Lokum skólum en leyfum sjúkrahús Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar 22. mars 2019 08:00 Eflaust er það að bera í bakkafullan lækinn að skrifa grein um myglu á Landspítalanum. En í ljósi atburða undanfarinna vikna þar sem heilu grunnskólunum er lokað eða þeir jafnvel jafnaðir við jörðu eins og í Kópavogi, vegna myglu, og veikinda nemenda og kennara í kjölfar þess, get ég ekki orða bundist. Á Landspítalanum hefur mygla sannarlega greinst mjög víða, m.a. á barna- og unglingageðdeildinni, skrifstofum lækna á Hringbraut, á kvennadeildinni og geðdeildinni svo eitthvað sé talið. Margir starfsmenn, læknar sem og aðrir, hafa fundið fyrir einkennum og veikindum sem hafa lagast þegar fólk fer í frí í nokkurn tíma. Töluvert er einnig um fjarvistir vegna mygluveikinda hjá starfsfólki spítalans en ekki hefur verið haldið sérstaklega utan um þann hóp sem er fjarverandi vegna myglu en ekki annarra veikinda. Því er erfitt að átta sig á umfangi vandans. Nokkrir starfsmenn hafa þurft að hætta vegna veikindanna og finna sér aðra vinnu í heilsusamlegra umhverfi. Hversu margir þeir eru vitum við samt ekki. Einnig er hreinlega ómögulegt að vita hvaða sjúklingar sem hafa þurft að leita til Landspítalans eftir þjónustu hafa fundið fyrir óþægindum eða veikst. Mjög erfitt er að verða sér úti um þá tölfræði. Það sem er þó öllu alvarlegra er að í mörgum af þeim byggingum sem eiga að standa áfram, þó nýi meðferðarkjarninn sé að rísa, og nýtast í starfi sjúkrahússins í framtíðinni, hefur greinst mygla og starfsfólk verið frá vegna veikinda. Þar er mín deild á meðal og finnst mér því nauðsynlegt að uppfræða fólk um að þar sem þungaðar konur mæta í sónarskoðun og mæðravernd hefur greinst mygla. Starfsfólk kvennadeildar hefur verið frá í lengri tíma og jafnvel þurft að skipta um starfsvettvang vegna þessa sem er nú ekki auðvelt á okkar litla landi þar sem fáir valkostir eru fyrir hendi. Viljum við Íslendingar taka á móti nýjum þjóðfélagsþegnum í mygluhúsnæði? Ættum við ekki heldur að vilja að börnin okkar fæðist í sem heilbrigðasta og besta húsnæði sem í boði er? Hvernig stendur á því að þetta nýja vandamál 21. aldarinnar er eitthvað sem ekki má ræða og margir vilja helst sópa undir teppi? Ég vil hvetja stjórnvöld til að opna þessa umræðu, greina vandann og bregðast strax við. Það kostar auðvitað fjármagn en það kostar líka fjármagn að hafa hámenntað fólk heima sem gæti annars unnið sína vinnu. Það er í raun ábyrgðarleysi gagnvart mannauði okkar þjóðar að bjóða fæðandi konum og öðrum skjólstæðingum Landspítalans upp á heilsuspillandi mygluhúsnæði. Ef skólum er lokað og þeim rutt um koll hvað á þá að gera við heilbrigðisstofnun eins og Landspítalann, landsins stærsta vinnustað sem allir landsmenn þurfa að geta reitt sig á þegar eitthvað bjátar á?Höfundur er formaður læknaráðs Landspítalans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Magnús Karl er hæfastur rektorsframbjóðenda Ástráður Eysteinsson Skoðun Allt fyrir samansúrrað pólitískt og peningalegt vald? Arnar Þór Jónsson Skoðun Kjósum opnara grunnnám Toby Erik Wikström Skoðun Hvers vegna styð ég Magnús Karl í kjöri til rektors Háskóla Íslands? Ingileif Jónsdóttir Skoðun Betri starfsaðstæður og skilvirkari háskóli Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Vopnakaup íslenska ráðamanna Friðrik Erlingsson Skoðun Háskólasamfélag á tímamótum - Silja Bára sem næsti rektor HÍ Berglind Rós Magnúsdóttir Skoðun Við mótmælum nýbyggingum í Neðra Breiðholtinu Jökull Þór Sveinsson,Hlynur Ingi Jóhannsson Skoðun Gunnar Smári hvað er hann? Birgir Dýrfjörð Skoðun Hegða sér eins og ofdekraðir unglingar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Alþjóðlegt samstarf er forsenda öruggra landamæra Jón Pétur Jónsson,Íris Björg Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélag á tímamótum - Silja Bára sem næsti rektor HÍ Berglind Rós Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kjósum opnara grunnnám Toby Erik Wikström skrifar Skoðun Magnús Karl er hæfastur rektorsframbjóðenda Ástráður Eysteinsson skrifar Skoðun Betri starfsaðstæður og skilvirkari háskóli Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna styð ég Magnús Karl í kjöri til rektors Háskóla Íslands? Ingileif Jónsdóttir skrifar Skoðun Allt fyrir samansúrrað pólitískt og peningalegt vald? