Frábær uppskera á Special Olympics Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 21. mars 2019 20:30 Hluti af íslenska hópnum á setningarathöfn leikanna mynd/íf Lokahátíð Special Olympics fór fram í gær í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Ísland átti 38 fulltrúa á leikunum sem stóðu sig með miklum sóma. Leikarnir voru fjölmennasti íþróttaviðburður sem haldin verður í heiminum í ár, það tóku um 7500 keppendur frá 190 löndum þátt. Íslensku keppendurnir kepptu í tíu greinum á mótinu og röðuðu inn verðlaunum. Alls komu átta gullverðlaun, 14 silfur og 12 bronsverðlaun í hús. Frjálsíþróttafólkið var þar iðið við kolann í verðlaunasöfnun. Aníta Ósk Hrafnsdóttir fékk gullverðlaun í kúluvarpi og silfur í langstökki. Fannar Logi Jóhannesson fékk gull í langstökki og brons í 100 metra hlaupi.Michel Þór Masselter vann bronsverðlaunmynd/facebook síða ífMichel Þór Masselter vann brons í 1500 metra hlaupi. Öll þrjú, ásamt Helenu Ósk Hilmarsdóttur, unnu svo brons í 4x100 metra boðhlaupi. Það kom einnig nóg af verðlaunum úr sundlauginni. Bára Sif Ólafsdóttir fékk gullverðlaun í 100m baksundi og silfur í 100m skriðsundi. Hjalti Guðmundsson fékk gull í 100m skriðsundi og silfur í 50m baksundi. Róbert Alexander Erwin tók brons í 100m skriðsundi og Arndís Atladóttir fékk brons í 50m bringusundi. Ásta Hlöðversdóttir fékk gullverðlaun í sínum flokki í einstaklingskeppni í keilu. Hún bætti við bronsverðlaunum í tvímenningskeppni en þar keppti hún með Gabríellu Oddrúnu Oddsdóttur. Einar Kári Guðmundsson og Haukur Guðmundsson kepptu einnig fyrir Ísland í keilunni en hvorugur náði að komast á verðlaunapall. Þrír kylfingar voru í íslenska hópnum og þar gerði Ásmundur Þór Ásmundsson best en hann nældi í silfurverðlaun á mótinu. Elín Fanney Ólafsdóttir og Pálmi Þór Pálmason voru bæði hársbreidd frá því að lenda á verðlaunapalli. Elín Fanney lenti í því að snúa sig illa á ökkla eftir þriðja hringinn af fjórum en harkaði þó í gegnum fjórða hringinn og endaði í fjórða sæti.María og Valdís Hrönn kepptu fyrstar íslenskra kvenna í kraftlyftingummynd/facebook síða ífKonráð Ragnarsson og Védís Elva Þorsteinsdóttir kepptu fyrir Íslands hönd í boccia. Bæði unnu þau til silfurverðlauna í einstaklingskeppninni. Þau kepptu svo saman í tvímenningskeppni og þar lentu þau í þriðja sæti og fengu brons. Ísland sendi í fyrsta skipti til leiks keppendur í kraftlyftingum kvenna. Verðlaun voru veitt bæði fyrir hverja grein sem og samanlagt og þær Valdís Hrönn Jónsdóttir og María Sigurjónsdóttir sönkuðu að sér verðlaunum. Valdís fékk brons í réttstöðu og hnébeygju en varð fjórða í bekkpressu. María vann gullið í réttstöu og silfur í bæði hnébeygju og bekkpressu. Samanlagt varð Valdís í fjórða sæti en María fékk silfur.Hekla Dís keppti í nútímafimleikummynd/ífÞað voru fleiri greinar þar sem Ísland var að taka þátt í fyrsta skipti. Arna Dís Ólafsdóttir og Hekla Björk Hólmarsdóttir urðu fyrstu Íslendingarnir til þess að keppa í nútímafimleikum á leikunum. Það var ekki að sjá að þær væru að gera þetta í fyrsta skipti, Arna fékk gull í þrepi 1 og Hekla silfurverðlaun í þrepi 2. Fjórir íslenskir keppendur kepptu í áhaldafimleikum. María Ragnarsdóttir fékk brons á gólfi en varð fjórða á hinum áhöldunum þremur og fjórða samanlagt. Michaela Regan Kolosov fékk silfur á gólfi og brons á jafnvægisslá en varð þrátt fyrir það fimmta samanlagt. Unnar Ingi Ingólfsson gerði sér lítið fyrir og hreppti gull á stökki. Hann bætti við bronsverðlaunum á hringjum. Magnús Orri Arnarson náði bestum árangri á tvíslá, þar varð hann fjórði. Aðrar íþróttir Keila Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Fótbolti Fleiri fréttir Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Sjá meira
