Fjármálaráðherra segir það ekki hlutverk ríkisins að hjálpa fyrirtækjum í rekstrarvanda Heimir Már Pétursson skrifar 20. mars 2019 11:45 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. vísir/vilhelm Fjármálaráðherra segir það ekki hlutverk ríkisins að koma fyrirtækjum eins og WOW AIR til hjálpar vegna rekstrarvanda. Hins vegar horfi stjórnvöld til þjóðarhags og eigi að lina áhrif af áföllum til að draga úr atvinnuleysi og viðhalda hagvexti. Stefnt er að því að viðræðum WOW AIR og Inidigo Partners um samstarf ljúki innan níu daga.Fréttablaðið greinir frá því í dag að WOW AIR hafi falast eftir ríkisábyrgð um síðustu helgi á lán frá Arion banka til að tryggja rekstur félagsins til skemmri tíma. Þá segir á Túristi punktur is að vafi leiki á að Indigo Partners eigi enn í viðræðum við WOW AIR um aðkomu að félaginu. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sat fyrir svörum hjá Helgu Valfells á hádegisfundi Félags Viðskipta- og hagfræðinga á Grand hóteli í gær þar sem hann var meðal annars spurður um stöðu flugfélaganna. Hann sagði vöxt ferðaþjónustunnar á undanförnum árum hafa ráðið styrkingu krónunnar þegar hún var sem mest og gjaldeyrisforði Seðlabankans hafi nánast allur verið byggður upp af ferðaþjónustunni. „Þannig að þetta er algerlega búið að breyta Íslandi. Ísland er bara allt annað efnahagskerfi eftir að ferðaþjónustan stækkaði þetta mikið. En það er að sama skapi mikið áhyggjuefni að þessi rekstur er gríðarlega erfiður. Bæði félögin eru með risatap í fyrra og það er tvísýnt með endurfjármögnun hjá WOW AIR greinilega miðað við þær fréttir sem eru opinberar. Það er verið að lengja frestina og þeir eru í einhverjum skilningi að róa lífróður greinilega,“ sagði Bjarni. Þessi staða væri ein af þremur ógnum við efnahagslífið á þessu ári ásamt loðnubresti og stöðunni á vinnumarkaði þótt hann teldi möguleika ferðaþjónustunnar til framtíðar nánast óendanlega. Þrátt fyrir þetta sagði Bjarni aðspurður að það væri ekki hlutverk ríkisins að koma félögum í hallarekstri og rekstrarerfiðleikum til hjálpar og erfitt að setja slíkt fordæmi. „Hins vegar erum við mjög að reyna að meta áhrifin á hagkerfið af því ef yrðu áföll hérna. Ég held að við myndum alltaf í hverju sem við myndum gera horfa til þess hvað er að koma þjóðarhag best án þess að setja slæm fordæmi. Þannig að mín persónulega sannfæring er að við eigum ekki að skipta okkur af svona rekstrarvandamálum. En við eigum hins vegar að gera það sem við getum til að lina áfallið fyrir hagkerfið og draga úr atvinnuleysi og viðhalda hagvexti ef við höfum einhverju hlutverki þar að gegna,“ sagði Bjarni Benediktsson. Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Wow sagt núna álitlegri kostur fyrir Icelandair Staða Skúla Mogensen í erfiðum samningaviðræðum um framtíð WOW-flugfélagsins hefur breyst á síðustu sólarhringum, vegna kyrrsetningar Boeing 737 MAX þota. 17. mars 2019 06:00 Icelandair rýkur upp í Kauphöllinni Gengi hlutabréfa í Icelandair rauk upp um nær 15 prósent í fyrstu viðskiptum dagsins í Kauphöllinni í dag. 20. mars 2019 10:38 WOW air falast eftir ríkisábyrgð Settu fram hugmyndir um ríkisábyrgð á láni frá Arion. Ósennilegt að stjórnvöld muni ljá máls á þeim. Þreifingar á milli WOW air og Icelandair. Þarf ávallt að vera með eina vél tiltæka sem tryggingu vegna skuldar við Isavia. 20. mars 2019 06:15 Mest lesið Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Fleiri fréttir Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Ætlar að efna til umræðu um tjáningarfrelsi eftir mótmælin í HÍ Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Sjá meira
