Hélt kannski að Lars Lagerbäck vissi ekki að hann væri norskur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. mars 2019 10:30 Lars Lagerbäck. Getty/Trond Tandberg Lars Lagerbäck hefur fengið tíma til að móta norska landsliðið og nú er komið að stóra prófinu sem er undankeppni EM 2020. Lagerbäck kom Íslandi á EM í fyrsta sinn og reynir nú að koma Norðmönnum á sitt fyrsta stórmót í tvo áratugi. Síðasta stórmót Norðmanna var EM 2000 í Belgíu og Hollandi en liðið þarf nú að komast í gegn undanriðil þar sem í eru Spánn, Svíþjóð, Rúmenía, Færeyjar og Malta.«Nå er det opp til deg, Lagerbäck!» https://t.co/7kEdgknenBpic.twitter.com/DRtAGBWV5t — Sunnmørsposten (@smpno) March 19, 2019Fyrstu leikir norska landsliðsins eru mjög krefjandi leikir á móti Spáni á útivelli og Svíþjóð á heimavelli. Það eru hins vegar gerðar væntingar til Lars og liðsins eftir mjög gott ár 2018. Lagerbäck hefur úr stærri hópi atvinnumanna að velja en þegar hann var þjálfari íslenska landsliðsins og einn af þeim sem var skilinn út undan að þessu sinni, er ekkert alltof sáttur með Svíann. Sá heitir Fredrik Gulbrandsen og er nýbúinn að skora fyrir Red Bull Salzburg á móti Napoli í Evrópudeildinni. Gulbrandsen er 26 ár gamall og var um tíma á láni hjá New York Red Bulls. Hann hefur ekki spilað í Noregi undanfarin þrjú ár. Hann hefur hins vegar verið að finna taktinn með austurríska liðinu. „Ég hef ekki heyrt neitt. Ég held að þeir viti ekki að ég sé norskur,“ sagði Fredrik Gulbrandsen meðal annars í viðtali við TV2.65' GOOOOOOOOOAAAAAALLL!!!!!!! Freddie #Gulbrandsen finds the net to make it 2-1! #FCSNapoli 2-1 pic.twitter.com/p1ZIflz5PR — FC Red Bull Salzburg EN (@FCRBS_en) March 14, 2019Lars Lagerbäck var spurður út í þetta umrædda viðtal við Gulbrandsen. „Ég veit ekki hvort hann sé pirraður en ég skil vel að hann sé vonsvikinn. Það bara jákvætt að menn vilji komast í landsliðið. Hann hefur verið inn og úti úr liðinu en ég ákvað bara að velja aðra menn núna,“ sagði Lagerbäck. Dagbladet sagði frá. Lagerbäck valdi þá Joshua King, Alexander Sørloth, Bjørn Maars Johnsen, Ola Kamara og Tarik Elyounoussi í hópinn fyrir komandi leiki. Lars Lagerbäck bauð síðan upp á setningu sem við heyrðum oft þegar hann þjálfaði íslenska landsliðið. „Þú átt alltaf möguleika. Ef við spilum hundrað prósent leik þá getum við náð í jafntefli eða sigur. Ef ekki þá getum við tapað 5-0 á móti Spáni,“ sagði Lagerbäck. Lagerbäck er líka sannfærður um að Spánverjar óttist engan í norska landsliðinu. „Ég á erfitt með að trúa því að þeir hræðist einhvern í norska landsliðinu. Ég held ekki. Þeir fylgja sinni fótboltaheimspeki og eru eflaust ekkert alltaf mikið að skoða önnur lið. Þeir vita hvað þeir vilja gera og gera það,“ sagði Lars Lagerbäck. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Lést á leiðinni á æfingu Sport Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Körfubolti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Fótbolti Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Körfubolti Fleiri fréttir Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjáðu mörkin sem tryggðu PSG sæti í úrslitaleiknum Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Sjá meira
Lars Lagerbäck hefur fengið tíma til að móta norska landsliðið og nú er komið að stóra prófinu sem er undankeppni EM 2020. Lagerbäck kom Íslandi á EM í fyrsta sinn og reynir nú að koma Norðmönnum á sitt fyrsta stórmót í tvo áratugi. Síðasta stórmót Norðmanna var EM 2000 í Belgíu og Hollandi en liðið þarf nú að komast í gegn undanriðil þar sem í eru Spánn, Svíþjóð, Rúmenía, Færeyjar og Malta.«Nå er det opp til deg, Lagerbäck!» https://t.co/7kEdgknenBpic.twitter.com/DRtAGBWV5t — Sunnmørsposten (@smpno) March 19, 2019Fyrstu leikir norska landsliðsins eru mjög krefjandi leikir á móti Spáni á útivelli og Svíþjóð á heimavelli. Það eru hins vegar gerðar væntingar til Lars og liðsins eftir mjög gott ár 2018. Lagerbäck hefur úr stærri hópi atvinnumanna að velja en þegar hann var þjálfari íslenska landsliðsins og einn af þeim sem var skilinn út undan að þessu sinni, er ekkert alltof sáttur með Svíann. Sá heitir Fredrik Gulbrandsen og er nýbúinn að skora fyrir Red Bull Salzburg á móti Napoli í Evrópudeildinni. Gulbrandsen er 26 ár gamall og var um tíma á láni hjá New York Red Bulls. Hann hefur ekki spilað í Noregi undanfarin þrjú ár. Hann hefur hins vegar verið að finna taktinn með austurríska liðinu. „Ég hef ekki heyrt neitt. Ég held að þeir viti ekki að ég sé norskur,“ sagði Fredrik Gulbrandsen meðal annars í viðtali við TV2.65' GOOOOOOOOOAAAAAALLL!!!!!!! Freddie #Gulbrandsen finds the net to make it 2-1! #FCSNapoli 2-1 pic.twitter.com/p1ZIflz5PR — FC Red Bull Salzburg EN (@FCRBS_en) March 14, 2019Lars Lagerbäck var spurður út í þetta umrædda viðtal við Gulbrandsen. „Ég veit ekki hvort hann sé pirraður en ég skil vel að hann sé vonsvikinn. Það bara jákvætt að menn vilji komast í landsliðið. Hann hefur verið inn og úti úr liðinu en ég ákvað bara að velja aðra menn núna,“ sagði Lagerbäck. Dagbladet sagði frá. Lagerbäck valdi þá Joshua King, Alexander Sørloth, Bjørn Maars Johnsen, Ola Kamara og Tarik Elyounoussi í hópinn fyrir komandi leiki. Lars Lagerbäck bauð síðan upp á setningu sem við heyrðum oft þegar hann þjálfaði íslenska landsliðið. „Þú átt alltaf möguleika. Ef við spilum hundrað prósent leik þá getum við náð í jafntefli eða sigur. Ef ekki þá getum við tapað 5-0 á móti Spáni,“ sagði Lagerbäck. Lagerbäck er líka sannfærður um að Spánverjar óttist engan í norska landsliðinu. „Ég á erfitt með að trúa því að þeir hræðist einhvern í norska landsliðinu. Ég held ekki. Þeir fylgja sinni fótboltaheimspeki og eru eflaust ekkert alltaf mikið að skoða önnur lið. Þeir vita hvað þeir vilja gera og gera það,“ sagði Lars Lagerbäck.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Lést á leiðinni á æfingu Sport Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Körfubolti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Fótbolti Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Körfubolti Fleiri fréttir Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjáðu mörkin sem tryggðu PSG sæti í úrslitaleiknum Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Sjá meira