þjálfari argentínska landsliðsins.
EM 2020 í fótbolta HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Sjá meira