Belja baular í útlöndum Valtýr Sigurðsson skrifar 21. mars 2019 08:00 Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður kom í þáttinn „Reykjavík síðdegis“ á dögunum til að ræða um nýlegan dóm Mannréttindadómstóls Evrópu. Hans skoðun var sú að dómurinn væri að engu hafandi og að við Íslendingar ættum ekki að kippa okkur upp við það þótt einhver belja baulaði í útlöndum. Dómarar Landsréttar ættu því að halda áfram að dæma sem áður og stjórnvöld að halda ró sinni. Þessi orð lögmannsins leiddu hugann að því þegar Mannréttindanefnd Evrópuráðsins gaf sjálfstæði dómstóla á Íslandi falleinkunn 1987 vegna máls manns sem var búsettur á Akureyri og hafði verið dæmdur í undirrétti og í Hæstarétti fyrir brot á umferðarlögum. Í samræmi við gildandi lög var mál hans tekið fyrir og dæmt af fulltrúa bæjarfógetans sem starfaði á ábyrgð og undir stjórn bæjarfógeta sem jafnframt er yfirmaður lögreglunnar. Málið var kært til mannréttindanefndarinnar á þeirri forsendu að málið hefði ekki hlotið meðferð í undirrétti fyrir óháðum dómara. Mannréttindanefndin komst að þeirri niðurstöðu að líkur væru á að brotið hefði verið gegn mannréttindasáttmálanum. Í stað þess að taka til varna í málinu ákvað íslenska ríkið að breyta lögunum til samræmis við álit Mannréttindanefndarinnar. Hugmyndir að frumvarpi að lögum um aðskilnað dómsvalds og umboðsvalds í héraði voru kynntar í Dómarafélagi Ísland en formaður félagsins var bæjarfógeti. Eins og mörgum félagsmönnum leist formanninum ekki á að sýslumenn og bæjarfógetar yrðu sviptir dómsvaldinu. Orð formannsins voru á þá leið að þetta fyrirkomulag hefði reynst vel í okkar litla landi og engin ástæða væri til að hlaupa eftir einhverju erlendu fyrirkomulagi í þessum efnum. Þá skyldu menn vita að það væri til pólitískt vald í þessu landi og því yrði beitt til að koma í veg fyrir lagasetningu sem breytti þessu skipulagi. Sem betur fer kom ekki til þess að slíku valdi yrði beitt og því tóku lög um aðskilnað dómsvalds og umboðsvalds í héraði gildi 1992. Þessi breyting hafði gríðarlega mikla þýðingu fyrir sjálfstæði dómstólanna og þá um leið fyrir þegna þessa lands þótt enn ætti eftir að stíga skrefið til enda, þ.e. að koma á fót millidómstigi. Hluti af því að búa í réttarríki er að geta leitað til sjálfstæðra og óvilhallra dómstóla og njóta þannig réttaröryggis. Skipun dómara er stór hluti af þessu kerfi. Þrátt fyrir að við höfum svipað fyrirkomulag og t.d. Norðurlöndin er skipun í dómarastöðu sífellt deiluefni hér á landi. Staðreyndin er hins vegar sú að dómsmálaráðherrar hinna Norðurlandanna hlutast yfirleitt ekki til um tilnefningar hæfnisnefnda um dómara. Því mætti ætla að ábyrgð ráðherra þar væri annars konar en ráðherraábyrgð hér. Sjónarmið Jóns Steinars og afstaða hans til dóms Mannréttindadómstólsins hugnast mér ekki og ætla ég að fleiri séu þeirrar skoðunar. Þá kæmi ekki á óvart þótt meirihluti landsmanna teldi það fela í sér aukið réttaröryggi og ekki skerðingu á fullveldi Íslands að unnt sé að leita til Mannréttindadómstólsins með mál sín í stað þess að þurfa eingöngu að reiða sig á íslensk stjórnvöld og Alþingi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Sjá meira
Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður kom í þáttinn „Reykjavík síðdegis“ á dögunum til að ræða um nýlegan dóm Mannréttindadómstóls Evrópu. Hans skoðun var sú að dómurinn væri að engu hafandi og að við Íslendingar ættum ekki að kippa okkur upp við það þótt einhver belja baulaði í útlöndum. Dómarar Landsréttar ættu því að halda áfram að dæma sem áður og stjórnvöld að halda ró sinni. Þessi orð lögmannsins leiddu hugann að því þegar Mannréttindanefnd Evrópuráðsins gaf sjálfstæði dómstóla á Íslandi falleinkunn 1987 vegna máls manns sem var búsettur á Akureyri og hafði verið dæmdur í undirrétti og í Hæstarétti fyrir brot á umferðarlögum. Í samræmi við gildandi lög var mál hans tekið fyrir og dæmt af fulltrúa bæjarfógetans sem starfaði á ábyrgð og undir stjórn bæjarfógeta sem jafnframt er yfirmaður lögreglunnar. Málið var kært til mannréttindanefndarinnar á þeirri forsendu að málið hefði ekki hlotið meðferð í undirrétti fyrir óháðum dómara. Mannréttindanefndin komst að þeirri niðurstöðu að líkur væru á að brotið hefði verið gegn mannréttindasáttmálanum. Í stað þess að taka til varna í málinu ákvað íslenska ríkið að breyta lögunum til samræmis við álit Mannréttindanefndarinnar. Hugmyndir að frumvarpi að lögum um aðskilnað dómsvalds og umboðsvalds í héraði voru kynntar í Dómarafélagi Ísland en formaður félagsins var bæjarfógeti. Eins og mörgum félagsmönnum leist formanninum ekki á að sýslumenn og bæjarfógetar yrðu sviptir dómsvaldinu. Orð formannsins voru á þá leið að þetta fyrirkomulag hefði reynst vel í okkar litla landi og engin ástæða væri til að hlaupa eftir einhverju erlendu fyrirkomulagi í þessum efnum. Þá skyldu menn vita að það væri til pólitískt vald í þessu landi og því yrði beitt til að koma í veg fyrir lagasetningu sem breytti þessu skipulagi. Sem betur fer kom ekki til þess að slíku valdi yrði beitt og því tóku lög um aðskilnað dómsvalds og umboðsvalds í héraði gildi 1992. Þessi breyting hafði gríðarlega mikla þýðingu fyrir sjálfstæði dómstólanna og þá um leið fyrir þegna þessa lands þótt enn ætti eftir að stíga skrefið til enda, þ.e. að koma á fót millidómstigi. Hluti af því að búa í réttarríki er að geta leitað til sjálfstæðra og óvilhallra dómstóla og njóta þannig réttaröryggis. Skipun dómara er stór hluti af þessu kerfi. Þrátt fyrir að við höfum svipað fyrirkomulag og t.d. Norðurlöndin er skipun í dómarastöðu sífellt deiluefni hér á landi. Staðreyndin er hins vegar sú að dómsmálaráðherrar hinna Norðurlandanna hlutast yfirleitt ekki til um tilnefningar hæfnisnefnda um dómara. Því mætti ætla að ábyrgð ráðherra þar væri annars konar en ráðherraábyrgð hér. Sjónarmið Jóns Steinars og afstaða hans til dóms Mannréttindadómstólsins hugnast mér ekki og ætla ég að fleiri séu þeirrar skoðunar. Þá kæmi ekki á óvart þótt meirihluti landsmanna teldi það fela í sér aukið réttaröryggi og ekki skerðingu á fullveldi Íslands að unnt sé að leita til Mannréttindadómstólsins með mál sín í stað þess að þurfa eingöngu að reiða sig á íslensk stjórnvöld og Alþingi.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun