Freyr: Langt síðan að leikmenn voru í jafn góðu ástandi og nú Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Peralada skrifar 20. mars 2019 13:00 Freyr Alexandersson segir að það sé orka og hungur í leikmönnum íslenska landsliðsins sem leikur gegn Andorra í fyrsta leik sínum í undankeppni EM 2020 á föstudag. Freyr er ánægður með ástand leikmanna. „Undirbúningurinn hefur gengið gríðarlega vel. Leikmenn komu í mjög góðu ástandi, því langbesta síðan að Erik Hamren tók til starfa hjá KSÍ. Ég hef verið lengur í kringum liðið og ég held að það sé langt síðan að leikmennirnir voru í svona góðu ástandi,“ sagði Freyr í samtali við Vísi fyrir æfingu íslenska liðsins í Peralada á Spáni í morgun. „Við vorum líka heppnir að því leyti að fáir voru að spila á sunnudag og komu því ferskir til okkar á mánudaginn.“ „Það er orka í hópnum og hungur líka. Það hlakkar öllum til að mæta og spila þennan leik á föstudag.“ Freyr sagði að sú breyting sem þurfti að gera á íslenska hópnum vegna meiðsla Björns Bergmanns Sigurðarsonar en Viðar Örn Kjartansson kom inn í hans stað. „Það breytti litlu í okkar undirbúningi. Þeir eru ólíkar týpur þó svo að báðir séu framherjar. Viðar hentar okkur mjög vel gegn Andorra og Björn hefði hentað gríðarlega vel á móti Frakklandi. Það eru smá áherslubreytingar sem þetta útheimtir en ekkert stórvægilegt.“Landsliðsþjálfararnir Erik Hamrén og Freyr Alexandersson.vísir/gettySkerpa það sem við gerum vel Ísland ætlar sér í lokakeppni EM 2020 en Freyr segir að skilaboð þjálfaranna til leikmanna hafi verið skýr í aðdraganda nýrrar undankeppni. „Við viljum sækja í það sem við stöndum fyrir, fyrst og fremst. Við viljum skerpa það sem við erum góðir í og vera vel meðvitaðir um hverjir veikleikar andstæðinganna eru og gera það sem við getum til að meiða þá.“ „En við höfum líka lagt í ákveðna grunnvinnu um það sem við viljum standa fyrir í þessari keppni og hvernig við viljum spila. Það er góð dínamík í hópnum þessa dagana.“Vísir fylgir eftir strákunum okkar á leið þeirra á lokakeppni EM 2020 í knattspyrnu. Stöð 2 Sport sýnir fjölda leikja í undankeppninni næstu daga, fylgstu með dagskránni á stod2.is. EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Hamren gerir upp haustið: Margir sögðu mér að þetta væri ómögulegt starf Erik Hamren hefur enn sömu trú á því að Ísland geti áfram náð góðum árangri á alþjóðavettvangi knattspyrnunnar, rétt eins og hann gerði þegar hann tók við starfi landsliðsþjálfara í haust. 20. mars 2019 09:30 Viðar Örn kallaður inn í A-landsliðið Viðar Örn Kjartansson hefur verið kallaður inn í hóp Íslands fyrir leiki liðsins gegn Andorra og Frakklandi en þetta eru tveir fyrstu leikir íslenska landsliðsins í undankeppni EM 2020. 19. mars 2019 13:27 Djúpur skurður þýðir að Björn Bergmann er úr leik Björn Bergmann Sigurðarson er á heimleið og verður ekki með Íslandi í landsleikjunum á móti Andorra og Frakklandi. 20. mars 2019 10:15 Freyr: Við höfum trú á því að við getum unnið riðilinn Freyr Alexandersson, aðstoðarþjálfari Erik Hamrén hjá íslenska landsliðinu, fór yfir undankeppni EM 2020 á blaðamannafundi. 14. mars 2019 13:23 Hamren: Þessi gullkynslóð á mörg ár eftir Erik Hamren veit vel hvað þarf að gerast til að Ísland komist á EM 2020 - byrja að vinna leiki. 19. mars 2019 20:00 Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Tvö Grindavíkurmörk eftir að þeir misstu mann útaf Íslenski boltinn Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Garnett tryggði Boston sigur - Ótrúleg tilþrif Kobe (myndband) Körfubolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Körfubolti Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Fleiri fréttir Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Sjá meira
Freyr Alexandersson segir að það sé orka og hungur í leikmönnum íslenska landsliðsins sem leikur gegn Andorra í fyrsta leik sínum í undankeppni EM 2020 á föstudag. Freyr er ánægður með ástand leikmanna. „Undirbúningurinn hefur gengið gríðarlega vel. Leikmenn komu í mjög góðu ástandi, því langbesta síðan að Erik Hamren tók til starfa hjá KSÍ. Ég hef verið lengur í kringum liðið og ég held að það sé langt síðan að leikmennirnir voru í svona góðu ástandi,“ sagði Freyr í samtali við Vísi fyrir æfingu íslenska liðsins í Peralada á Spáni í morgun. „Við vorum líka heppnir að því leyti að fáir voru að spila á sunnudag og komu því ferskir til okkar á mánudaginn.“ „Það er orka í hópnum og hungur líka. Það hlakkar öllum til að mæta og spila þennan leik á föstudag.“ Freyr sagði að sú breyting sem þurfti að gera á íslenska hópnum vegna meiðsla Björns Bergmanns Sigurðarsonar en Viðar Örn Kjartansson kom inn í hans stað. „Það breytti litlu í okkar undirbúningi. Þeir eru ólíkar týpur þó svo að báðir séu framherjar. Viðar hentar okkur mjög vel gegn Andorra og Björn hefði hentað gríðarlega vel á móti Frakklandi. Það eru smá áherslubreytingar sem þetta útheimtir en ekkert stórvægilegt.“Landsliðsþjálfararnir Erik Hamrén og Freyr Alexandersson.vísir/gettySkerpa það sem við gerum vel Ísland ætlar sér í lokakeppni EM 2020 en Freyr segir að skilaboð þjálfaranna til leikmanna hafi verið skýr í aðdraganda nýrrar undankeppni. „Við viljum sækja í það sem við stöndum fyrir, fyrst og fremst. Við viljum skerpa það sem við erum góðir í og vera vel meðvitaðir um hverjir veikleikar andstæðinganna eru og gera það sem við getum til að meiða þá.“ „En við höfum líka lagt í ákveðna grunnvinnu um það sem við viljum standa fyrir í þessari keppni og hvernig við viljum spila. Það er góð dínamík í hópnum þessa dagana.“Vísir fylgir eftir strákunum okkar á leið þeirra á lokakeppni EM 2020 í knattspyrnu. Stöð 2 Sport sýnir fjölda leikja í undankeppninni næstu daga, fylgstu með dagskránni á stod2.is.
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Hamren gerir upp haustið: Margir sögðu mér að þetta væri ómögulegt starf Erik Hamren hefur enn sömu trú á því að Ísland geti áfram náð góðum árangri á alþjóðavettvangi knattspyrnunnar, rétt eins og hann gerði þegar hann tók við starfi landsliðsþjálfara í haust. 20. mars 2019 09:30 Viðar Örn kallaður inn í A-landsliðið Viðar Örn Kjartansson hefur verið kallaður inn í hóp Íslands fyrir leiki liðsins gegn Andorra og Frakklandi en þetta eru tveir fyrstu leikir íslenska landsliðsins í undankeppni EM 2020. 19. mars 2019 13:27 Djúpur skurður þýðir að Björn Bergmann er úr leik Björn Bergmann Sigurðarson er á heimleið og verður ekki með Íslandi í landsleikjunum á móti Andorra og Frakklandi. 20. mars 2019 10:15 Freyr: Við höfum trú á því að við getum unnið riðilinn Freyr Alexandersson, aðstoðarþjálfari Erik Hamrén hjá íslenska landsliðinu, fór yfir undankeppni EM 2020 á blaðamannafundi. 14. mars 2019 13:23 Hamren: Þessi gullkynslóð á mörg ár eftir Erik Hamren veit vel hvað þarf að gerast til að Ísland komist á EM 2020 - byrja að vinna leiki. 19. mars 2019 20:00 Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Tvö Grindavíkurmörk eftir að þeir misstu mann útaf Íslenski boltinn Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Garnett tryggði Boston sigur - Ótrúleg tilþrif Kobe (myndband) Körfubolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Körfubolti Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Fleiri fréttir Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Sjá meira
Hamren gerir upp haustið: Margir sögðu mér að þetta væri ómögulegt starf Erik Hamren hefur enn sömu trú á því að Ísland geti áfram náð góðum árangri á alþjóðavettvangi knattspyrnunnar, rétt eins og hann gerði þegar hann tók við starfi landsliðsþjálfara í haust. 20. mars 2019 09:30
Viðar Örn kallaður inn í A-landsliðið Viðar Örn Kjartansson hefur verið kallaður inn í hóp Íslands fyrir leiki liðsins gegn Andorra og Frakklandi en þetta eru tveir fyrstu leikir íslenska landsliðsins í undankeppni EM 2020. 19. mars 2019 13:27
Djúpur skurður þýðir að Björn Bergmann er úr leik Björn Bergmann Sigurðarson er á heimleið og verður ekki með Íslandi í landsleikjunum á móti Andorra og Frakklandi. 20. mars 2019 10:15
Freyr: Við höfum trú á því að við getum unnið riðilinn Freyr Alexandersson, aðstoðarþjálfari Erik Hamrén hjá íslenska landsliðinu, fór yfir undankeppni EM 2020 á blaðamannafundi. 14. mars 2019 13:23
Hamren: Þessi gullkynslóð á mörg ár eftir Erik Hamren veit vel hvað þarf að gerast til að Ísland komist á EM 2020 - byrja að vinna leiki. 19. mars 2019 20:00