Atvinnulífið leiði umhverfisvernd Hanna Katrín Friðriksson skrifar 20. mars 2019 08:00 Formúlan fyrir framtíðartrylli hefur verið óbreytt svo lengi sem elstu menn muna; Á einn eða annan hátt ganga menn svo fram af móður jörð að siðmenningin líður undir lok, lýðræðið og einstaklingsfrelsið er fótum troðið, fasisminn ræður ríkum. Einhverjir uppreisnarseggir eru þó ósigraðir og í lok myndarinnar er vonarglætu að finna. Eitt af einkennum frjálslyndra samfélaga er athafnafrelsi, jafnt einstaklinga sem fyrirtækja. Hlutverk stjórnvalda er að skapa umgjörð þar sem frelsið og fjölbreytnin nýtur sín til hagsbóta fyrir samfélagið í heild sinni. Eitt af stærstu viðfangsefnunum þar er að skipa umgjörð sem gerir atvinnulífinu betur kleift að vera öflugur þátttakandi í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Árekstrar milli atvinnulífs og umhverfisverndar eru ekki náttúrulögmál. Það er manngerður og heimatilbúinn vandi sem er á okkar ábyrgð að leysa. Stjórnvöld geta brugðist við með því að ýta undir græna hvata, tryggja að losun sé í samræmi við ströngustu kröfur og búa til umhverfi sem auðveldar fyrirtækjum að taka umhverfissjónarmið inn í framleiðslu og framboð á vöru og þjónustu. Besta leiðin til að draga úr mengun er að tryggja að þeir sem valda henni greiði kostnaðinn af henni. Það er líka mikilvægt að stjórnvöld og atvinnulíf taki höndum saman við að stuðla að almennri vitundarvakningu. Ný og krefjandi úrlausnarefni kalla á nýjar lausnir. Þær lausnir eru mun líklegri til að verða til í samvinnu stjórnvalda og atvinnulífs þar sem nýsköpun og vöruþróun eru vænlegri til árangurs en eingöngu boð og bönn. Sjálfbærni, samkeppni og nýsköpun eru leiðarstef sem eiga að ríkja í öllum atvinnurekstri. Með fullri virðingu fyrir mikilvægi uppreisnarseggja, þá eigum við þannig mesta möguleika á því að standa vörð um náttúruna okkar og frjálslyndið og halda fasismanum úti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Mest lesið Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar skrifar Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson skrifar Skoðun Bætt réttindi VR félaga frá áramótum Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Leiðréttingar á staðhæfingum um mjólkurmarkaðinn og tollflokkun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar Sjá meira
Formúlan fyrir framtíðartrylli hefur verið óbreytt svo lengi sem elstu menn muna; Á einn eða annan hátt ganga menn svo fram af móður jörð að siðmenningin líður undir lok, lýðræðið og einstaklingsfrelsið er fótum troðið, fasisminn ræður ríkum. Einhverjir uppreisnarseggir eru þó ósigraðir og í lok myndarinnar er vonarglætu að finna. Eitt af einkennum frjálslyndra samfélaga er athafnafrelsi, jafnt einstaklinga sem fyrirtækja. Hlutverk stjórnvalda er að skapa umgjörð þar sem frelsið og fjölbreytnin nýtur sín til hagsbóta fyrir samfélagið í heild sinni. Eitt af stærstu viðfangsefnunum þar er að skipa umgjörð sem gerir atvinnulífinu betur kleift að vera öflugur þátttakandi í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Árekstrar milli atvinnulífs og umhverfisverndar eru ekki náttúrulögmál. Það er manngerður og heimatilbúinn vandi sem er á okkar ábyrgð að leysa. Stjórnvöld geta brugðist við með því að ýta undir græna hvata, tryggja að losun sé í samræmi við ströngustu kröfur og búa til umhverfi sem auðveldar fyrirtækjum að taka umhverfissjónarmið inn í framleiðslu og framboð á vöru og þjónustu. Besta leiðin til að draga úr mengun er að tryggja að þeir sem valda henni greiði kostnaðinn af henni. Það er líka mikilvægt að stjórnvöld og atvinnulíf taki höndum saman við að stuðla að almennri vitundarvakningu. Ný og krefjandi úrlausnarefni kalla á nýjar lausnir. Þær lausnir eru mun líklegri til að verða til í samvinnu stjórnvalda og atvinnulífs þar sem nýsköpun og vöruþróun eru vænlegri til árangurs en eingöngu boð og bönn. Sjálfbærni, samkeppni og nýsköpun eru leiðarstef sem eiga að ríkja í öllum atvinnurekstri. Með fullri virðingu fyrir mikilvægi uppreisnarseggja, þá eigum við þannig mesta möguleika á því að standa vörð um náttúruna okkar og frjálslyndið og halda fasismanum úti.
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar
Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar