Bjargráð í sorg Jóna Hrönn Bolladóttir skrifar 20. mars 2019 08:00 Ég hitti á dögunum konu sem hafði misst manninn sinn komin á miðjan aldur. Þau höfðu verið félagslega virk og kunnað að njóta lífsins og sameiginlegur uppskerutími var fram undan. Hún sagði mér að þegar maðurinn hennar féll frá hefði hún tekið þá ákvörðun að segja alltaf já við allri félagslegri þátttöku sama hvernig sorgarbylgjurnar dundu á henni. Hún mætti í leikhús, tónleika, matarboð og veislur burt séð frá því hvernig henni leið. Ég get ekki annað en borið virðingu fyrir þessari hraustlegu ákvörðun. Svo var það fyrir nokkrum dögum að ég hlustaði á flottan sálfræðing tala um æskileg viðbrögð á álagstímum. Þar nefndi hún mikilvægi þess að hlúa að andlegri og líkamlegri heilsu alla tíð og ekki síst þegar áföllin dynja yfir. Þá þarf að passa upp á svefn, mataræði og hreyfingu. Og þar skiptir svefninn höfuðmáli. Sumt fólk er bjargráðasnillingar. Góð vinkona mín sem missti manninn sinn þegar hún var ung brá á það ráð fyrsta árið eftir áfallið að hún varð alltaf samferða ungum syni þeirra í háttinn á kvöldin. Þannig náði hún að tryggja nægan svefn og hlúa að barninu og sjálfri sér á sama tíma. Þegar sálfræðingurinn snjalli hafði rætt um líkamlega og andlega heilsu bætti hún við: Svo má ekki gleyma félagslegri heilsu. Þá kviknaði á perunni hjá mér og mér varð hugsað til konunnar sem sagði já við öllum tilboðum um félagslega virkni. Einmanaleiki og félagsleg einangrun hefur niðurbrjótandi áhrif og rænir lífsgæðum ekkert síður en svefnleysi og líkamleg vanræksla. Við erum líkamlegar, andlegar og félagslegar verur, og þurfum að hlúa að þessum þáttum alla daga þannig að bjargráðin okkar séu hluti af daglegum lífsstíl. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jóna Hrönn Bolladóttir Mest lesið Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Ég hitti á dögunum konu sem hafði misst manninn sinn komin á miðjan aldur. Þau höfðu verið félagslega virk og kunnað að njóta lífsins og sameiginlegur uppskerutími var fram undan. Hún sagði mér að þegar maðurinn hennar féll frá hefði hún tekið þá ákvörðun að segja alltaf já við allri félagslegri þátttöku sama hvernig sorgarbylgjurnar dundu á henni. Hún mætti í leikhús, tónleika, matarboð og veislur burt séð frá því hvernig henni leið. Ég get ekki annað en borið virðingu fyrir þessari hraustlegu ákvörðun. Svo var það fyrir nokkrum dögum að ég hlustaði á flottan sálfræðing tala um æskileg viðbrögð á álagstímum. Þar nefndi hún mikilvægi þess að hlúa að andlegri og líkamlegri heilsu alla tíð og ekki síst þegar áföllin dynja yfir. Þá þarf að passa upp á svefn, mataræði og hreyfingu. Og þar skiptir svefninn höfuðmáli. Sumt fólk er bjargráðasnillingar. Góð vinkona mín sem missti manninn sinn þegar hún var ung brá á það ráð fyrsta árið eftir áfallið að hún varð alltaf samferða ungum syni þeirra í háttinn á kvöldin. Þannig náði hún að tryggja nægan svefn og hlúa að barninu og sjálfri sér á sama tíma. Þegar sálfræðingurinn snjalli hafði rætt um líkamlega og andlega heilsu bætti hún við: Svo má ekki gleyma félagslegri heilsu. Þá kviknaði á perunni hjá mér og mér varð hugsað til konunnar sem sagði já við öllum tilboðum um félagslega virkni. Einmanaleiki og félagsleg einangrun hefur niðurbrjótandi áhrif og rænir lífsgæðum ekkert síður en svefnleysi og líkamleg vanræksla. Við erum líkamlegar, andlegar og félagslegar verur, og þurfum að hlúa að þessum þáttum alla daga þannig að bjargráðin okkar séu hluti af daglegum lífsstíl.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun