Þingmaður VG um viðbrögð lögreglu á Austurvelli: "Mér blöskraði og mér brá“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 21. mars 2019 13:20 Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, á fundinum í morgun. vísir/vilhelm Aðgerðir lögreglu vegna mótmæla hælisleitenda á Austurvelli undanfarna daga eru komnar inn á borð nefndar um eftirlit með lögreglu. Þingmaður sem varð vitni af mótmælunum segir að sér hafi blöskrað aðgerðir lögreglu. Yfirlögregluþjónn segir að meðalhófs hafi verið gætt. Opinn fundur allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis um aðgerðir lögreglu hófst klukkan 8:30 í morgun. Mótmælin hófust í síðustu viku en tilefni þeirra eru aðstæður hælisleitenda hér á landi. Til stimpinga kom á Austurvelli þann 11. mars vegna tilraunar mótmælenda til að tjalda og vildu margir meina að lögreglan hefði gengið of hart fram gagnvart mótmælendum. Piparúða var meðal annars beitt en það er í fyrsta skipti síðan árið 2009 en 130 mótmæli hafa verið hér á landi síðan.Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn.vísir/vilhelmTelur lögreglu hafa beitt meðalhófi Á meðal þeirra sem komu fyrir nefndina voru þau Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu. Ásgeir Þór útskýrði að einn mótmælanda hafi verið handtekinn fyrir að sparka ítrekað í lögreglumann og annar fyrir að reyna að koma í veg fyrir handtöku þess sem sparkaði í lögregluna. „Ég tel að lögregla hafi farið eftir því verklagi sem fyrir hana er lagt og ég tel líka að lögregla hafi beitt meðalhófi,“ sagði Ásgeir Þór og bætti við að piparúða hafi verið beitt eftir að þrjátíu til fjörutíu manna hópur hafi gert aðsúg að lögreglumönnum. Piparúðanum hafi verið beitt gegn mótmælendum í um eina mínútu eftir það. „Skipanir höfðu ekki virkað, tíu lögreglumenn geta ekki beitt lögreglutökum á þrjátíu til fjörutíu í einu, það hefur auga leið og það næsta í valdbeitingarstiga lögreglu er piparúði,“ segir Ásgeir Þór. Þá segir hann að eftir að valdbeitingunni var hætt hafi strax verið kallað á sjúkrabíl til þess að hlúa að þeim sem orðið höfðu fyrir piparúðanum.Frá nefndarfuni allsherjar- og menntamálanefndar í morgun.vísir/vilhelmSegir hörð viðbrögð lögreglu algjörlega tilefnislaus Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, varð vitni af mótmælunum en hún er ekki sammála því að meðalhófs hafi verið gætt. „Það var akkúrat að hefjast þingfundur á sama tíma og ég fór út og horfði á. Ég verð að segja að mér blöskraði og mér brá. Mér fannst þetta vera algjörlega tilefnislaust, þessi hörðu viðbrögð lögreglu,“ segir Rósa Björk sem veltir því fyrir sér hvort það skipti máli hverjir það eru sem mótmæli. Fram kom í máli Sigríðar Bjarkar að aðgerðir lögreglu væru komnar til nefndar sem hefur eftirlit með störfum lögreglunnar. Málið yrði yfirfarið af óháðum aðilum en fullt af myndefni er til frá Austurvelli, ekki síst frá 11. mars. Nefndin hefur fyrst mánuð til að skoða málið og senda til lögreglu en þá hefur lögregla þrjá mánuði til að fara yfir það áður en það er sent aftur til nefndarinnar. Nefndin mun því líklegast skila lokaskýrslu eftir fjóra mánuði.Fundinn má sjá hér fyrir neðan en athugið að blábyrjun hans vantar í myndskeiðið. Alþingi Hælisleitendur Lögreglan Lögreglumál Reykjavík Vinstri græn Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Erlent Fleiri fréttir Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Sjá meira
Aðgerðir lögreglu vegna mótmæla hælisleitenda á Austurvelli undanfarna daga eru komnar inn á borð nefndar um eftirlit með lögreglu. Þingmaður sem varð vitni af mótmælunum segir að sér hafi blöskrað aðgerðir lögreglu. Yfirlögregluþjónn segir að meðalhófs hafi verið gætt. Opinn fundur allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis um aðgerðir lögreglu hófst klukkan 8:30 í morgun. Mótmælin hófust í síðustu viku en tilefni þeirra eru aðstæður hælisleitenda hér á landi. Til stimpinga kom á Austurvelli þann 11. mars vegna tilraunar mótmælenda til að tjalda og vildu margir meina að lögreglan hefði gengið of hart fram gagnvart mótmælendum. Piparúða var meðal annars beitt en það er í fyrsta skipti síðan árið 2009 en 130 mótmæli hafa verið hér á landi síðan.Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn.vísir/vilhelmTelur lögreglu hafa beitt meðalhófi Á meðal þeirra sem komu fyrir nefndina voru þau Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu. Ásgeir Þór útskýrði að einn mótmælanda hafi verið handtekinn fyrir að sparka ítrekað í lögreglumann og annar fyrir að reyna að koma í veg fyrir handtöku þess sem sparkaði í lögregluna. „Ég tel að lögregla hafi farið eftir því verklagi sem fyrir hana er lagt og ég tel líka að lögregla hafi beitt meðalhófi,“ sagði Ásgeir Þór og bætti við að piparúða hafi verið beitt eftir að þrjátíu til fjörutíu manna hópur hafi gert aðsúg að lögreglumönnum. Piparúðanum hafi verið beitt gegn mótmælendum í um eina mínútu eftir það. „Skipanir höfðu ekki virkað, tíu lögreglumenn geta ekki beitt lögreglutökum á þrjátíu til fjörutíu í einu, það hefur auga leið og það næsta í valdbeitingarstiga lögreglu er piparúði,“ segir Ásgeir Þór. Þá segir hann að eftir að valdbeitingunni var hætt hafi strax verið kallað á sjúkrabíl til þess að hlúa að þeim sem orðið höfðu fyrir piparúðanum.Frá nefndarfuni allsherjar- og menntamálanefndar í morgun.vísir/vilhelmSegir hörð viðbrögð lögreglu algjörlega tilefnislaus Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, varð vitni af mótmælunum en hún er ekki sammála því að meðalhófs hafi verið gætt. „Það var akkúrat að hefjast þingfundur á sama tíma og ég fór út og horfði á. Ég verð að segja að mér blöskraði og mér brá. Mér fannst þetta vera algjörlega tilefnislaust, þessi hörðu viðbrögð lögreglu,“ segir Rósa Björk sem veltir því fyrir sér hvort það skipti máli hverjir það eru sem mótmæli. Fram kom í máli Sigríðar Bjarkar að aðgerðir lögreglu væru komnar til nefndar sem hefur eftirlit með störfum lögreglunnar. Málið yrði yfirfarið af óháðum aðilum en fullt af myndefni er til frá Austurvelli, ekki síst frá 11. mars. Nefndin hefur fyrst mánuð til að skoða málið og senda til lögreglu en þá hefur lögregla þrjá mánuði til að fara yfir það áður en það er sent aftur til nefndarinnar. Nefndin mun því líklegast skila lokaskýrslu eftir fjóra mánuði.Fundinn má sjá hér fyrir neðan en athugið að blábyrjun hans vantar í myndskeiðið.
Alþingi Hælisleitendur Lögreglan Lögreglumál Reykjavík Vinstri græn Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Erlent Fleiri fréttir Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Sjá meira