Fjármálaráðherra segir það ekki hlutverk ríkisins að koma fyrirtækjum eins og WOW AIR til hjálpar vegna rekstrarvanda. Hins vegar horfi stjórnvöld til þjóðarhags og eigi að lina áhrif af áföllum til að draga úr atvinnuleysi og viðhalda hagvexti. Stefnt er að því að viðræðum WOW AIR og Inidigo Partners um samstarf ljúki innan níu daga.Fréttablaðið greinir frá því í dag að WOW AIR hafi falast eftir ríkisábyrgð um síðustu helgi á lán frá Arion banka til að tryggja rekstur félagsins til skemmri tíma. Þá segir á Túristi punktur is að vafi leiki á að Indigo Partners eigi enn í viðræðum við WOW AIR um aðkomu að félaginu. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sat fyrir svörum hjá Helgu Valfells á hádegisfundi Félags Viðskipta- og hagfræðinga á Grand hóteli í gær þar sem hann var meðal annars spurður um stöðu flugfélaganna. Hann sagði vöxt ferðaþjónustunnar á undanförnum árum hafa ráðið styrkingu krónunnar þegar hún var sem mest og gjaldeyrisforði Seðlabankans hafi nánast allur verið byggður upp af ferðaþjónustunni. „Þannig að þetta er algerlega búið að breyta Íslandi. Ísland er bara allt annað efnahagskerfi eftir að ferðaþjónustan stækkaði þetta mikið. En það er að sama skapi mikið áhyggjuefni að þessi rekstur er gríðarlega erfiður. Bæði félögin eru með risatap í fyrra og það er tvísýnt með endurfjármögnun hjá WOW AIR greinilega miðað við þær fréttir sem eru opinberar. Það er verið að lengja frestina og þeir eru í einhverjum skilningi að róa lífróður greinilega,“ sagði Bjarni. Þessi staða væri ein af þremur ógnum við efnahagslífið á þessu ári ásamt loðnubresti og stöðunni á vinnumarkaði þótt hann teldi möguleika ferðaþjónustunnar til framtíðar nánast óendanlega. Þrátt fyrir þetta sagði Bjarni aðspurður að það væri ekki hlutverk ríkisins að koma félögum í hallarekstri og rekstrarerfiðleikum til hjálpar og erfitt að setja slíkt fordæmi. „Hins vegar erum við mjög að reyna að meta áhrifin á hagkerfið af því ef yrðu áföll hérna. Ég held að við myndum alltaf í hverju sem við myndum gera horfa til þess hvað er að koma þjóðarhag best án þess að setja slæm fordæmi. Þannig að mín persónulega sannfæring er að við eigum ekki að skipta okkur af svona rekstrarvandamálum. En við eigum hins vegar að gera það sem við getum til að lina áfallið fyrir hagkerfið og draga úr atvinnuleysi og viðhalda hagvexti ef við höfum einhverju hlutverki þar að gegna,“ sagði Bjarni Benediktsson.
Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Wow sagt núna álitlegri kostur fyrir Icelandair Staða Skúla Mogensen í erfiðum samningaviðræðum um framtíð WOW-flugfélagsins hefur breyst á síðustu sólarhringum, vegna kyrrsetningar Boeing 737 MAX þota. 17. mars 2019 06:00 Icelandair rýkur upp í Kauphöllinni Gengi hlutabréfa í Icelandair rauk upp um nær 15 prósent í fyrstu viðskiptum dagsins í Kauphöllinni í dag. 20. mars 2019 10:38 WOW air falast eftir ríkisábyrgð Settu fram hugmyndir um ríkisábyrgð á láni frá Arion. Ósennilegt að stjórnvöld muni ljá máls á þeim. Þreifingar á milli WOW air og Icelandair. Þarf ávallt að vera með eina vél tiltæka sem tryggingu vegna skuldar við Isavia. 20. mars 2019 06:15 Mest lesið Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Fleiri fréttir Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Ætlar að efna til umræðu um tjáningarfrelsi eftir mótmælin í HÍ Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Sjá meira
Wow sagt núna álitlegri kostur fyrir Icelandair Staða Skúla Mogensen í erfiðum samningaviðræðum um framtíð WOW-flugfélagsins hefur breyst á síðustu sólarhringum, vegna kyrrsetningar Boeing 737 MAX þota. 17. mars 2019 06:00
Icelandair rýkur upp í Kauphöllinni Gengi hlutabréfa í Icelandair rauk upp um nær 15 prósent í fyrstu viðskiptum dagsins í Kauphöllinni í dag. 20. mars 2019 10:38
WOW air falast eftir ríkisábyrgð Settu fram hugmyndir um ríkisábyrgð á láni frá Arion. Ósennilegt að stjórnvöld muni ljá máls á þeim. Þreifingar á milli WOW air og Icelandair. Þarf ávallt að vera með eina vél tiltæka sem tryggingu vegna skuldar við Isavia. 20. mars 2019 06:15