Betri árangur að vinna Þjóðadeildina en að komast í undanúrslit á HM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. mars 2019 09:00 Harry Kane. Getty/Matthew Lewis Harry Kane, fyrirliði enska landsliðsins, telur að liðið geti strax í sumar bætt árangurinn sinn frá því á HM í Rússlandi í fyrra. Enska landsliðið komst í fjögurra þjóða úrslit Þjóðadeildarinnar með því að vinna sinn riðil í A-deildinni. Íslenska landsliðið varð í 3. sæti í sínum riðli og féll í B-deildina. Enska landsliðið fær hins vegar að launum lítið örmót sem fer fram í Portúgal í sumar. England mætir Hollandi í undanúrslitaleiknum og vinnist hann bíður annaðhvort Portúgal eða Sviss í úrslitaleiknum. „Það gerist ekki oft að England fái tækifæri til að vinna titil,“ sagði Harry Kane en hann er nú með enska landsliðinu að undirbúa sig fyrir fyrstu leikina í undankeppni EM 2020.Harry Kane insists perfect start to Euro 2020 campaign and Nations League victory 'would top our 2018' | @Matt_Law_DThttps://t.co/UAhM9FStZn — Telegraph Football (@TeleFootball) March 19, 2019„Ef við vinnum þennan bikar þá yrði þetta í mínum augum betra ár en 2018,“ sagði Kane. Síðasti og eini stóri titill enska landsliðsins var þegar liðið varð heimsmeistari á heimavelli 1966. Kane fékk gullskóinn síðasta sumar fyrir að skora sex mörk og verða markakóngur HM 2018. „Vonandi getum við unnið einhverja bikara. Auðvitað var árið 2018 frábært fyrir mig en liðið er aðalmálið og við viljum vinna titla. Við viljum gera stuðningsfólk okkar ánægt og stolt,“ sagði Kane. „Fólk býst nú við því að við stöndum okkur vel en fyrir HM í fyrra þá voru engar væntingar. Það er gott hjá okkur að hafa breytt því,“ sagði Kane. „Við egrum líka eina liðið úr undanúrslitunum á HM sem komst upp úr sínum riðli í Þjóðadeildinni og það þrátt fyrir að vera í einum af erfiðustu riðlunum,“ sagði Kane. Hinar þjóðirnar í undanúrslitunum á HM í Rússlandi 2018 voru Frakkland, Króatía og Belgía. „Það var því stórt fyrir okkur að sanna það strax að þetta var ekki eitt heppnismót heldur að við séum að byggja upp sérstakt lið sem getur náð meiri árangri í framtíðinni,“ sagði Kane. EM 2020 í fótbolta HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sjá meira
Harry Kane, fyrirliði enska landsliðsins, telur að liðið geti strax í sumar bætt árangurinn sinn frá því á HM í Rússlandi í fyrra. Enska landsliðið komst í fjögurra þjóða úrslit Þjóðadeildarinnar með því að vinna sinn riðil í A-deildinni. Íslenska landsliðið varð í 3. sæti í sínum riðli og féll í B-deildina. Enska landsliðið fær hins vegar að launum lítið örmót sem fer fram í Portúgal í sumar. England mætir Hollandi í undanúrslitaleiknum og vinnist hann bíður annaðhvort Portúgal eða Sviss í úrslitaleiknum. „Það gerist ekki oft að England fái tækifæri til að vinna titil,“ sagði Harry Kane en hann er nú með enska landsliðinu að undirbúa sig fyrir fyrstu leikina í undankeppni EM 2020.Harry Kane insists perfect start to Euro 2020 campaign and Nations League victory 'would top our 2018' | @Matt_Law_DThttps://t.co/UAhM9FStZn — Telegraph Football (@TeleFootball) March 19, 2019„Ef við vinnum þennan bikar þá yrði þetta í mínum augum betra ár en 2018,“ sagði Kane. Síðasti og eini stóri titill enska landsliðsins var þegar liðið varð heimsmeistari á heimavelli 1966. Kane fékk gullskóinn síðasta sumar fyrir að skora sex mörk og verða markakóngur HM 2018. „Vonandi getum við unnið einhverja bikara. Auðvitað var árið 2018 frábært fyrir mig en liðið er aðalmálið og við viljum vinna titla. Við viljum gera stuðningsfólk okkar ánægt og stolt,“ sagði Kane. „Fólk býst nú við því að við stöndum okkur vel en fyrir HM í fyrra þá voru engar væntingar. Það er gott hjá okkur að hafa breytt því,“ sagði Kane. „Við egrum líka eina liðið úr undanúrslitunum á HM sem komst upp úr sínum riðli í Þjóðadeildinni og það þrátt fyrir að vera í einum af erfiðustu riðlunum,“ sagði Kane. Hinar þjóðirnar í undanúrslitunum á HM í Rússlandi 2018 voru Frakkland, Króatía og Belgía. „Það var því stórt fyrir okkur að sanna það strax að þetta var ekki eitt heppnismót heldur að við séum að byggja upp sérstakt lið sem getur náð meiri árangri í framtíðinni,“ sagði Kane.
EM 2020 í fótbolta HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn