Ekki sammála því að menn hafi verið við það að loka samningi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. mars 2019 14:38 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR og nýkjörinn formaður LÍV. vísir/vilhelm Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR og nýkjörinn formaður Landssambands íslenskra verslunarmanna, segist ekki sammála Guðbrandi Einarssyni, fyrrverandi formanni LÍV, að sambandið hafi verið með ágætis samning innan seilingar. Það hafi átt eftir að ræða stóra þáttinn sem sé launaliðurinn og fá niðurstöðu í það atriði. LÍV sleit viðræðum við Samtök atvinnulífsins í morgun og sagði Guðbrandur Einarsson í kjölfarið af sér sem formaður. Hann vandaði VR ekki kveðjurnar í samtali við fréttastofu í hádeginu í dag og kvaðst efast um að raunverulegur vilji væri hjá forsvarsmönnum félagsins að ná samningi. „Við hjá LÍV töldum að við værum að ná fram mörgum þeim kröfum sem við lögðum fram í sameiginlegri kröfugerð á sínum tíma, meðal annars um vinnutímastyttingu sem hefði gagnast öllum verslunarmönnum á Íslandi,“ sagði Guðbrandur við fréttastofu auk þess sem hann sagði sambandið einnig vera að ná fram leiðréttingu á launatöflunni.Launaliðurinn eftir og það sé stóra málið Ragnar Þór segir í samtali við Vísi að það sé ekki það sama, launaliðurinn og launataflan. Leiðrétting á launatöflu sé ekki það sama og launahækkanir. Þá segir hann málið snúast um svo miklu meira en kjarasamninginn. „Við erum með kröfur sem snúa að kerfisbreytingum í okkar samfélagi og þá vísa ég á stjórnvöld. Þetta snýst um svo miklu meira en kjarasamninginn eingöngu. Auðvitað var Landssambandið kannski komið lengra en önnur félög varðandi kjarasamningagerð og margt ágætt sem þar var unnið. En það sem var alveg eftir að ræða og átti eftir að fá niðurstöðu í það var launaliðurinn. Það er stóra málið,“ segir Ragnar Þór. Málið strandi því meira og minna á launaliðnum. „Og þessari kröfu SA að skerða réttindi vinnandi fólks með að lengja dagvinnutímabil og uppgjörstímabil á yfirvinnunni. Þetta er hlutur sem var ekki heldur búið að fullræða innan Landssambandsins. Ég get alveg tekið undir það með Guðbrandi að það voru margir álitlegir hlutir sem var búið að vinna en ég er ekki sammála því að menn hafi verið við það að loka samningi.“ Ríkissáttasemjari hefur boðað til fundar í kjaradeilu VR, Eflingar, Verkalýðsfélags Grindavíkur og Verkalýðsfélags Akraness við SA á morgun. Aðspurður hvort hann eigi von á því að nýtt tilboð komi frá SA segist Ragnar því miður ekki eiga von á því. Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Formaður LÍV segir af sér í kjölfar „verulegs meiningarmunar“ milli hans og VR Guðbrandur Einarsson formaður Landssambands íslenskra verslunarmanna hefur sagt af sér sem formaður sambandsins. 20. mars 2019 09:09 „Ágætis samningur“ innan seilingar en viðræðum samt slitið Landssambands íslenskra verslunarmanna sleit í morgun kjaraviðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins, þrátt fyrir að ekki hafi verið langt á milli félaganna. 20. mars 2019 11:45 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Sjá meira
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR og nýkjörinn formaður Landssambands íslenskra verslunarmanna, segist ekki sammála Guðbrandi Einarssyni, fyrrverandi formanni LÍV, að sambandið hafi verið með ágætis samning innan seilingar. Það hafi átt eftir að ræða stóra þáttinn sem sé launaliðurinn og fá niðurstöðu í það atriði. LÍV sleit viðræðum við Samtök atvinnulífsins í morgun og sagði Guðbrandur Einarsson í kjölfarið af sér sem formaður. Hann vandaði VR ekki kveðjurnar í samtali við fréttastofu í hádeginu í dag og kvaðst efast um að raunverulegur vilji væri hjá forsvarsmönnum félagsins að ná samningi. „Við hjá LÍV töldum að við værum að ná fram mörgum þeim kröfum sem við lögðum fram í sameiginlegri kröfugerð á sínum tíma, meðal annars um vinnutímastyttingu sem hefði gagnast öllum verslunarmönnum á Íslandi,“ sagði Guðbrandur við fréttastofu auk þess sem hann sagði sambandið einnig vera að ná fram leiðréttingu á launatöflunni.Launaliðurinn eftir og það sé stóra málið Ragnar Þór segir í samtali við Vísi að það sé ekki það sama, launaliðurinn og launataflan. Leiðrétting á launatöflu sé ekki það sama og launahækkanir. Þá segir hann málið snúast um svo miklu meira en kjarasamninginn. „Við erum með kröfur sem snúa að kerfisbreytingum í okkar samfélagi og þá vísa ég á stjórnvöld. Þetta snýst um svo miklu meira en kjarasamninginn eingöngu. Auðvitað var Landssambandið kannski komið lengra en önnur félög varðandi kjarasamningagerð og margt ágætt sem þar var unnið. En það sem var alveg eftir að ræða og átti eftir að fá niðurstöðu í það var launaliðurinn. Það er stóra málið,“ segir Ragnar Þór. Málið strandi því meira og minna á launaliðnum. „Og þessari kröfu SA að skerða réttindi vinnandi fólks með að lengja dagvinnutímabil og uppgjörstímabil á yfirvinnunni. Þetta er hlutur sem var ekki heldur búið að fullræða innan Landssambandsins. Ég get alveg tekið undir það með Guðbrandi að það voru margir álitlegir hlutir sem var búið að vinna en ég er ekki sammála því að menn hafi verið við það að loka samningi.“ Ríkissáttasemjari hefur boðað til fundar í kjaradeilu VR, Eflingar, Verkalýðsfélags Grindavíkur og Verkalýðsfélags Akraness við SA á morgun. Aðspurður hvort hann eigi von á því að nýtt tilboð komi frá SA segist Ragnar því miður ekki eiga von á því.
Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Formaður LÍV segir af sér í kjölfar „verulegs meiningarmunar“ milli hans og VR Guðbrandur Einarsson formaður Landssambands íslenskra verslunarmanna hefur sagt af sér sem formaður sambandsins. 20. mars 2019 09:09 „Ágætis samningur“ innan seilingar en viðræðum samt slitið Landssambands íslenskra verslunarmanna sleit í morgun kjaraviðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins, þrátt fyrir að ekki hafi verið langt á milli félaganna. 20. mars 2019 11:45 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Sjá meira
Formaður LÍV segir af sér í kjölfar „verulegs meiningarmunar“ milli hans og VR Guðbrandur Einarsson formaður Landssambands íslenskra verslunarmanna hefur sagt af sér sem formaður sambandsins. 20. mars 2019 09:09
„Ágætis samningur“ innan seilingar en viðræðum samt slitið Landssambands íslenskra verslunarmanna sleit í morgun kjaraviðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins, þrátt fyrir að ekki hafi verið langt á milli félaganna. 20. mars 2019 11:45