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Vopnakaup íslenska ráðamanna Friðrik Erlingsson skrifar Skoðun Samstaðan er óstöðvandi afl Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hegða sér eins og ofdekraðir unglingar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer skrifar Skoðun Við mótmælum nýbyggingum í Neðra Breiðholtinu Jökull Þór Sveinsson,Hlynur Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Tryggjum framtíð endurnýjanlegrar orku á Íslandi Íris Lind Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Reynsla, framtíðarsýn og kjarkur Silju Báru Anna Helga Jónsdóttir,Sigurður Örn Stefánsson skrifar Skoðun Gunnar Smári hvað er hann? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar Skoðun Ísland er leiðandi ljós og hvatning til fjölmiðla Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Forvarnir á ferð Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Vertu meðbyr mannúðar Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Fegurð sem breytir skólum Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Það læra börnin sem fyrir þeim er haft Sigurður Örn Hilmarsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar Skoðun Verður Frelsið fullveldinu að bráð? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland skrifar Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson skrifar Sjá meira
Eflaust er það að bera í bakkafullan lækinn að skrifa grein um myglu á Landspítalanum. En í ljósi atburða undanfarinna vikna þar sem heilu grunnskólunum er lokað eða þeir jafnvel jafnaðir við jörðu eins og í Kópavogi, vegna myglu, og veikinda nemenda og kennara í kjölfar þess, get ég ekki orða bundist. Á Landspítalanum hefur mygla sannarlega greinst mjög víða, m.a. á barna- og unglingageðdeildinni, skrifstofum lækna á Hringbraut, á kvennadeildinni og geðdeildinni svo eitthvað sé talið. Margir starfsmenn, læknar sem og aðrir, hafa fundið fyrir einkennum og veikindum sem hafa lagast þegar fólk fer í frí í nokkurn tíma. Töluvert er einnig um fjarvistir vegna mygluveikinda hjá starfsfólki spítalans en ekki hefur verið haldið sérstaklega utan um þann hóp sem er fjarverandi vegna myglu en ekki annarra veikinda. Því er erfitt að átta sig á umfangi vandans. Nokkrir starfsmenn hafa þurft að hætta vegna veikindanna og finna sér aðra vinnu í heilsusamlegra umhverfi. Hversu margir þeir eru vitum við samt ekki. Einnig er hreinlega ómögulegt að vita hvaða sjúklingar sem hafa þurft að leita til Landspítalans eftir þjónustu hafa fundið fyrir óþægindum eða veikst. Mjög erfitt er að verða sér úti um þá tölfræði. Það sem er þó öllu alvarlegra er að í mörgum af þeim byggingum sem eiga að standa áfram, þó nýi meðferðarkjarninn sé að rísa, og nýtast í starfi sjúkrahússins í framtíðinni, hefur greinst mygla og starfsfólk verið frá vegna veikinda. Þar er mín deild á meðal og finnst mér því nauðsynlegt að uppfræða fólk um að þar sem þungaðar konur mæta í sónarskoðun og mæðravernd hefur greinst mygla. Starfsfólk kvennadeildar hefur verið frá í lengri tíma og jafnvel þurft að skipta um starfsvettvang vegna þessa sem er nú ekki auðvelt á okkar litla landi þar sem fáir valkostir eru fyrir hendi. Viljum við Íslendingar taka á móti nýjum þjóðfélagsþegnum í mygluhúsnæði? Ættum við ekki heldur að vilja að börnin okkar fæðist í sem heilbrigðasta og besta húsnæði sem í boði er? Hvernig stendur á því að þetta nýja vandamál 21. aldarinnar er eitthvað sem ekki má ræða og margir vilja helst sópa undir teppi? Ég vil hvetja stjórnvöld til að opna þessa umræðu, greina vandann og bregðast strax við. Það kostar auðvitað fjármagn en það kostar líka fjármagn að hafa hámenntað fólk heima sem gæti annars unnið sína vinnu. Það er í raun ábyrgðarleysi gagnvart mannauði okkar þjóðar að bjóða fæðandi konum og öðrum skjólstæðingum Landspítalans upp á heilsuspillandi mygluhúsnæði. Ef skólum er lokað og þeim rutt um koll hvað á þá að gera við heilbrigðisstofnun eins og Landspítalann, landsins stærsta vinnustað sem allir landsmenn þurfa að geta reitt sig á þegar eitthvað bjátar á?Höfundur er formaður læknaráðs Landspítalans.
Skoðun Alþjóðlegt samstarf er forsenda öruggra landamæra Jón Pétur Jónsson,Íris Björg Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélag á tímamótum - Silja Bára sem næsti rektor HÍ Berglind Rós Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna styð ég Magnús Karl í kjöri til rektors Háskóla Íslands? Ingileif Jónsdóttir skrifar
Skoðun Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer skrifar
Skoðun Við mótmælum nýbyggingum í Neðra Breiðholtinu Jökull Þór Sveinsson,Hlynur Ingi Jóhannsson skrifar
Skoðun Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Reynsla, framtíðarsýn og kjarkur Silju Báru Anna Helga Jónsdóttir,Sigurður Örn Stefánsson skrifar
Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar
Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar