Bjargráð í sorg Jóna Hrönn Bolladóttir skrifar 20. mars 2019 08:00 Ég hitti á dögunum konu sem hafði misst manninn sinn komin á miðjan aldur. Þau höfðu verið félagslega virk og kunnað að njóta lífsins og sameiginlegur uppskerutími var fram undan. Hún sagði mér að þegar maðurinn hennar féll frá hefði hún tekið þá ákvörðun að segja alltaf já við allri félagslegri þátttöku sama hvernig sorgarbylgjurnar dundu á henni. Hún mætti í leikhús, tónleika, matarboð og veislur burt séð frá því hvernig henni leið. Ég get ekki annað en borið virðingu fyrir þessari hraustlegu ákvörðun. Svo var það fyrir nokkrum dögum að ég hlustaði á flottan sálfræðing tala um æskileg viðbrögð á álagstímum. Þar nefndi hún mikilvægi þess að hlúa að andlegri og líkamlegri heilsu alla tíð og ekki síst þegar áföllin dynja yfir. Þá þarf að passa upp á svefn, mataræði og hreyfingu. Og þar skiptir svefninn höfuðmáli. Sumt fólk er bjargráðasnillingar. Góð vinkona mín sem missti manninn sinn þegar hún var ung brá á það ráð fyrsta árið eftir áfallið að hún varð alltaf samferða ungum syni þeirra í háttinn á kvöldin. Þannig náði hún að tryggja nægan svefn og hlúa að barninu og sjálfri sér á sama tíma. Þegar sálfræðingurinn snjalli hafði rætt um líkamlega og andlega heilsu bætti hún við: Svo má ekki gleyma félagslegri heilsu. Þá kviknaði á perunni hjá mér og mér varð hugsað til konunnar sem sagði já við öllum tilboðum um félagslega virkni. Einmanaleiki og félagsleg einangrun hefur niðurbrjótandi áhrif og rænir lífsgæðum ekkert síður en svefnleysi og líkamleg vanræksla. Við erum líkamlegar, andlegar og félagslegar verur, og þurfum að hlúa að þessum þáttum alla daga þannig að bjargráðin okkar séu hluti af daglegum lífsstíl. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jóna Hrönn Bolladóttir Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Sjá meira
Ég hitti á dögunum konu sem hafði misst manninn sinn komin á miðjan aldur. Þau höfðu verið félagslega virk og kunnað að njóta lífsins og sameiginlegur uppskerutími var fram undan. Hún sagði mér að þegar maðurinn hennar féll frá hefði hún tekið þá ákvörðun að segja alltaf já við allri félagslegri þátttöku sama hvernig sorgarbylgjurnar dundu á henni. Hún mætti í leikhús, tónleika, matarboð og veislur burt séð frá því hvernig henni leið. Ég get ekki annað en borið virðingu fyrir þessari hraustlegu ákvörðun. Svo var það fyrir nokkrum dögum að ég hlustaði á flottan sálfræðing tala um æskileg viðbrögð á álagstímum. Þar nefndi hún mikilvægi þess að hlúa að andlegri og líkamlegri heilsu alla tíð og ekki síst þegar áföllin dynja yfir. Þá þarf að passa upp á svefn, mataræði og hreyfingu. Og þar skiptir svefninn höfuðmáli. Sumt fólk er bjargráðasnillingar. Góð vinkona mín sem missti manninn sinn þegar hún var ung brá á það ráð fyrsta árið eftir áfallið að hún varð alltaf samferða ungum syni þeirra í háttinn á kvöldin. Þannig náði hún að tryggja nægan svefn og hlúa að barninu og sjálfri sér á sama tíma. Þegar sálfræðingurinn snjalli hafði rætt um líkamlega og andlega heilsu bætti hún við: Svo má ekki gleyma félagslegri heilsu. Þá kviknaði á perunni hjá mér og mér varð hugsað til konunnar sem sagði já við öllum tilboðum um félagslega virkni. Einmanaleiki og félagsleg einangrun hefur niðurbrjótandi áhrif og rænir lífsgæðum ekkert síður en svefnleysi og líkamleg vanræksla. Við erum líkamlegar, andlegar og félagslegar verur, og þurfum að hlúa að þessum þáttum alla daga þannig að bjargráðin okkar séu hluti af daglegum lífsstíl.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun