Innlent

Skóla­akstur í Reykja­vík fellur niður vegna verk­falla

Atli Ísleifsson skrifar
Akstursþjónusta fatlaðra nemenda verður með óbreyttu sniði.
Akstursþjónusta fatlaðra nemenda verður með óbreyttu sniði. vísir/vilhelm
Skólaakstur mun að óbreyttu falla niður í Reykjavík á morgun vegna boðaðs verkfalls hópbifreiðastjóra á miðnætti.

Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að þetta eigi við um akstur í og úr skóla, akstur í sund og akstur í íþróttir.

„Frístundaakstur er á vegum hvers og eins íþróttafélags. Aðstandendur eru vinsamlegat beðnir um að vera í sambandi við viðkomandi félag varðandi íþróttaæfingar.

Af þessum sökum mun sundkennsla víða falla niður. Akstursþjónusta fatlaðra nemenda verður með óbreyttu sniði.

Foreldrar og aðstandendur nemenda eru hvattir til að sameinast um akstur til og frá skóla þar sem það á við,“ segir í tilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×