Lokahátíð Special Olympics fór fram í gær í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Ísland átti 38 fulltrúa á leikunum sem stóðu sig með miklum sóma. Leikarnir voru fjölmennasti íþróttaviðburður sem haldin verður í heiminum í ár, það tóku um 7500 keppendur frá 190 löndum þátt. Íslensku keppendurnir kepptu í tíu greinum á mótinu og röðuðu inn verðlaunum. Alls komu átta gullverðlaun, 14 silfur og 12 bronsverðlaun í hús. Frjálsíþróttafólkið var þar iðið við kolann í verðlaunasöfnun. Aníta Ósk Hrafnsdóttir fékk gullverðlaun í kúluvarpi og silfur í langstökki. Fannar Logi Jóhannesson fékk gull í langstökki og brons í 100 metra hlaupi.Michel Þór Masselter vann bronsverðlaunmynd/facebook síða ífMichel Þór Masselter vann brons í 1500 metra hlaupi. Öll þrjú, ásamt Helenu Ósk Hilmarsdóttur, unnu svo brons í 4x100 metra boðhlaupi. Það kom einnig nóg af verðlaunum úr sundlauginni. Bára Sif Ólafsdóttir fékk gullverðlaun í 100m baksundi og silfur í 100m skriðsundi. Hjalti Guðmundsson fékk gull í 100m skriðsundi og silfur í 50m baksundi. Róbert Alexander Erwin tók brons í 100m skriðsundi og Arndís Atladóttir fékk brons í 50m bringusundi. Ásta Hlöðversdóttir fékk gullverðlaun í sínum flokki í einstaklingskeppni í keilu. Hún bætti við bronsverðlaunum í tvímenningskeppni en þar keppti hún með Gabríellu Oddrúnu Oddsdóttur. Einar Kári Guðmundsson og Haukur Guðmundsson kepptu einnig fyrir Ísland í keilunni en hvorugur náði að komast á verðlaunapall. Þrír kylfingar voru í íslenska hópnum og þar gerði Ásmundur Þór Ásmundsson best en hann nældi í silfurverðlaun á mótinu. Elín Fanney Ólafsdóttir og Pálmi Þór Pálmason voru bæði hársbreidd frá því að lenda á verðlaunapalli. Elín Fanney lenti í því að snúa sig illa á ökkla eftir þriðja hringinn af fjórum en harkaði þó í gegnum fjórða hringinn og endaði í fjórða sæti.María og Valdís Hrönn kepptu fyrstar íslenskra kvenna í kraftlyftingummynd/facebook síða ífKonráð Ragnarsson og Védís Elva Þorsteinsdóttir kepptu fyrir Íslands hönd í boccia. Bæði unnu þau til silfurverðlauna í einstaklingskeppninni. Þau kepptu svo saman í tvímenningskeppni og þar lentu þau í þriðja sæti og fengu brons. Ísland sendi í fyrsta skipti til leiks keppendur í kraftlyftingum kvenna. Verðlaun voru veitt bæði fyrir hverja grein sem og samanlagt og þær Valdís Hrönn Jónsdóttir og María Sigurjónsdóttir sönkuðu að sér verðlaunum. Valdís fékk brons í réttstöðu og hnébeygju en varð fjórða í bekkpressu. María vann gullið í réttstöu og silfur í bæði hnébeygju og bekkpressu. Samanlagt varð Valdís í fjórða sæti en María fékk silfur.Hekla Dís keppti í nútímafimleikummynd/ífÞað voru fleiri greinar þar sem Ísland var að taka þátt í fyrsta skipti. Arna Dís Ólafsdóttir og Hekla Björk Hólmarsdóttir urðu fyrstu Íslendingarnir til þess að keppa í nútímafimleikum á leikunum. Það var ekki að sjá að þær væru að gera þetta í fyrsta skipti, Arna fékk gull í þrepi 1 og Hekla silfurverðlaun í þrepi 2. Fjórir íslenskir keppendur kepptu í áhaldafimleikum. María Ragnarsdóttir fékk brons á gólfi en varð fjórða á hinum áhöldunum þremur og fjórða samanlagt. Michaela Regan Kolosov fékk silfur á gólfi og brons á jafnvægisslá en varð þrátt fyrir það fimmta samanlagt. Unnar Ingi Ingólfsson gerði sér lítið fyrir og hreppti gull á stökki. Hann bætti við bronsverðlaunum á hringjum. Magnús Orri Arnarson náði bestum árangri á tvíslá, þar varð hann fjórði.
Aðrar íþróttir Keila Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Fótbolti Fleiri fréttir Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Sjá meira