Ekki sammála því að menn hafi verið við það að loka samningi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. mars 2019 14:38 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR og nýkjörinn formaður LÍV. vísir/vilhelm Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR og nýkjörinn formaður Landssambands íslenskra verslunarmanna, segist ekki sammála Guðbrandi Einarssyni, fyrrverandi formanni LÍV, að sambandið hafi verið með ágætis samning innan seilingar. Það hafi átt eftir að ræða stóra þáttinn sem sé launaliðurinn og fá niðurstöðu í það atriði. LÍV sleit viðræðum við Samtök atvinnulífsins í morgun og sagði Guðbrandur Einarsson í kjölfarið af sér sem formaður. Hann vandaði VR ekki kveðjurnar í samtali við fréttastofu í hádeginu í dag og kvaðst efast um að raunverulegur vilji væri hjá forsvarsmönnum félagsins að ná samningi. „Við hjá LÍV töldum að við værum að ná fram mörgum þeim kröfum sem við lögðum fram í sameiginlegri kröfugerð á sínum tíma, meðal annars um vinnutímastyttingu sem hefði gagnast öllum verslunarmönnum á Íslandi,“ sagði Guðbrandur við fréttastofu auk þess sem hann sagði sambandið einnig vera að ná fram leiðréttingu á launatöflunni.Launaliðurinn eftir og það sé stóra málið Ragnar Þór segir í samtali við Vísi að það sé ekki það sama, launaliðurinn og launataflan. Leiðrétting á launatöflu sé ekki það sama og launahækkanir. Þá segir hann málið snúast um svo miklu meira en kjarasamninginn. „Við erum með kröfur sem snúa að kerfisbreytingum í okkar samfélagi og þá vísa ég á stjórnvöld. Þetta snýst um svo miklu meira en kjarasamninginn eingöngu. Auðvitað var Landssambandið kannski komið lengra en önnur félög varðandi kjarasamningagerð og margt ágætt sem þar var unnið. En það sem var alveg eftir að ræða og átti eftir að fá niðurstöðu í það var launaliðurinn. Það er stóra málið,“ segir Ragnar Þór. Málið strandi því meira og minna á launaliðnum. „Og þessari kröfu SA að skerða réttindi vinnandi fólks með að lengja dagvinnutímabil og uppgjörstímabil á yfirvinnunni. Þetta er hlutur sem var ekki heldur búið að fullræða innan Landssambandsins. Ég get alveg tekið undir það með Guðbrandi að það voru margir álitlegir hlutir sem var búið að vinna en ég er ekki sammála því að menn hafi verið við það að loka samningi.“ Ríkissáttasemjari hefur boðað til fundar í kjaradeilu VR, Eflingar, Verkalýðsfélags Grindavíkur og Verkalýðsfélags Akraness við SA á morgun. Aðspurður hvort hann eigi von á því að nýtt tilboð komi frá SA segist Ragnar því miður ekki eiga von á því. Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Formaður LÍV segir af sér í kjölfar „verulegs meiningarmunar“ milli hans og VR Guðbrandur Einarsson formaður Landssambands íslenskra verslunarmanna hefur sagt af sér sem formaður sambandsins. 20. mars 2019 09:09 „Ágætis samningur“ innan seilingar en viðræðum samt slitið Landssambands íslenskra verslunarmanna sleit í morgun kjaraviðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins, þrátt fyrir að ekki hafi verið langt á milli félaganna. 20. mars 2019 11:45 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR og nýkjörinn formaður Landssambands íslenskra verslunarmanna, segist ekki sammála Guðbrandi Einarssyni, fyrrverandi formanni LÍV, að sambandið hafi verið með ágætis samning innan seilingar. Það hafi átt eftir að ræða stóra þáttinn sem sé launaliðurinn og fá niðurstöðu í það atriði. LÍV sleit viðræðum við Samtök atvinnulífsins í morgun og sagði Guðbrandur Einarsson í kjölfarið af sér sem formaður. Hann vandaði VR ekki kveðjurnar í samtali við fréttastofu í hádeginu í dag og kvaðst efast um að raunverulegur vilji væri hjá forsvarsmönnum félagsins að ná samningi. „Við hjá LÍV töldum að við værum að ná fram mörgum þeim kröfum sem við lögðum fram í sameiginlegri kröfugerð á sínum tíma, meðal annars um vinnutímastyttingu sem hefði gagnast öllum verslunarmönnum á Íslandi,“ sagði Guðbrandur við fréttastofu auk þess sem hann sagði sambandið einnig vera að ná fram leiðréttingu á launatöflunni.Launaliðurinn eftir og það sé stóra málið Ragnar Þór segir í samtali við Vísi að það sé ekki það sama, launaliðurinn og launataflan. Leiðrétting á launatöflu sé ekki það sama og launahækkanir. Þá segir hann málið snúast um svo miklu meira en kjarasamninginn. „Við erum með kröfur sem snúa að kerfisbreytingum í okkar samfélagi og þá vísa ég á stjórnvöld. Þetta snýst um svo miklu meira en kjarasamninginn eingöngu. Auðvitað var Landssambandið kannski komið lengra en önnur félög varðandi kjarasamningagerð og margt ágætt sem þar var unnið. En það sem var alveg eftir að ræða og átti eftir að fá niðurstöðu í það var launaliðurinn. Það er stóra málið,“ segir Ragnar Þór. Málið strandi því meira og minna á launaliðnum. „Og þessari kröfu SA að skerða réttindi vinnandi fólks með að lengja dagvinnutímabil og uppgjörstímabil á yfirvinnunni. Þetta er hlutur sem var ekki heldur búið að fullræða innan Landssambandsins. Ég get alveg tekið undir það með Guðbrandi að það voru margir álitlegir hlutir sem var búið að vinna en ég er ekki sammála því að menn hafi verið við það að loka samningi.“ Ríkissáttasemjari hefur boðað til fundar í kjaradeilu VR, Eflingar, Verkalýðsfélags Grindavíkur og Verkalýðsfélags Akraness við SA á morgun. Aðspurður hvort hann eigi von á því að nýtt tilboð komi frá SA segist Ragnar því miður ekki eiga von á því.
Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Formaður LÍV segir af sér í kjölfar „verulegs meiningarmunar“ milli hans og VR Guðbrandur Einarsson formaður Landssambands íslenskra verslunarmanna hefur sagt af sér sem formaður sambandsins. 20. mars 2019 09:09 „Ágætis samningur“ innan seilingar en viðræðum samt slitið Landssambands íslenskra verslunarmanna sleit í morgun kjaraviðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins, þrátt fyrir að ekki hafi verið langt á milli félaganna. 20. mars 2019 11:45 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira
Formaður LÍV segir af sér í kjölfar „verulegs meiningarmunar“ milli hans og VR Guðbrandur Einarsson formaður Landssambands íslenskra verslunarmanna hefur sagt af sér sem formaður sambandsins. 20. mars 2019 09:09
„Ágætis samningur“ innan seilingar en viðræðum samt slitið Landssambands íslenskra verslunarmanna sleit í morgun kjaraviðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins, þrátt fyrir að ekki hafi verið langt á milli félaganna. 20. mars 2019 11:45